Menntamál - 01.08.1960, Blaðsíða 68
162
MENNTAMÁL
a) Talfæri barns undir 10 ára aldri og öll líkamleg og
sálarleg gerð þess eru sveigjanleg og mótanleg og auð-
velda því mjög að læra réttan framburð erlends tungumáls
og ná tökum á grundvallar málvenjum og tjáningarhátt-
um.
Þegar barnið eldist stirðna þessir eiginleikar talfær-
anna í venjum sínum, og því veitist erfiðara að tileinka
sér nýjan framburð.
b) Kennsla erlends tungumáls undir 10 ára aldri getur
byggzt á starfi og leik, er krefst tjáningar í mæltu máli.
Á þann hátt verður námið auðveldara og eðlilegra og vek-
ur forvitni barnsins.
c) Sterk rök virðast hníga að því, að eigi skuli hefja
kennslu í erlendu tungumáli í barnaskóla fyrr en a. m.
k. tveimur til þremur árum seinna en móðurmálskennslu
til þess að tryggja það, að kunnátta í móðurmáli sé vel
traust, áður en barnið snýr sér að nýju tungumáli.
d) Til þess að tryggja varanlegan árangur námsins,
ætti tungumálakennslan í barnaskóla ekki að standa skem-
ur en tvö ár, helzt lengur, ef unnt er.
Nokkrir nefndarmenn töldu heppilegt, að byrjað væri
að kenna erlent tungumál átta eða níu ára börnum í barna-
skóla. Einn áleit þó, að afar óheppilegt væri að hef ja tungu-
málakennsluna á unglingaskeiðinu eftir 12 ára aldur. Á
þessu skeiði verður unglingurinn fyrir margvíslegum lík-
amlegum og tilfinningalegum breytingum og truflunum.
Hreyfingar hans og málfar verða vandræðaleg, og oft
er hann gripinn taugaóstyrk og feimni. Þessi nefndar-
maður var því eindregið þeirrar skoðunar, að annað hvort
skyldi byrjað í barnaskóla eða eftir 15 ára aldur og væri
þá hin seina byrjun bætt upp með strangari kennslu.
Markmið tungumálalcennslu.
Nefndin varð sammála um eftirfarandi þrjú markmið
með kennslu erlendra tungumála: