Heima er bezt - 01.01.1957, Blaðsíða 42
„O, vertu ósmeykur, góði. Þú mátt ekki verða tauga-
veiklaður eins og hann Robish hérna.“
„Eg er ekkert taugaveiklaður! “ hrópaði Hank Griffin
skyndilega, og Dan sá, hve varir hans titruðu. „En
það get ég sagt þér, að ég ætla mér ekki að setjast í
rafmagnsstólinn, af því að Robish er drápgjarn og þú
lætur slíkt eftir honum. Þú heldur, að lögreglan sé ekki
að vinna að lausn þessa máls. Þú getur ekki skotið alla,
sem kunna að koma hingað. Hvers vegna sendir þú hann
ekki af stað eftir þessari kennslukonu, Glenn? Gerðu
það. Skjóttu alla íbúa borgarinnar, — það er ekki einskis
vert að tryggja tilveru sína.“
„Haltu kjafti,“ sagði Glenn blíðlega. „Farðu aftur
fram í eldhús, og segðu ekki aukatekið orð frekar.“
Hank Griffin hristi höfuðið og sagði svo mjög hægt
og rólega: „Komdu með, GIenn!“
Glenn yppti öxlum á þenna yfirlætislega hátt. „Á
morgun, þegar sendingin er komin.“
„Hvað ætlar þií að gera með þessa sendingu í klefa
hins dauðadæmda?u Nú hrópaði hann, geiblaði munn-
inn og sleppti sér alveg.
Robish fylgdist með öllu, án þess nokkur svipbreyt-
ing sæist á andliti hans, en þó hann virtist rólegur,
blundaði árvekni að baki.
„Þú heyrðir, hvað ég sagði,“ sagði Glenn Griffin.
Hann var enn rólegur, en reiður og bitur undir niðri.
„Við verðum hér kyrrir. Ég verð að launa Webb. Ég
verð að vera Flick innan handar, svo að hann sjái fyrir
Webb.“
Yngri bróðirinn kom nú alveg niður. „Þá fer ég,
Glenn. Einn.“
Svo varð aftur dauðakyrrð, dýpfi en nokkru sinni
áður.
Að lokum kom Glenn glottandi: „Farðu þá, góði!
Ef þú ferð einn, verður þú kominn í fangelsið aftur
eftir klukkustund.“
Hank Griffin leit til Dans og þaðan — til Cindýjar.
„Ég fer, það er útrætt mál.“ Hann gekk inn í dagstof-
una.
„Hver fjandinn er þetta!“ grenjaði Glenn Griffin.
„Þú gerir það, sem ég segi þér, bjálfinn þinn. Hingað
eruð þið komnir, tveir glæpamenn, með minni hjálp,
ög ég skal sannarlega hjálpa ykkur eftirleiðis og sjá
ykkur hólpna!“
Hank nam staðar, fyrr en hann kom að dyrum for-
stofunnar, þá sneri hann sér við. „Já,“ sagði hann bitur-
lega, „þú hefur löngum ráðið. Og hvað hefur unn-
izt, ef ég má spyrja? Við erum allir komnir drjúgan
spöl áleiðis til stólsins, — en þú skalt ekki gera ráð fyrir
mér.“ Svo lækkaði hann röddina og bætti við: „Komdu
nú, Glenn!“
„Ég ætti....“
Báðar skammbyssurnar hófust á loft samtímis. Hank
Griffin hristi höfuðið.
„Aldrei mundi ég bíða þess bætur, Glenn, — en ég
mundi samt gera það! Þú getur ekki stöðvað mig. Vertu
sæll, Glenn.“
Hank Griffin fór, gekk aftur á bak og hafði ekki af
þeim augun. Er út kom úr dyrunum, snerist hann á
hæli og hljóp hratt, svo að small í steinflísunum. Dan
hafði séð óttann og ofboðið í augum unglingsins, og
hann óskaði, að hann hefði ekki þurft að vera áhorf-
andi að þessu, en hann varð að láta þetta allt afskipta-
laust, sjá, hverju fram færi og íhuga málið.
„Hann tekur sjálfsagt bílinn,“ sagði Robish.
‘„Það máttu bölva þér upp á!“ Glenn Griffin slökkti
Ijósið og skildi þau öll eftir í niðamyrkri. Dan varð
þess var, er hann þaut framhjá honum, heyrði, að
hann hnipraði sig við gluggann, sem sneri að akbraut-
inni, heyrði, að glugginn opnaðist: „Láttu þennan bíl
vera kyrran, asninn þinn!“
Hann heyrði hurðarskell úti, og Dan furðaði sig á,
að hann skyldi þrátt fyrir allt þekkja, að hér hafði dyr-
unum á bíl Cindýjar verið lokað. Vélin var ræst.
Dan heyrði og annað hljóð, sem yfirgnæfði vélar-
dyninn. Glenn Griffin öskraði sem vitlaus væri, böl-
sótaðist og formælti. Hann missti alveg stjórn á sér,
er hann sá bílinn renna út á götuna.
Flank ók fjórar húsalengdir, áður en hann varð var
var við fyrsta lögreglubílinn. Hann þekkti hann, þótt
í nokkurri fjarlægð væri, því að reynslan hafði skérpt
athygli hans og árvekni í svipuðum tilfellum, og nú
var honum þessi gætni orðin ósjálfræð. Hann ók til
hægri handar, svo að hann þyrfti ekki að fara framhjá
honum. Kippkorn fyrir framan sig sá hann þá hilla
undir annan bíl á bak við óupplýstan bensíngeymi. Og
í þetta skipti hlaut han nað fara framhjá honum.
Hann fann fyrir skammbyssunni í vasa sínum. Hann
ætlaði að nota hana, ef hann neyddist til þess. Ef hann
mátti búast við morðákæru, var skárra, að hann hefði
eitt morð á samvizkunni, heldur en að verða að taka
á sig sök hálfvitans hans Robish. Hendur hans voru
kaldar og rakar.
Er hann ók framhjá lögreglubílnum, sem hafði verið
lagt þversum við götuna, áttaði hann sig á því, að hann
hefði gleymt að athuga nokkuð við bíl Cindýjar. Hon-
um hafði láðst að athuga dálítið, sem gat gert bílinn
hættulegan. Hann hefði átt að taka bláa bílinn, þrátt
fyrir hróp Glenns. En hvers vegna? Glenn hélt því
alltaf fram, að heili hans ynni of hægt og hugsunin urn
of við það, sem Glenn kallaði dagdrauma.
En hvað sem nú var að þessum bíl, þá var hitt víst,
að lögreglan veitti honum enga athygli. Hann leit í
bakspegilinn og sá, að þeir veittu ekki eftirför.
Hann sneri aftur til vesturs eftir fyrstu götunni, sem
hann kom auga á, var alltaf vel á verði, gaf gaum að
öllum skuggum á veginum, því að nú þótti honum
grunsamlegt, hve lögreglubílarnir höfðu verið nærri
húsi Hilliards. Hann hafði haft rétt fyrir sér, lögreglan
var slóttug. En hann var ekki sigri hrósandi. Hann
hafði haft rétt fyrir sér, en hvernig skyldi svo fara
fyrir Glenn, sem enn sat eftir? Og hvernig skyldi svo
ungu stúlkunni vegna?
Framhald.
40 Heima er bezt