Heima er bezt - 01.01.1957, Page 34

Heima er bezt - 01.01.1957, Page 34
enn meira mikilmenni, hafði norræna hetjan lagt ást- ríki mikið á þessa eftirmynd hernaðarins. Hann tefldi oftast við hinn hraustá og trausta Pólverja, snyrti- mennið Stanislaus Poniatovski, og við Svíann Cristian Albert Grothusen, göfuglyndan, gáfaðan og drottin- hollan mann, en lét sér þó stundum lynda að tefla við suma af tyrknesku liðsforingjunum, er með honum voru. Voltaire minntist á nokkrar af skákra'unum hans og Grothusens, en um tafl hans við Poniatovski vita menn ekki annað en það, sem stendur hjá sænska sagn- ritaranum Fryxell. Oss hefur ekki tekist að finna upp- runa hinnar hlægilegu sagnar, að Karl konungur hafi venjulega tapað í skáktafli, vegna þess að hann lék konungi of fljótt út á skákborðið, þar eð hann hafði mjög öfgamiklar hugmyndir um þýðingu þjóðhöfð- ingja. Ef saga sú, sem hér er sögð, er sönn, sýnir það berlega, að hann var alltof góður taflmaður til þess að leika svo heimskulega. Fortjald tímans er nú dregið upp, og vér sjáum Karl konung og Grothusen sitja að tafli síðla dags í síðari hluta janúarmánaðar 1713. Um morguninn höfðu þeir riðið fram og aftur um víggirðingarnar, en í kring um þær sátu nú þrjátíu þúsundir Tyrkja og Tartara í her- búðum sínum. Enn voru Tyrkir ekki byrjaðir á hinum áköfu áhlaupum, er hófust nokkrum dögum síðar, en þeir sýndu konunginum umsetna við hverju hann mætti búast, með því að skjóta við og við fallbyssu- eða byssukúlum, sem þutu hvínandi yfir hús það, er kon- ungur var í, og stundum gegnum það. Nú var liðið á taflið, og hjá Karli konungi, sem lék hvítu mönn- unum, stóð taflið miklu betur. Hann starði lengi á taflstöðuna með hinni aðdáanlegu ró, sem hann kunni S VART Stöðumynd I. Hvitur mátar í þremur leikjum. svo vel að bregða á sig, þegar hann var í hættu stadd- ur, loksins boðaði hann mát í þremur leikjum. Hann var varla búinn að sleppa orðinu, þegar kúla mölvaði rúðu í glugganum og endaði rás sína með því að taka af borðinu og mola í smátt hvíta riddarann á kóngsreitnum (el). Konungur, sem var að hallast aftur á bak í stólnum, með rólegu gleðibragði og ánægju við sjálfan sig út af sigrinum, virtist í fyrstu gramur við þennan herskáa og óvænta leik. En Grothusen, sem ekki var jafnoki konungs að geðstillingu, þó hann líktist honum talsvert að ýmsu leyti, hrökk skelkaður upp af stólnum. Konungur stillti hann með hæðnishlátri og mælti: „Hvar er hinn riddarinn minn, Grothusen? Finndu hann og reyndu svo að finna mátið. Það er sannarlega nógu laglegt til að borga þér fyrir ómakið.“ En áður en ráðgjafinn var búinn að finna riddarann, sá konungur, að taflstaðan var mjög einkennileg, hann rétti því Grothusen aftur riddarann, sem hann kom með, og starði nokkrar mínútur fast á borðið. Loks- ins leit hann upp brosandi: „Ég held að við þurfum ekki riddara við, ég held að ég geti staðið mig við að gefa þér hann aftur, og samt gjöra þig mát í fjórum leikj- um.“ S VART Stöðumynd II. Hvitur mátar i fjórða leik. Þótt leitað sé í sögu taflsins allt frá dögum Sissa og niður til tíma Morphys, munu menn ekki finna eins undarlegt atvik, og það er nú greinir frá! Því hver skyldi trúa því, að rétt í því konungur hafði þannig boðað mát í annað sinn, þaut ný byssukúla beint gegnum opnar dyrnar og lenti eins óskeikul og sú fyrri á taflborði konungs. Hvíta peðið á öðrum hróksreit (h2) fór í gólfið. Grothusen, sem mundi eftir hæðnis- 32 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.