Heima er bezt - 01.01.1957, Side 14

Heima er bezt - 01.01.1957, Side 14
Jón Sigurðsson, fulltrúi i hlaupareikningi. ríkisins. Má í því sambandi nefna lán, er deildin hefur veitt vegna áfalla af völdum óþurrka og harðinda, til raforkuframkvæmda í dreifbýlinu o. s. frv. Þá er eitt cnn ótalið, sem miklu skiptir, að Sparisjóðsdeildin veitir Ræktunarsjóði og Byggingarsjóði oft lán til bráða- birgða, sem eiga að endurgreiðast síðar, þegar tekizt hefur að útvega þeim stofnfé á annan hátt með kjör- um, sem eru betur við hæfi þeirra en fé með almenn- um bankakjörum. Sama má raunar segja um veðdeild, þótt í smærri stíl sé. Stofnlánadeildum landbunaðarins er því af þessari ástæðu og fleirum verulegur styrkur að starfsemi sparisjóðsdeilarinnar í sama banka. RÆKTUNARSJÓÐUR ÍSLANDS. Ræktunarsjóður veitir lán til margs konar fram- kværnda í landbúnaðinum, þó ekki íbúðarhúsa núorðið. Lánstíminn er í framkvæmd 10—20 ár og ársvextir 4%, og eru vextir og afborganir greiddar með jöfnum árs- greiðslum, sem nema nál. 7 1/2 % af lánsupphæðinni, ef um 20 ára lán er að ræða (7,3582). Mestur hluti lán- anna er veittur bændurn til framkvæmda á jörðum þeirra, og hefur nokkuð verið gerð grein fyrir því hér að framan, hverjar þær framkvæmdir eru. Sam- kvæmt lögum hefur sjóðurinn þó heimild til víðtæk- ari lánveitinga, t. d. til frystihúsa, sláturhúsa og mjólk- urbúa, og hefur nokkuð verið veitt af lánum til slíkra framkvæmda, þegar fé hefur verið fyrir hendi. Heimild til veitingar bústofnslána hefur hins vegar ekki verið notuð, og fjármagn fremur látið ganga til framkvæmda, enda er þar um að ræða hlutverk sjóðsins frá önd- verðu. Um tíma var nokkuð veitt af lánum til kaupa á landbúnaðarvélum, en ekki reynst gerlegt síðustu árin vegna vaxandi framkvæmda í sveitunum. Samkvæmt lögum eru landbúnaðarframkvæmdir, sem ríkisframlag er greitt til samkv. jarðræktarlögum, mæld- ar eða „teknar út“ af trúnaðarmönnum búnaðarsam- takanna og færðar á skýrslur, sem farið er eftir við útreikning jarðræktarframlagsins. Út á þessar fram- kvæmdir veitir Ræktunarsjóður lán samkvæmt skýrsl- unum eftir sérstökum reglum, ef um er sótt, og eru þau lán því lægri sem jarðræktarframlagið er hærra. Sé um framkvæmdir að ræða, sem ekki er greitt jarðræktar- framlag til (fjós, fjárhús, verkfærageymslur), er mann- virkið virt af trúnaðarmönnum bankans, sem tilnefndir eru í hverjum hreppi, og sú virðing endurskoðuð á vegum bankans. Fer lánsupphæð eftir upphæð virð- ingar. Lán þessi eru veitt gegn veði í jörðunum, og þarf veðbókarvottorð því jafnan að fylgja umsókn um lán, ásamt vottorði um „úttekt“ eða virðingu. Oftast eru útihús virt, einnig þau, sem jarðræktarframlag er greitt tiJ, og kýs bankinn þá aðferð, ef um verulegan bygg- ingarkostnað er að ræða. Margir hafa umboðsmann í Reykjavík við lántökuna, og þarf hann þá hafa skrif- legt umboð til lántöku og veðsetningar á jörð, áritað af vitundarvottum. Hér fer á eftir skýrsla um fjölda lána úr Ræktunar- sjóði, og samanl. lánsupphæðir árlega. Við athugun upphæðanna þarf auðvitað að taka tillit til breytinga, sem orðið hafa á peningagildi, og getur það þá verið góð aðferð t. d. að breyta upphæðum í kýrverð (kú- gildi) eins og það var á hverjum tíma: Bjarni Jónsson, yfirmaður í endurskoðunardeild. 12 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.