Bjarmi - 01.12.1929, Page 15
B J A R M I
219
Ný Ijóðabók.
Tómslundir nefnist ný Ijóðabók
eftir Guðrúnu JchannsdóLtur frá
Brautarholti.
Guðrún er áður góð kunn af ljóð-
um sínum. Veit jeg því með vissu
að margur heilsar ljóðabókinni henn-
ar með fögnuði.
Það er hjaitsláttur kærleikans í
ljóðum Guðrúnar:
»Pví enginn getur með glaðri lund,
gengið um nokkra dagsins stund
hjá annara angri og tárum«.
Samúð með sorgarbörnunum og
næmur skilningur á kjörum annara,
er hinn rauði þráður Ijóða hennar:
»Pað verða allir bekkjarbræður
í böli og stríði pjáninganna«.
Hlýr vorblær leikur um ljóðin
hennar, og lyftir huganum yfir grá-
móðu hversdagslífsins.
Varlega dæma þau brot og bresti
en visa með trúarinnar öruggu vissu
á skjólið, sem aldrei bregst:
»Lát pá finna, faðir hæða,
að fyrir pjer er gott að kvarta«.
Vögguþulurnar gæti jeg trúað að
mörg íslensk móðirin ætti eltir að
læra, og raula þær við vöggu litla
barnsins síns. Par er ást og við-
kvæmni móðurhjartans færð í fagran
búning:
»Allar vonir allar prár
allar bænir öll mín tár
helga’ eg pjer um æfi ár
í pví sanna og hreina
og bið pjer bætur meina«. —
Hjer lalar skáldkonan fyrir munn
mæðranna, hún hefir lagt þeim ljóð
á tungu, ljóð sem óma að innsta
grunni móðurhjaitans.
Og börnin, hvort sem þau eiga að
baki mörg ár eða fá, sem hafa ekki
gleymt móður sinni, eifiði hennar og
kærleiksfórnum fyrir þau, inunu vafa-
laust geta tekið undir með sk»ldkon-
unni þegar hún ávarpar móður sína
í hinu fagra jólaljóði á bls. 73:
»Fyrir alla elsku pína,
yl og hjartagæðin pín,
púsundfalt jeg pakka vildi
pjer af hjarta, mamma mín,
og fyrir bljúgar bænir pínar,
er baðstu Guð að leiða mig.
Pað eru verndarverur minar,
sem vaka til að minna á píg«.
Ljóð, sem leiða yl í bngann og
vaipa Ijósgeislum á brautina, eru
góðir gestir, ekki sist á jólunum, og
jeg tel Ijóðabók Guðiúnar Jóhanns-
dóttur einkar heppilega jólagjöf handa
þeim, sem kunna að meta það sem
hreint er og göfugt.
Að ytra frágangi er bókin hin
snotrasta. Piýðileg mynd er frainan
á bókinni, ljósið, sem varpar skini
yfir vöggu ungbarnsins og á andlit
móðurinnar við rokkinn, gefur glögga
og sanna hugmynd um innihald bók-
arinn, og er i fullu samræmi við
efni hennar.
Tómstundir kosta 5 krónur og fást
bjá bóksölum. Jeg tel þeim pening-
um ekki á glæ kastað, sem skift er
á við bókina, og vel vaiið tómstund-
um til þess að lesa hana.
Guðrún Lárusdóttir.
Sjómannastofan í Vestmannaeyjum.
Pann 14. jan. p. á. var i fyrsta skifti
opnuð Sjómannastofa hjer í Vestmanna-
eyjurn,
í sögu Eyjanna verður pað sennilega
aldrei talið meðal stórviðbui ðanna, en í
pví trausti að hægt verði að halda áfram
í pá átt, sem pegar er stefnt, er ekki
hægt að efast um að pessi starfsbyrjun
verði talin með peim sporum, sem stigin
hafa verið i rjetta átt af góðum mönnum
og konum pessa bæjar.
Starfið var hafið að tilhlutun K. F.
U. M. og K. (hjer), og rekið i húsi peirra