Bjarmi - 01.12.1929, Qupperneq 6
210
B J A R M I
I dag væri Sadhúinn vinur vor
fertugur, ef hann lifði, og oafmælis-
brjefin« eru að koma hingað.
Með bróðurkveðju.
G. H. Watson.
Sænsk kristniboðs hjón, er sendu
framanskráð brjef tii sænskra blaða
í haust, bæta við:
»Hinn kæri bróðir vor er borfinn
brott — nei, horfinn heim.
Einhversstaðar í Himalayafjöllum
hvilir lík hans. Enginn veit hvar
gröfin er. Guð tók hann til sin, og
við sjáum hann ekki framar hjerna
megin. Hann unni Tibet og bar
glaður þrautirnar, sem starfinu þar
fylgja. Nú hefir hann fórnað lífinu
fyrir það land. — Ferðastafinn lagði
hann frá sjer í pílagrímsför þar.
Guðsmaður, sjáandi, spámaður hefir
lokið för sinni Hann var meðal göf-
ugustu sona Indlands, og fregnin um
andlát hans vekur trega og söknuð
meðal kristinna safnaða um endi-
langt Indland og meðal þúsund þús-
unda um öll kristin lönd. En margir
eru þeir, sem þakka Guði fyrir æfi-
starf hans. Framkoma hans, Kristi
lík, vitnisburður i ræðu og riti, og
alt starfið hans, mun lifa meðal
komandi kynslóða. — Hann var í
þeim hóp, sem tala þótt þeir sjeu
dánir«.
Margrjet Sveiusson kristniboði
skrifar 6. okt. frá New York, að ferðin
vestur hafi gengið ágætlega, og biður
Bjarma að flytja kærar kveðjur til allra,
sem greiddu götu hennar að einhverju
leyti hjerlendis sl. sumar. — Áritun
hennar í vetur verður til systur hennar:
Mrs. Frederiksen
315 — 87jh Str. Brooklyn N. Y.
U. S. America.
Jölasöngur barnanna.
Loga jólaljósin,
pví líjsins brosir rósin,
þú, kœra barn, svo blítt við þjer
— þinn besti vinur kominn er —
býr sjer loj af barnanna vörum.
Jesú blíði bróðir
og barnahirðir góði —
ó, kom í hjörtun himni frá
að hugga þá, er gleði þrá —
bú þjer lof af barnanna vörum,
Gef oss, barnið besta,
þú besii allra gesla
að verða’ af þínu Ijósi Ijós,
að lí/ga marga fölva rós —
bú þjer lof af barnanna vörum.
Tak við litlu Ijóði,
sem lojsöng, Jesú góðil
Ó, hegrða okkar hjarians mál
og helga okkar líf og sál, —
bú þjer lof af barnanna vörumf
(B. J.).
Jólakveðjan 1929 var ekki send
frá Kaupmannahöfn fyr en 20. nóv. sl.,
og komst því ekki frá Reykjavík fyr en
með »Brúarfoss« og »Esju« í desember.
Má búast við að hún komist ekki al-
staðar til barnanna fyrir jólin, nema
prestar og kennarar leitist viö að ná
fljótlega í Jólakveðju-pakkana á viðkomu-
stöðum skipanna. —
Ef Iesendurnir verða pess varir, að
engin Jólakveðja komi á eitthvert barna-
heimili í des. eða jan., eru þeir beðnir
að lata afgreiðslu Bjarma vita um pað
sem fyrst. — Ef einhver prestur getur
ekki komið við eða kærir sig ekki um
að úthluta pessu jólahefti, væri æskilegt
að fá áritanir barnakennara í því presta-
kalli.