Heima er bezt - 01.01.1957, Qupperneq 33
nafnið vantar. Umhverfið er mér meira virði, ef ég
veit eitthvað um örnefni, sögulega staði og bæjanöfn.
— /En svo er annað í þessu máli, sem oft gleymist, en
þajð er, hve ömefni og augði og frjósemi íslenzks máls
er nátengt. Hvert örnefni, sem glatast, er mikið tap
fyrir orðaforða og fjölbreytni móðurmálsins. Mörg
örnefni eru líka svo hljómþýð og önnur svo sterk og
þrungin töfram, að telja má þau gulls ígildi í málinu.
Það eru því alls ekki fánýt fræði að festa sér örnefni í
minni og rita þau inn í dagbækur á ferðalagi. — Or-
nefni eins og Meyjarsæti, Ljósufjöll, Hengill, Hregg-
nasi og Svörtuloft, svo að fáein séu nefnd, eru kliðmjúk
Og önnur sterk og þrungin krafti. Þau þarf ekki að skýra
með langlokuræðum. Yfirleitt virðast örnefnin fegurst
og litríkust frá söguöldinni, og næst ganga örnefni þjóð-
sagnanna. Örnefni frá harðinda- og örbirgðarárum eru
fábreytt og litlaus. Og oft virðast nýju örnefnin vera
tilgerðarleg og misheppnuð. Fögur og fornhelg örnefni
eru líka oft flutt á fjarskylda og kotungslega staði. Ég
hirði þó ekki, af vissum ástæðum, að nefna mörg dæmi
um þetta.
Einu sinni hitti ég mann, sem var að byggja sér hús
í útjaðri lítils kauptúns. Hús í þessu kauptúni voru
ekki tölusett við götur, heldur hétu ýmsum nöfnum.
Ég spurði því manninn, hvað húsið hans ætti að heita.
„Sunnuhvoll,“ svaraði maðurinn og kenndi yfirlætis i
röddinni. Þetta hús var byggt í lægð eða grunnu dal-
verpi. Sunnulægð eða Sunnudalur hefði verið nær sanni,
en fór þó elcki vel í þessu umhverfi. — Ég ræddi þetta
mál ekki frekar við manninn. Ég vildi ekki hryggja
hann eða benda honum á fáfræði hans. — Þetta fagra
bæjarnafn mun allt of víða hafa hlotið slíka meðferð.
En ég vil aftur taka þetta fram: Uppvaxandi æskulýður
íslands má ekki fyrirverða sig fyrir að spyrja um ör-
nefni og festa þau sér í minni, því að mikil fegurð og
orðkynngi málsins er falin í örnefnum.
LOKAORÐ
Ég hef þetta spjall ekki lengra að sinni, en ég vil að
síðustu óska lesendum þessa þáttar gæfu og gengis á
nýja árinu, og það er von mín, að árið verði öllum
landslýð farsælt.
íslenzkur æskulýður býr nú við góð kjör og nýtur
margra lífsins gæða, en enn sem fyrr eru það gáfur og
siðferðisþrek, sem duga æskumönnum bezt í hinni
hörðu lífsbaráttu, og ísland væntir þess, að allir æsku-
menn ræki skyldur sínar við land og þjóð.
Gleðilegt ár!
Stefán Jónsson.
Skákþáttur
eftir Frihrik Ólafsson
í síðasta þætti mínum drap ég nokkuð á helztu at-
riðin í sögu skákarinnar og birti í því sambandi sögu
nokkra, þjóðsagnalegs eðlis. Nú langar mig til að birta
aðra slíka, og fjallar hún um hinn hrausta herkonung
Svía, Karl XII. Aðdragandi hennar er að vísu nokkuð
langur, en mér virðist nauðsynlegt, að hann fylgi, ella
kynni sagan að missa að nokkru gildi sitt. Skákþrautir
þær, sem henni fylgja, læt ég lesendur sjálfa um að
ráða, en birti síðan lausnimar í næsta þætti.
KARL XII. í BENDER.
Þá er hinn ljónhrausti konungur Svía hafði beðið
ósigur í fólkorustunni við Pultava leitaði hann hælis
undan eftirsókn Rússa, hinna vægðarlausu óvina sinna,
í löndum Tyrkjasoldáns. Úti í smáey í Dniesterfljóti,
rétt hjá borginniBender, lét hann reisa eins konar stöðu-
herbúðir. Með honum voru nokkur hundruð Svía og
Pólverja, seinustu leifarnar af tveim miklum herskör-
um, er fallið höfðu sem fóm fyrir hinni takmarka-
lausu drottnunargirni hans. Síðar bættist við mesti fjöldi
af Janizkörum og Tartörum, sem ýmist komu til Bender
til að bjóða hinum hrausta en gæfulitla konungi þjón-
ustu sína, því að dirfska hans og hreysti var orðin þjóð-
kunn um alla Norður- og Austurálfu, eða þeir voru
sendir þangað af soldáni til þess að hafa gætur á þess-
um óróagesti. Er saga þessi gjörist, hafði Karl konung-
ur setið kyrrt í Bender í hálft fjórða ár, og hafði hann
og fylgisveit hans sér til viðurværis fé það, er soldán lán-
aði honum, en hann veitti konunginum heillum horfna
af mestu rausn. En svo fór að lokum, að Tyrkjum
þótti varhugavert að halda áfram að storka Rússum með
þessu, hræddust þeir og að margt illt kynni að leiða af
hinum sífellda launróðri Karls konungs, og vildu því
koma norræna kappanum af höndum sér. Svíar í fylgi-
sveit hans vildu og engu síður komast á braut til ætt-
jarðar sinnar. Karl konungur lofaði hvað eftir annað
að halda burt úr löndum Tyrkja, en loks brast SQldán
þolinmæðina og sendi hann nokkra af æðstu herfor-
ingjum sínum með ógrynni liðs, og bauð þeim að
annast um, að sér væri hlýtt, og neyða Karl konung,
þó honum væri það þvert um geð, til að fara yfir
um Dniesterfljótið. Konungur neitaði að hlýðnast boði
soldáns, víggirti herbúðir sínar, og ásamt nokkrum
tugum Svía, er héldu tryggð sinni við hann, einréð
hann að fara hvergi, en falla þar, ef svo bæri undir.
Var Tyrkjum nú nauðugur einn kosturinn að láta hann
á hörðu kenna.
Á útlegðarárum Karls konungs var engin sú skemmt-
un, er hann gaf sig að með líkri ástundun og ákafa
og skáktafli. Eins og flestir herstjómendur, allt frá
dögurn Tímúrs hins mikla og til Napóleons, sem var
Heirna er bezt 31