Heima er bezt - 01.01.1957, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.01.1957, Blaðsíða 21
Stjúpa mín lauk við að mjólka, og ég hélt í ærnar, en brann í skinninu af löngun til að komast heim og skoða veiðina. Strax og búið var að mjólka héldum við heim að bænum. Þá ber svo við, að í hlaðið komu samtímis okkur bændur frá bæjunum Björgum, Nípá og Sandi. Voru þeir á leið til Húsavíkur með ull sína til inn- leggs. Þetta voru vinir pabba og frændur stjúpu minnar. Spyrja þeir okkur strax, hvort pabbi sé heima. Við segjum hann heima vera. Óska þeir eftir að hitta hann. Hleyp ég þá inn, til þess að láta hann vita um gesta- komuna, því við töldum sjálfsagt, að hann væri kom- inn til baðstofu. En þegar þangað kemur, er hann þar ekki og hefur ekki þangað komið, að sögn þeirra, er þar voru. Er nú leitað í bænum og síðan skyggnst um utan húsa, en hvergi finnst pabbi. Dettur okkur helzt í hug, að hann muni hafa riðið aftur niður í Gvendarbás, því að Sokka sést hvergi. Aðkomumennirnir segjast þá eins geta hitt pabba, þegar þeir fari til baka úr kaupstaðnum. Kveðja og fara sinnar leiðar. — Nú ætla ég að fara að skoða aflann í langsekknum — hafði ekki haft tíma til þess fyrr. En þegar kemur þangað, sem pabbi tók hann af hestinum í augsýn okk- ar stjúpu minnar, er þar enginn langsekkur, — engin silungsbranda, — ekki neitt. Mér brá undarlega við þetta. Skildi hvorki upp né niður í málinu. Hljóp til stjúpu minnar og skýrði henni frá þessari uppgötvun minni. Henni hnykkti við. Móðir föður míns, Guðleif Magnúsdóttir, hafði allt kvöldið setið í baðstofu og gætt hálfsystur minnar, Sveinbjargar, sem þá var á fyrsta árinu. Guðleif var orðin öldruð — líklega á áttræðisaldri — allvel greind kona og guðhrædd. Sagði nú stjúpa mín henni frá því, er fyrir okkur hafði komið. Heyrði ég, að þeim kom saman um, að hér mundi hafa átt sér stað dularfullt fyrirbæri, og varla um annað að ræða, en að bændurnir hefðu drukknað við fyrirdráttinn. Sýnin hlyti að hafa verið svipur föður míns. Ef svipir manna sæust, væru menn- irnir annað hvort nýdánir eða a. m. k. feigir. Rifjaði amma mín upp ýmsa viðburði frá löngu liðnum tímum, er staðfestu þetta. Allt virtist hníga að því, að dauðaslys hlyti að hafa orðið. Konurnar ræddu um að senda mig niður í Gvendar- bás, en þorðu það þó ekki, af því að ég væri svo mikill óviti. Akváðu þær að bíða átekta til morguns, en fara þá snemma út í Kaldbak og fá menn til að leita að bænd- unum, ef engin frétt yrði komin, er gerði þá för óþarfa. Ég mun varla verða svo gamall, að ég gleymi þeim dapurleika, er lagðist á okkur. Ég gat ekkert aðhafzt, en sat hnípinn á rúmi mínu, þar til svefninn tók mig að sér.------ Þegar ég vaknaði um morguninn, var baðstofan full af sólskini og viðhorfin breytt. Piltarnir höfðu komið heim um nóttina, heilir á húfi. Veiðiför þeirra hafði gengið slysalaust í öllum greinum. Allir sýndust nú glaðir. Oft varð ég þess samt var hjá ömmu minni, að hún óttaðist að fyrirbærið mundi eiga eftir „að koma fram“, eins og hún orðaði það. En faðir minn lifði í ellefu ár eftir þetta.------ Mér er sýnin enn í dag óráðin gáta.-Faðir minn hafði verið við fyrirdráttinn, þegar við stjúpa mín sá- um ekki betur en að hann væri kominn heim með hest sinn og afla, eins og að framan er frá skýrt. Þetta var ekki óljós skyndisýn. Við horfðum tvö á hann róleg og með fullri athygli. Það, sem við sáum gerast, virtist að öllu leyti fara mjög eðlilega fram. Hver getur upplýst, hvað hér átti sér stað í raun og veru? Húsavík, 1. febr. 1944. Einar Sörensson. Framanrituð frásögn var lesin fyrir Sigurbjörgu Frið- bjarnardóttur, stjúpu Einars, því hún lifir enn og á heima í Mýrarkoti á Tjörnesi. Hún staðfesti hana með eftirfarandi áritun: „Að atburður þessi hafi fyrir okkur borið og á þann hátt, er að framan greinir, votta ég undirrituð. Mýrarkoti, 11 .—2.—’44. Sigurbjörg Friðbjarnardóttir (handsalað).“ Daníel Arnfinnsson: ÉG ÞAKKA Ég þakka þér, vordís, hinn síglaða söng og sumarsins leikandi fjör, því haustið er komið, og hélunótt löng og hljóðlát er með því í för. Og lengi býr haustið í huganum; völd í hjartanu tryggði það sér. Og veiztu, að blærinn hann hvíslar í kvöld mín kyrrlátu húmljóð að þér. LEIÐRÉTTING. í greininni „Fyrir 100 árum“ í síðasta hefti „Heima er bezt“ urðu þessar villur: Á bls. 378, 2. dálki, stendur: „Á öðru búskaparári 29 ára gamall 1826.“ Ártalið á að vera 1862. Á bls. 377, í 2. dálki, stendur: „Þau önduðust seint á árinu 1833.“ Ártalið á að vera 1838. Heima er bezt 19

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.