Heima er bezt - 01.01.1957, Page 13

Heima er bezt - 01.01.1957, Page 13
hefur hún nú verið lögð undir Byggingarsjóð. Um tíma störfuðu við bankann tvær deildir til viðbótar, sam- kvæmt lögum, er þá giltu: Nýbýlasjóður og Loðdýra- lánadeild. Sparisjóðs- og rekstrarlánadeildin varð og er að því leyti aðaldeild bankans, að þar er sameiginlegur sjóður hans, þar sem renna allar greiðslur annarra deilda bankans út og inn. Um Búnaðarbankann í heild gilda nú lög nr. 115, 7. nóv. 1941, en auk þess sérstök lög um Ræktunar- sjóð íslands nr. 66 31. maí 1947 og Byggingar- og land- námssjóð (sem nú heitir Byggingarsjóður) III. og IV. kafli laga nr. 20 31. jan. 1952, um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum. Verður að því vikið síðar. Eins og nú er háttað, fer starfsemi bankans aðallega fram í þrem deildum, Sparisjóðsdeild, Ræktunarsjóði og Byggingarsjóði. Veðdeild veitir að vísu lán öðru hverju, en hefur mjög lítið fjármagn til umráða. Henni hefur .aðallega verið ætlað það híutverk að veita lán út á jarðir vegna eigendaskipta. Hér á eftir verður gerð nokkur grein fyrir starfsemi þessara deilda, hverrar fyr- ir sig. Að neðan: Úr afgreiðslusal bankans. SPARISJÓÐS- OG REKSTRARLÁNADEILDIN. Fyrir augum þeirra, sem inn í afgreiðslu bankans koma utan af strætum höfuðborgarinnar, er það þessi deild, sem setur svip sinn á bankann og störf hans. Þangað eiga að jafnaði flestir erindi að því er virðist. Þar er eins og gerist í bönkum tekið á móti innlögum frá almenningi í sparisjóðsbækur og reikninga, og inn- stæður greiddar út, þegar þess er óskað. Þar eru af- greiddir víxlar og ýmis konar lán, sem tíðkast í við- skiptalífi höfuðstaðarins og annars staðar. Innstæður almennings í þessari deild voru um síðustu áramót 236 millj. kr., að Akureyrar-útibúi meðtöldu (spari- sjóður, hlaupareikningur, viðskiptaskýrteini, reiknings- lán)s Þetta fé verður bankinn að ávaxta með venjuleg- um útlánsvöxtum banka, og á örðugt .með að binda það í föstum lánum til langs tíma. Mikið af þessu fé fer því til fyrirtækja og einstaklinga í höfuðstaðnum og annars staðar, utan sveitanna, sem geta greitt áskilda vCxti og ekki þurfa á löngum lánstíma að halda. En eins og menn vita, er eftirspurn eftir slíku lánsfé mjög mikil, og fer því fjarri, að bankarnir geti fullnægt henni. Landbúnaðurinn hefur þó haft verulegt not af spari- sjóðsdeildinni, bæði fyrirtæki hans og einstaklingar. T. d. hefur sparisjóðsdeildin oftar en einu sinni hlaupið undir bagga, þegar þurft hefur á stórum lánum að halda í þágu landbúnaðarins, og þá stundum á vegum Heima er bezt H

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.