Heima er bezt - 01.01.1957, Page 27
Hvíta húsið og Smithsonian Institution.
Heldur þótti okkur félögum ófróðlegt að dveljast
svo dögum saman í Washington, að við kæmum ekki
í Hvíta húsið, en það er opið gestum 4 daga vikunnar.
Húsið sjálft er fremur lágt, en virðulegt tilsýndar, um-
lukt miklum görðum, með gosbrunnum, golfvöllum og
þess háttar. Salarkynni þau, sem opin eru almenningi,
eru móttökusalir á neðri hæð hússins, en íbúð forsetans
er á efri hæðinni.
Salarkynni þarna eru mikil og vegleg en ekki íburð-
armikil. Hvert herbergi er þar með sínum stíl og í sér-
stökum lit, veggfóður, húsgögn og ábreiður. Eitt var
gult, annað blátt en hið þriðja rautt, og sjálfsagt fleira.
Máiverk voru þar á veggjum af forsetum Bandaríkjanna,
öllum að ég hygg, og mörg af sumum, t. d. Washington
og Lincoln, en fátt annarra mynda. Þótti okkur allfróð-
iegt að sjá þau salarkynni, er svo margt stórmenna hafði
átt leið um og dvalizt í, og a. m. k. var það alltaf nokk-
uð til frásagnar, að hafa komið í Hvíta húsið.
Eitt það, er mig fýsti mjög að sjá í Washington, var
Smithsonian-stofnunin. Fór ég þangað á eigin spýtur,
en fékk þó meðmæli til aðalgrasafræðings stofunarinn-
ar, dr. Lyman Smith. Tók hann mér vel, og sýndi mér
grasasafnið, og gaf mér ýmsar góðar upplýsingar um
starfsemi grasafræðinganna þar. En er ég kvaddi hann,
hóf ég göngu um hin önnur söfn þar. Smithsonianstofn-
unin var stofnuð með gjöf James Smithsons 1829. En
síðan hafa henni hlotnast stórgjafir, og er hún stöðugt
rekin sem sjálfseignarstofnun, en nýtur þó nokkurrar
opinberrar fyrirgreiðslu. í stofnun þessari eru hin fjöl-
breytilegustu og fullkomnustu söfn um sögu Banda-
ríkjanna, iðnþróun og tækni á öllum sviðum, almenna
þjóðafræði, og síðast en ekki sízt náttúruvísindi. Einnig
heyrir hið mikla listasafn, National Gallery of Art, til
þssari stofnun. Byggingar stofnunarinnar eru við velli
þá hina miklu, er liggja milli Hvíta hússins og Kapitóls,
og helztu stjórnarbyggingarnar standa við. Enginn kost-
ur er að gefa nokkra mynd af allri þeirri fjölbreytni,
sem þarna er, en benda skal á örfá atriði. I sögu- og
tækniþróunarsafninu, getur t. d. að líta þróun sam-
göngutækja frá hinum allra frumstæðustu, til nútím-
ans. Þar eru barkar-. og skinnbátar frumstæðra villi-
manna, og við hlið þeirra sýnishorn af stærstu far-
þegaskipum nútímans, og allt þar á milli. Á samsvar-
andi hátt*má sjá þar klunnalega vagna með einstrján-
ingshjólum aftan úr grárri fomeskju og „módel ’57“ af
lúxusbílum Ameríkumanna, svo að eitthvað sé nefnt.
í flugvélasafninu eru meðal annars flugvél þeirra
Wright-bræðra, er þeir flugu með fyrstir manna 1903,
fluga sú, er bar Lindberg yfir Atlantshafið, auk margs
annars.
Ekki eru náttúrugripasöfnin síður merkileg, með dýr-
um, plöntum, steinum og bergtegundum, frá öllum
löndum jarðar. Og í þjóðfræðasafninu er einstakt tæki-
færi til að kynna sér menningu hinna ólíkustu þjóð-
flokka, eru þar mannlíkön, er sýna fólkið að störfum
sínum, leikjum og hverskonar athöfnum. Svo má kalla,
Lislasafnið, National Gallery of Art.
að hver einstök deild safnsins sé nægilegt viðfangsefni
til skoðunar dögum og vikum saman, en á hinn bóg-
inn, er hlutunum svo vel fyrir komið, að ótrúlega gott
er að fá þar skyndiyfirlit, við skjóta heimsókn.
Auk safnanna rekur Smithsoninan-stofnunin fjölþætta
rannsóknastarfsemi og er miðstöð alþjóðlegra viðskipta
vísindamanna.
ísland í Washington.
Naumast mun nokkur íslendingur koma svo til
Washington, að hann leggi ekki leið sína í sendiráðið
íslenzka. Að minnsta kosti fer hann mikils á mis, ef
hann skyldi ekki gera það. Fyrirgreiðsla sendiherrans,
Thors Thors og starfsliðs hans er með þeim ágætum,
að ekki verður á betra kosið, og ekki má gleyma gest-
risni og alúð þeirra sendiherrahjónanna frú Ágústu og
Thors. Munu allir á einu máli um það, að þar fari sam-
an íslenzkur höfðingsskapur og alúð við hvem, er að
garði ber.
Síðustu dagana, er ég dvaldi í Washington, heimsótti
ég ýmsar stofnanir og skóla, og loks var ferðaáætlun
mín tilbúin, og kvaddi ég borgina 20. sept. með ferða-
áætlun fyrir næstu þrjá mánuði, bunka af farseðlum og
farareyri fyrir næsta hálfan mánuðinn, að ógleymdum
kynstmm af heilræðum og leiðbeiningum, ásamt ósk-
um um fararheill frá leiðbeinanda mínum, mr. Mar-
golius. Og svo var haldið af stað til nýrra staða, og
nýrra manna.
Heima er bezt 25