Heima er bezt - 01.01.1957, Síða 4
Ári heilsaá
Nýtt ár er hafið og annað er liðið. Ár eftir ár, öld
eftir öld gerist sama sagan, og hvert ár, sem líður, á sitt
svipmót, sínar minningar og viðburði, og að árarnót-
um fær það sín eftirmæli, önnur en nokkurt þeirra,
sem á undan hefur farið. Viðhorfið til nýja ársins mót-
ast af svip hins liðna. Vér heilsum því með eftirvænt-
ingu, fögnuði eða kvíða allt eftir því, hversu liðna árið
hefur á oss orkað, og hvernig það hefur kvatt oss að
lokum. Slíkt er ófrávíkjanlegt lögmál.
Margt er það í viðburðum ársins, sem skapar svip-
mót þess hverju sinni, en eitt af því, sem minnisstæð-
ast verður og alltaf síbreytilegt, er viðmót náttúruafl-
anna. Það er aldrei hið sama tvö ár í röð. Vér ræðum
um góðæri og harðæri eftir því, hversu náttúran hefur
við oss horft, og hversu gengið hefur að sækja gull í
greipar móður jarðar. Breyttir tímar, aukin tækni og
kunnátta hefur þó breytt afstöðu mannanna til þessara
hluta svo mjög, að hætt er við að mat manna á árum
nú og fyrir einum eða tveimur mannsöldrum yrði býsna
ólíkt, þótt náttúran hefði verið með líkum hætti. Að
vísu fer því enn fjarri, að mannsandinn hafi sigrazt á
sjálfum höfuðskepnunum, og sennilega tekst honum
það aldrei. Þó hefur hann komizt furðulangt í því efni
að hamla gegn áhrifum þeirra. Jafnvel hér á meðal vor,
sem enn stöndum þó ýmsum þjóðum að baki í tæknileg-
um efnum,er framförin mikil og auðsæ,hverjum sem vill
leggja það á sig, að skyggnast um og gera samanburð.
Bóndinn, sem áður átti alla sína afkomu undir sól og
regni, getur með nýjum starfsaðferðum hamlað nokkuð
gegn óþurrkinum, þegar hann er til meins, eða gras-
brestinum, ef ógn stendur af honum. I þeim löndum,
sem meindýraplágur eyða jarðargróðri, eru menn nú
búnir varnarlyfjum, sem draga úr mestu hættunni.
Fiskimaðurinn þarf ekki lengur að bíða þess, að fiskur-
inn gangi upp undir landsteina, heldur getur hann mætt
honum eða elt hann til djúpmiða. Bættar samgöngur
gera mönnum unnt að koma fjarlægum héröðum eða
löndum til hjálpar, ef í harðbakkana slær. Aukin tækni
í húsagerð og beizlun jarðhita og vatnsafls hefur að
nokkru unnið bug á myrkri skammdegisins og kulda
þorradægranna. Allt þetta, sem nú var talið, orkar á
mat vort á umhverfinu, og því hversu vér dæmum við-
mót áranna.
Annað mál er það, að vér gerum oss alltof sjaldan
Ijós þau gæði og þær hagsbætur, sem oss hafa hlotn-
azt hjá, því sem var hlutskipti genginna kynslóða. Oss
er um of hætt við að miða einungis við það, sem betra
er því, er vér höfum, en fárumst yfir þeim örðugleik-
um og því, sem oss finnst á vanta hverju sinni. Að
vísu má segja, að sú óánægja, er þannig kemur fram,
sé driffjöður framkvæmdanna og leitarinnar að sífellt
betri framtíð. Hún hamlar gegn kyrrstöðunni, en kyrr-
staða er sama sem dauði.
Margs höfum vér að gæta, ef vér skyggnumst um
viðburði liðins árs. I byrjun þess var á ýmsa lund
léttara yfir en oft áður. Friðvænlegra virtist í heimin-
um, en á undanförnum árum, og margir ólu þá von í
brjósti, að nýtt tímabil friðsamlegrar þróunar væri að
hefjast. Þeir hugðu, að þjóðirnar hefðu lært að semja
um málin á friðsamlegan hátt, án þess að láta vopnin
tala. Þær vonir hrundu í rústir við atburði síðustu
mánaða ársins. Enn einu sinni á þessari öld var alheim-
ur vitni að því, að grimmd, miskunnarleysi og drottn-
unargirni á rík ítök í hugum valdhafanna, og að vilji
smáþjóða og persónufrelsi einstaklinga er að engu haft,
þegar það stangast við ætlanir hinna stóru. Atburðirnir
í Ungverjalandi ættu að vera hverri lýðræðisþjóð áminn-
ing um, hverra gæða þær njóta, þar sem frjáls hugsun
og frjáls umræða einstaklinganna er i heiðri höfð. En
þeir minna oss einnig á, hversu ógn einræðis og yfir-
drottnunar vofir yfir oss í ótrúlegri nálægð.
Á voru landi hefur verið allróstusamt á liðnu ári,
svo sem venja er um kosningar. En slíkir atburðir hljóta
að vekja þá hugsun, hvort vér séum ekki komnir full-
langt frá almennu velsæmi í þeim vopnaburði, sem tíðk-
ast hér í stjórnmálabaráttunni, og að vér eigum enn
langt í land, bæði með að kunna að berjast á drengi-
legan hátt, og taka bæði sigri og þó einkum ósigri.
Margar blikur eru í lofti við byrjun hins nýja árs,
bæði á alþjóðavettvangi og í heimahögum vorum. Engu
verður spáð um það, hverju úr þeim kann að viðra,
og lítils erum vér megnugir að breyta rás viðburð-
anna, enda má þar segja: „maður, líttu þér nær“. Við-
fangsefnin innan vors þjóðfélags eru nægilega mörg og
stór. Og þá fyrst getum vér vænzt þess, að veitt verði
athygli því, er vér leggjum til mála á alþjóðavettvangi,
ef vér sýnum oss vera því vaxna að ráða fram úr eigin
vandamálum. Þegar vér virðum fyrir oss, hversu barizt
er um innanlandsmál, hljótum vér að viðurkenna, að þar
gætir þess meira, að ná sér niðri á andstæðingi en að
2 Heima er bezt