Heima er bezt - 01.01.1957, Síða 8
jónir. Ársveltan nemur nú 1000 milljónum. Eignir bank-
ans eru taldar 100 milljónir. Innstæður í sparisjóði og
hlaupareikningi nokkuð yfir 200 milljónir. Ræktunar-
og byggingarsjóður ráðstafar árlega 40—50 milljónum
kr. í löng lán til bænda. Síðustu árin veitir bankinn
árlega 150—180 sveitaheimilum stofnlán til íbúðarhúsa
en til útihúsa og ræktunar eru veitt 5—600 lán árlega.
Starfsfólk Búnaðarbankans er nú rúmlega 40 talsins.
Búnaðarbankinn hefur að kalla má engu fé tapað á
útlánum. Og skilvísi viðskiptamanna er á svo háu stigi,
að síðastliðið haust voru vanskil á afborgunum á öllum
lánum ekki nema 0.2%. En þessi litlu vanskil voru
næstum aldrei á lánum í sveit.
Á fyrstu stjórnarárum Elilmars var efnahagsþróun
bankans hæg. Ríkið veitti nokkur hundruð þúsund kr.
árlega í Byggingar- og landnámssjóð, en fyrir það fé
voru reist mörg hús en smá. Sparisjóðsdeildin bjó við
lítil efni.
En eftir að Ameríkumenn komu með varnarlið til
landsins 1941 fékk þjóðin miklu meira fé handa milli
heldur en hún hafði vanizt. Sparisjóðsinnlög uxu um
tugi milljóna, og ríkissjóður gat hækkað framlög sín
til ræktunar og húsabygginga. Hraðvirkar vinnuvélar
bárust til landsins, og framfarir í verklegum efnum
urðu stórstígar.
Eftir að Bandaríkjamenn fluttu lið sitt heim 1946,
komu nýir atvinnuerfiðleikar og fjárþröng, innflutn-
ingshöft og langar biðraðir framan við búðardyr. Þá
fjaraði að sjálfsögðu nokkuð út í banka bændanna. Lán
til þeirra urðu færri og lægri. En síðan kom Marshall-
aðstoðin og nýtt varnarlið. Gjaldgeta almennings varð
mikil og fjárfesting bænda meiri en nokkru sinni fyrr.
Marshallsj óðurinn byrjaði að fá endurgreiðslu af lán-
um, og þessum tekjum er skipt milli útvegs og land-
búnaðar. Búnaðarbankinn á að fá 15 milljónir árlega af
þessum tekjum Mótvirðissjóðs, en þar geta skihn farið
eftir árferði. Ræktunar- og byggingarsjóður þurfa eins
og fyrr segir minnst 40—50 milljónir árlega í löng lán.
Annars stöðvast húsagerð og nýrækt í landinu. Bank-
inn fær vegna innborgana á gömlum lánum nokkrar
milljónir árlega, og það eru hans íslenzku tekjur. Bank-
inn hefur tvisvar sinnum á síðustu árum fengið í föst-
um lánum það sem á vantaði frá Ameríku. Stundum
hefur ríkissjóður hlaupið undir bagga, þegar tekjuaf-
gangur var mikill vegna vestrænna viðskipta, en það var
ekki hægt í haust sem leið, en þá fengust að láni 20
milljónir frá Ameríku. Með þessu móti hefur bankinn
getað veitt allrífleg löng lán á síðustu árum.
Sparisjóðurinn hefur vaxið mikið samhliða bættri af-
komu landsmanna, en það er hverful eign. Bankinn þarf
stöðugt að vera viðbúinn að geta mætt kröfum inn-
stæðueigenda. Innstæðurnar eru að langmestu leyti úr
Reykjavík og ekki frá bændum. Nálega í öllum byggð-
um starfa sparisjóðir, þar sem sveitafólkið geymir lausa
aura, ekki sízt sparifé barna og unglinga. Þá hafa nálega
öll kaupfélög og sjálft Sambandið innlánsdeildir til að
afla sér veltufjár. Þar við bætist mikill stórhugur og
framfaraþrá í sveitum landsins, þannig að sveitamenn
hafa ekki að jafnaði milli handa sparifé, sem þeir vilja
leggja í Búnaðarbankann, þó að þeir treysti honum vel.
Sparisjóðsdeild Búnaðarbankans hefur vaxið, svo sem
raun ber vitni um, að mestu af fé Reykvíkinga, sem hafa
trúað Hilmari Stefánssyni til áreiðanlegrar fjárvarð-
veizlu. Mikið af sparisjóðnum er í útlánum í Reykja-
vík. Hefur ýmsum bændum þótt furðulegt, að Búnaðar-
bankinn slculi ekki skipta eingöngu við sveitamenn, en
það mundi ekki af framangreindum ástæðum vera fram-
kvæmanlegt. Auk þess hefur bændastéttin meira gagn af
sparisjóðsdeild Búnaðarbankans heldur en marga grunar.
Bændur fá mörg lán í bankanum, þó að þeir vildu
gjarnan fá meira. Kostnaður við stjórn og rekstur bank-
ans hvílir að miklu leyti á sparisjóðnum, því að hinir
föstu útlánssjóðir ríkisins eru léttir á fóðrum, enda svo
mælt fyrir í lögum. Þar sem Ræktunar- og byggingar-
sjóðir eru oft mikinn hluta árs mjög fjárvana en þurfa
handbært fé, nieðan beðið er eftir aðfengnum lánum til
bænda eða tekjuafgangi ríkissjóðs um áramót, þarf Hil-
mar bankastjóri stöðugt að geta gripið til fjár í spari-
sjóðnum, til að fleyta föstum lánum bænda yfir örðug-
asta hjallann. Að síðustu hefur ríkisstjómin nú á undan-
gengnum áram lagt þá kvöð á ríkisbankana þrjá að
greiða sameiginlega 55 milljónir króna árlega í löng
lán til húsabóta í kauptúnum og kaupstöðum og raflagna
í sveitum. Þessi dæmi sýna, að sparisjóðsdeild Búnaðar-
bankans er líftaug í bankastofnuninni, þó að fjármagnið
sé að minnstu leyti frá bændum, af framangreindum
ástæðum.
Það er mikið þrekvirki, sem Hilmar Stefánsson hefur
unnið, að skapa banka bændanna svo mikið traust og
álit, sem raun ber vitni um, þrátt fyrir mjög örðuga
aðstöðu.
Hilmar bankastjóri á 40 ára starfsafmæli í ár. Fáir
bankamenn eru jafngamlir honum í þeirri þjónustu, og
fáir hafa siglt jafnörugglega og hann gegnum brim og
boða fjármálanna. Margir mjög dugandi forráðamenn
stórbanka og útibúa hafa á þessum tíma tapað tugum
milljóna á útlánum til útvegs og viðskipta. íslands-
banki gafst upp vegna ógætilegra útlána. Sum útibú eldri
banka hafa verið endurreist og voru vonarpeningur
vegna vanskila viðskiptamanna. — Hilmari Stefánssyni
hefur tekizt að stýra fram hjá þessum blindskerjum.
Hann hefur vaxið með verkefnunum. Hann vinnur í
samræmi við reynslu bændastéttarinnar í þúsund ár.
Hún hefur kosið að búa í landinu við misjafnt árferði,
skilið eðli landsins og þjóðarinnar og hagað seglum
eftir vindi.
Hilmar Stefánsson er hversdagsgæfur maður, traust-
ur og tryggur mönnum og málefnum, sem verðskulda
traust, en hann er ósveigjanlegur, þar sem honum þyk-
ir hallað réttu máli. í bankastörfunum hefur hann stöð-
ugt útsýni yfir það, hvað hann getur og hvað era færar
leiðir. En góðsemi hans er studd festu. Hann vill leysa
Til hægri: Garður framan við hús Hilmars Stefánssonar á
Sólvallagötu 28 i Reykjavik.
6 Heima er hezt
hvers manns vandræði, en daglega koma til hans lán-
beiðendur, oft svo að tugum skiptir, sem hann verður
að neita, af því að fjármagn vantar. Honum þykir sárt,
að verða að heyra dag eftir dag bornar fram óskir urn
lán, sumar vel rökstuddar, sem hann verður að synja.
Ef öllum lánbeiðnum væri játað, yrði skjótlega að loka
banka bændanna. En þróun Búnaðarbankans sýnir, að
bankastjórinn hefur borið gæfu til að sigla milli skers
og báru. Islenzkar sveitir munu lengi bera varanleg
merki um starfsemi Búnaðarbankans undir stjórn Hil-
mars Stefánssonar. í hundruðum sveitabæja ber nýrækt
og glæsilegar byggingar fagran vott um áhrif bankans
á sveitalífið. Ekkert myndi hafa glatt Tryggva Þórhalls-
son meir, ef hann væri nú ofan moldar, en að sjá, hversu
draumar hans um áhrif bændabanka á íslandi hafa orðið
að veruleika.
Hilmar Stefánsson hefur verið giftudrjúgur starfs-
maður í aldamótasveitinni. Hann hefur reynzt óhvikull
baráttumaður allt frá æskudögum, án þess að vera orð-
margur um hugsjónir sínar. En þegar lýðveldið var
stofnsett með alþjóðar stuðningi, gaf Hilmar Stefánsson
út sérstakt blað — aðeins eitt eintak, og dreifði því út
á milli vina og samherja, til að túlka innilegan fögnuð
sinn yfir endurheimtu þjóðfrelsi á íslandi.
Hjónaband Hilmars og frú Margrétar hefur verið
farsælt. Þau eiga tvö börn uppkomin, Stefán lögfræð-
ing, sem vinnur í sendiráði íslands í Washington, og
Þórdísi, búsetta í Reykjavík.
Hilmar Stefánsson getur nú horft urn öxl yfir þýð-
ingarmilda vegferð. Hann man vel ættbyggð sína,
Húnaþing, sem hefur fóstrað svo marga þjóðnýta
menn. Hann man byrjun ferðar í þjóðbankanum undir
forystu vinar síns, Magnúsar Sigurðssonar. Og hann
getur horft yfir allt landið, hverja sveit, og séð byggðir
Islands blómgast ár frá ári við hlýjan orkustraum frá
Búnaðarbanka íslands.