Heima er bezt - 01.01.1957, Qupperneq 31
HVAÐ UNGUR NEMUR — ÞÁTTUR
RITSTJÓRI: ÆSKUNNAR
STEFÁN JÓNSSON------------------------------------------------
NÁMSTJÓRI
HEILSAÐ NÝJU ÁRI
VIÐ ÁRAMÓTIN
/'
a þeim tímum, sem fráfærur voru algengar í hverri
/\ sveit á íslandi, var vinnumaður á fjárríku heim-
/ ili, sem undraðist það mest, hve fráfærnalömb-
^ in jörmuðu sárt, þar sem fært væri frá á hverju
vori, og ættu lömbin því að vera farin að venjast breyt-
ingunni. Þetta þótti víst ekki gáfulega mælt, og þess
vegna varð sagan hljóðbær.
Þessi grunnhyggni vinnumaður gætti þess ekki, aðj á
hverju vori fæðast ný lömb, og þau geta ekkert lært af
reynslu hinna lambanna, sem fæddust vorið áður. —
Reynslan erfist yfirleitt ekki eins og fjármunir frá
manni til manns, heldur verður hver einstaklingur að
læra fyrst og fremst af eigin reynslu.
Stundum virðist sem þeir, er harðast dæma og deila
á æskulýð lands vors, hugsi líkt og vinnumaðurinn hjá
ríka bóndanum. Þeir ætlast til að æskulýðurinn á hverj-
um tíma geti lært af reynslu horfinna æskumanna og
varazt það, sem varð þeim að falli, en það gerir æskan
aðeins að litlu leyti. Hver og einn æskumaður, hvort
sem er karl eða kona, verður fyrst og fremst að læra
og þroskast af eigin reynslu. Skóli reynslunnar er harð-
ur skóli, en í gegnum þann skóla verður allur æskulýður
að ganga og taka þar þau próf, sem ættmenn, örlög og
umhverfi skapa. Góður ættstofn og góð heimili ráða
mestu um það, hversu tekst með prófin í skóla reynsl-
unnar, en góður skóli, góðir félagar og gott umhverfi
getur líka orðið þar sterkur þáttur, alveg eins og vond-
ur skóli, slæmir félagar og spillt umhverfi getur valdið
óláni og óhöppum. Er unglingurinn stundum eins og
leiksoppur í höndum óhollra ráðunauta og félaga.
Hver áramót eru tími reikningsskila og áætlana um
framtíðina. Þá er öllum hollt að gera við sjálfan sig
glögg reikningsskil og athuga, hvað hefur áunnizt og
hvað hefur glatazt á liðnu ári, og hvers má vænta af
komandi ári. Um áramótin er líka rétt að athuga fjár-
haginn og gera fjárhagsáætlun fyrir komandi ár. Þeir,
sem eiga einhverja hirzlu, svo sem skrifborð, kommóðu
eða kistil, fara rækilega yfir eigur sínar. Fleygja ónýtu
rusli, en raða öðrum munum og flokka þá, svo að vel
fari í hirzlunni um áramótin.
En það er fleira, sem vaxandi unglingur vill athuga.
Drengir vilja vita, hve mikið þeir hafa hækkað á liðna
árinu, hve mikið hálsinn hefur gildnað og aflvöðvarnir
þroskazt.
Ungu stulkurnar hafa líka margt að athuga, en þær
tala ekki eins mikið og drengirnir um vöxt sinn og
þroska, en þær hugsa því fleira.
„Yndisleg er æskutíð.“ Allt bendir á framför, og
þroskamerkin eru auðsæ, bæði hvað snertir líkamlegan
og andlegan þroska. Aldrei er lífið jafn dásamlegt og á
æskuárunum. — Það er bjart yfir tólf til átján ára ald-
ursslteiðinu, ef engin óhöpp henda, en hættur og freist-
ingar liggja víða í leyni og stundum í líki ljóssins engla.
Margt er að varast og margs þarf að gæta, en ævintýrin
lokka og eggja. Er þá vandinn mestur að kunna að velja
og hafna. Stundum ber sorgin að dyrum, og stunduin
er vandratað á vegi dygðarinnar. En æskan er léttstíg,
og misstigin spor marka ekki ætíð djúp för. Og stund-
um snúast óhöpp til heilla og marka þáttaskil á þroska-
brautinni.
Yfir hverjum áramótum er eins konar töfrablær.
Framtíðin er öllum hulin, en minningar frá liðnu ári
eru að fá á sig blæ ævintýra og sögu. Óvissan og eftir-
væntingin heillar hugann. Hvað ber nýja árið í skauti
sínu? „Guð má vita, hvar’ við dönsum næstu jól,“ segir
í gömlu viðlagi. Allt er í óvissu með framtíðina nema
það, að sól fer hækkandi. Aukning birtunnar er undur-
samlegt öryggi. Lenging dagsins er öllum óblandið
fagnaðarefni. Á næstu mánuðum eykst birtan daglega,
og á blíðum dögum verða allar byggðir landsins baðaðar
sól fleiri og fleiri klukkutíma daglega. En nú má segja,
að Islendingar séu að sigrast á skammdegissortanum
með rafvæðingu landsins. Vafalaust styður þessi síaukna
birta að auknum líkamsþroska hins uppvaxandi æsku-
lýðs. Nútímaæskan þjáist ekki af ljósleysi. En þá fækka
líka rökkurstundirnar, en á kyrrum rökkurstundum
nutu sín bezt þjóðsögur og ævintýri. Margir hinna eldri
sakna þessara kyrru kvöldstunda, þótt þeir fagni auknu
veldi ljóssins. En við stórstígar breytingar og framfarir
fellur ætíð eitthvað gott og gamalt í glatkistuna. Það er
lögmál lífsins.
Heima er bezt 29