Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1929, Page 25

Bjarmi - 01.12.1929, Page 25
BJARMI 233 Stefán píslarvottur. »En er þeir heyröu ræðu Stefáns, fylt- ust þeir bræöi í hjörtum sínum og gnístu tönnum gegn honum. En hann horfði til himins, fullur af heilögum anda, og leit dýrð Guðs og Jesúm standandi við hægri hönd Guðs, og sagöi: Sjá, jeg sje himnana opna og manns- soninn standa til hægri handar Guði. En þeir æptu hárri röddu og byrgðu fyrir eyru sjer og rjeðust að honum allir sem einn maður. Og þeir hröktu hann út úr borginní og grýttu hann. Og vottarnir lögðu yflr- hafnir sínar að fótum ungum manni, er Sál hjet. Pannig grýtlu þeir Stefán, en hann ákallaði og sagði: Drottinn Jesú, mcðtak þú anda minn. Og hann fjell á knje og hrópaði hárri röddu: Drottinn lát þá ekki gjalda þess- arar syndar. Og er hann hafði þetta mælt sofnaði liannn. (Post. 7., 54.-60.). 25. desember minnumst vjer fæðingar frelsarans í syndugan heim. Daginn eftir, »Stefánsdag«, minnumst vjer »fæðingar« fyrsta pislarvottsins kristna i dýrðarheim. Viðskilnaðarorð Stefáns er fyrstabæna- ákall til Jesú, sem Nýja testamentið segir frá. Nokkrum árum síðar voru hópar manna í Norðurálfunni auðkendir svo: »Peir, sem ákalla nafn Drottins vors Jesú Krists« (I. Kor. 1., 2.). Og þeim sem svo ritar, hafði likað vel raeðferðin á Stefáni. — Svo breytast menn— stundum. »Blóð písl- arvottanna er útsæðikirkjunnar«,enn i dag. Jakob Zebedeusson var hálshöggvinn eftir skipun Heródesar Agrippu, konungs í Jerúsalem, árið 44. (Sjá Post. 12, 2). Hann var fyrsti postulinn, sem leið píslarvætti. Um störf og dauðdaga hinna postul- anna vita menn ekki með fullri vissu annað en það, sem lesa má í Nýja testa- mentinu. Raunar eru til fjölmargar frásagnir um þá frá 2. og 3. öld eftir Krist, en þeim ber ekki alveg saman. Pó ætla fræðimenn að allir postularnir, nema Jóhannes, hafi lið- ið píslarvætti fyrir trú sína.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.