Heima er bezt - 01.01.1957, Side 40
Svo skaut hugsuninni upp í hinni löngu þögn, og
því hélt hann áfram nokkrum mínútum síðar: „Ég hef
tapað bílnum mínum í kvöld. Lagði honum fyrir fram-
an vínbar, eða svo hélt ég. Grár bíll.“ Hann lækkaði
röddina og sagði með raddblæ, sem hann taldi bezt
hæfa, þá talað væri í fullum trúnaði: „Þetta var einka-
bifreið mín. Bifreið, sem ég nota til einkaskemmtana
minna. Ertu nú viss um, að þú eigir ekki einhverja
lögg?“
„Alveg viss.“
Því næst varð aftur þögn, meðan ekið var fyrir hvert
hornið af öðru, húsin liðu framhjá, kílómetrar að baki.
Skyldi nú nógsamlega vel um hnútana búið? Skyldi
Karl leggja trúnað á þetta?
Þessari þrúgandi þögn létti ekki fyrr en Karl nam
staðar fyrir framan vínkjallarann, sem Dan hafði keypt
vínið í kvöldið áður.
„Það er langt fyrir yður að ganga héðan og heim,“
sagði Karl að síðustu, um leið og Dan opnaði.
Langt? Dan var hugsað um alla þá vegalengd, sem
nú var að baki, og honum hafði verið ætlað að ganga,
og svo reyndi hann að láta ekki svimann ná yfirhönd-
inni aftur.
Hafði honum enn orðið skyssa á? Mrnidi þessi ungi
piltur vera góður félagi? Ef hann elskaði Cindnýju,
sem hann raunar hafði játað á skrifstofunni, þá....
„Við sjáum svo til, að Cindý þurfi aldrei að hafa
leiðindi af þessu, Kalli. Segi ég ekki satt?“ sagði hann,
er hann var kominn út á stéttina. „Cindý hefur nógar
áhyggjur út af föður sínum. Alveg örvingluð. Vesalings
Cindý. Láttu hana ekki kenna á þessu, Kalli.“
„Nei.“
Þar sem hann stóð þarna reikandi á fótunum, heyrði
hann, að Karl Wright bauð snubbótt góða nótt, og
magnleysið var svo mikið, að hann gat varla staðið á
fótunum. Viðburðir næturinnar og löng, þreytandi
ganga hafði næstum því riðið honum að fullu. Þegar
afturljósin á bílnum voru horfin út í fjarskann, hélt
hann af stað yfir blauta götuna, og kuldinn beit í and-
litið.
Hann var hissa á sjálfum sér: Hvaðan hafði hann
alla þessa kænsku? Hvernig stóð á, að honumm datt í
hug að búa til slíka sögu. En mikilvægast var þó,
hvort henni hefði verið trúað.
Þótt hann ætti leið um hálfdimma, mannlausa götu,
sá hann lögreglubíl við næstu húsaröð. Hann gekk
fyrir hornið og herti gönguna. En hann áttaði sig ekki
til fulls á því, sem hann hafði séð, fyrr en hann var
kominn þrem húsalengdum lengra og rakst þá á annan
lögreglubíl, sem stóð við ísbúð. Breið, hvít rák var á
hlið bílsins, og þar gat að líta orðið: Ríkislögreglan.
Nú langaði hann mest til að taka til fótanna eftir eyði-
legri og mannlausri götunni.
Hræðilegur kvíði knúði hann áfram. Nú hafði hann
gleymt öllum líkamlegum þjáningum, bílnum gráa,
langri, ömurlegri ökuferð og Karli Wright. Hann tók
í hattinn og dró niður að augum. Hann fór allur í
axlirnar, beit saman vörunum og varaði sjálfan sig
sýknt og heilagt við að hlaupa ekki. Og ef þeir stöðva
þig, mundu þá, að þú ert drukkinn. A leiðinni heim
úr strætisvagninum. Hlauptu ekki!
Skömmu síðar sneri hann út af götunni og upp ak-
stíginn hjá húsi sínu. Þetta hafði gengið kraftaverki
næst, hann hafði ekki vitað af sér upp á síðkastið.
Ljós var í dagstofunni. Bíll Cindýjar og svo hans voru
þarna enn. Bílskúrsdyrnar voru lokaðar. Engrar hreyf-
ingar varð vart, hvorki inni í húsinu eða fyrir utan
það. Þessi djúpa kyrrð varð til þess að hann hljóp
síðustu metrana að dyrunum.
Enginn var í dagstofunni. Hverju skyldi það gegna?
Hann þreif í handfangið.
Kyrrð. Síðan heyrðist eimlest flauta í fjarlægð.
Aðeins var hægt að sjá um hluta af forstofunni.
Hann heyrði sjálfan sig kalla í hálfum hljóðum. Svo
skaut Cindýju upp. Hún gekk hratt gegnum forstof-
una. Hann heyrði hana segja: „Það er pabbi.“
En þegar hann stóð augliti til auglitis við hana, vissi
hann, að það var ekki koma hans, sem vakið hafði
þenna taugaæsing, þessa grafarþögn.
Cindý var hvít í framan. Ekki náföl, heldur hvít.
„Ralphie,“ sagði hún, og nú fyrst skalf rödd hennar.
Dan þaut framhjá henni. Það var sem orkubylgja
færi um þreytta fætur hans....
V
Andartak stóð Dan Hilliard hreyfingarlaus í forstof-
unni, stirðnaður af hræðslu yfir þeirri sjón, er við
honum blasti. Hann hafði búizt við að sjá eitthvað þessu
líkt lengi, en þegar hún blasti við honum, ætlaði hann
ekki að trúa sínum eigin augum.
Hann sá Elenóru sitja á neðsta stigaþrepinu, og svo
var hún afmynduð af skelfingu, að hann ætlaði ekki
að þekkja hana aftur. Hann heyrði Cindý stanza á bak
við sig á leið inni í dagsstofuna. Glenn Griffin hallaði
sér upp að dyrum borðstofunnar. Og í þessu kom Dan
auga á Robish sótrauðan í framan. Þessi beljaki hafði
horft upp stigann, en nú beindi hann skammbyssunni
að Dan, í sama mund gekk Dan eitt fótmál áfram, án
þess að gera sér það ljóst.
„Hvar er Ralphie?“ spurði Dan.
„Uppi,“ sagði Elenóra óðamála. „Hann sefur.“
Dökk augu Glenns Griffins voru full af hæðni. „í
þetta skipti varð ég að láta Robish taka hann til bæna.
Strákurinn reynir að spilla öllu.“
„Burt með þessa skammbyssu,“ sagði Dan þurrlega,
er honum komu í hug lögreglubílarnir í götunni.
Ef til vill var það eitthvað í lágri, en ákveðinni röddu
Dans, sem varð til þess, að Glenn Griffin rifjaði upp
ýmislegt varðandi þenna Dan Hilliard og gekk í áttina
til Robish.
„Gleymdu þessu, Robish,“ sagði Glenn Griffin, og
hafði ekki augun af Dan, og nú brá ekki fyrir brosi í
svipnum. „Kona yðar kippti þessu í lag í símanum.
Þessi kennslukonubjálfi hefur engan grun.“
38 Heima er bezt