Heima er bezt - 01.01.1957, Qupperneq 41

Heima er bezt - 01.01.1957, Qupperneq 41
Dan fann, að hann varð að spyrja, hvað allt þetta ætti að þýða, en atburðarásin var of hröð. Hann sá, að Robish lét skammbyssuna síga næstum ósjálfrátt. En svo varð skyndilega svipbreyting á andliti hans, það var sem hann stirðnaði allur upp. „Þú skipar ekki leng- ur fyrir,“ sagði hann dimmri röddu.“ Hann hóf aftur upp skammbyssuna, og nú miðaði hann henni á maga Glenns Griffins. • Dan varð ekkert hissa á þessu, hann hafði alltaf haft óljósan grun um, að svona mundi fara. Nú hafði Robish gleymt Ralphie og þeim æsing, sem hann hafði hleypt honum í. Robish hugsaði málið, eitthvað var að brjótast um hið innra með honum. Glenn Griffin veitti þessu líka eftirtekt. Ef til vill hefur hann líka haft grun um, að hugsanir Robish hvörfluðu að bílnum, sem beið úti, og þeim möguleikum, sem tengdir voru við hann. Æsingin og hikið vék nú fyrir fastri ákvörð- un. Robish var í lófa lagið að drepa eitthvert þeirra eða þau öll og vera kominn út í bílinn eftir nokkrar sekúndur, og þá var þessi lamandi bið á enda, og hann þurfti ekki lengur að hlýða Glenn Griffin. En skammbyssan nálgaðist maga Glenns æ meir, fór hann að hlæja. Fyrst var hláturinn ögrandi, en er hon- um var litið á augu Robish, var sem hann missti alla stjórn á sér, og hláturinn dó út í krampakenndum sog- um. Hann bar hendurnar upp að andlitinu og færði þær fram og til baka, opnaði munninn og lokaði honum á víxl. Dan varð þess var, að hann hafði gengið eitt skref í áttina til Elenóru, en svo stirðnaði hann skyndilega upp, er Robish hrópaði: „Bærið ekki á yður, Hilliard.“ Glenn Griffin greip andann á lofti og hvíslaði: „í guðs bænum, Robish....“ Við þessi orð rak Robish upp æðiskennt, villidýrs- legt óp og gapti. „Þú hlýtur að vera brjálaður, Robish!“ Dan vissi, að Griffin hefði ekki getað sagt neitt hættulegra. Robish rak byssuna á maga Glenns með slíku afli, að hann hrökk í kút og rak upp sársaukavein. Hann hafði hallað sér upp að dyrastafnum, og nú tók hann að síga niður á gólfið, og ávallt voru hendurnar á æðis- genginni ferð um andlitið. Frá brjósti hans leið lágt kjökur, eins og bænarstuna. Atti hann nú að neyta færisins? Var ekki stundin komin? Nú var þessu að verða lokið. Allir erfiðleikar hans voru unnir fyrir gíg. Átti Dan nú að láta til skar- ar skriða? „Ég er brjálaður!“ hrópaði Robish. „Ég er brjál- aður, Griffin, nógu brjálaður til að vinna þitt skítverk. Þú, bessi afsmán, ert hershöfðinginn, er ekki svo?“ „Ég vinn sigur á þér, skýt karlinn og....“ í þessu barst til þeirra rödd ofan af loftinu: „Fleygðu byssunni á gólfið, Robish!“ Robish sneri sér við, rýndi upp í myrkrið fyrir ofan Elenóru. Ósjálfrátt hreyfði Dan sig, en ekki eins snöggt og hann hafði gert ráð fyrir. Hann gekk hægum skref- um til konu sinnar, tók utan um hana, og var í þann veginn að leiða hana frá stiganum, er Hank Griffin, sem enn var uppi, kallaði öðru sinni: „Fleygðu henni á gólfið, Robish. Nú!“ Dan fann, að megn kuldahrollur fór um Elenóru. Hann horfði á Robish og varð hissa. Hann sá, hve hann sárlangaði til að skjóta. Hann sá, að hann tók á því, sem hann átti til, er hann reyndi að bægja hugan- um frá Glenn Griffin, sem kúrði í hnipri upp við dyrastafinn. Augu Griffins voru galopin og fábjána- leg, það var engu líkara en hann áttaði sig ekki á því, sem var að gerast, fyrr en Robish fleygði byssunni á gólfið. Þarna lá hún svört og ógnþrungin, sem boðberi dauð- ans, lá þarna mitt á milli Dans og Glenns, en Robish hopaði nokkur skref aftur á bak og horfði skelfdum augum upp í myrkrið í stiganum. Elenóra hlýtur að hafa lesið hugsanir Dans, áður en hann áttaði sig á þeim sjálfur. „Nei,“ hvíslaði hún og hélt dauðahaldi í handlegg hans. „Nei, Dan!“ Engrar hreyfingar varð vart uppi í stiganum. Allt húsið virtist vera grafið í þessa þrúgandi þögn eftir allan skarkalann. Loksins teygði Glenn Griffin út hönd- ina og tók byssuna upp. Hann stóð hægt á fætur. Þessi bendingarleikur virtist ætla að halda áfram. Glenn reyndi að endurheimta mikillætið, yppti öxlum, and- aði djúpt, — en þessi andardráttur var hrollkenndur. Svo varð honum litið á Dan. Dan tók viðbragð, er þessi æðisgengnu, sneypulegu augu stóðu á honum, og velti fyrir sér, hvort honum hefði ekki orðið á meira en lítil skyssa, er hann lét ekki til skarar skríða, meðan tími vannst til. í þessu tilliti speglaðist enn hræðslan og meðvitundin um, að Dan og þau hin hefði verið sjónarvottar að þrekleysi hans. Hvað mundi svo leiða af þessu? Hvernig mundi þetta orka á athafnir Glenns Griffins? Dan heyrði dóttur sína varpa öndinni að baki sér. Um leið og Hank Griffin rauf þögnina, kom hann niður stigann. Hann nam staðar á neðsta þrepinu og leit á Robish, sem stóð hreyfingarlaus, luralegur sem björn og lét handleggina hanga niður með síðum. Því næst varð Hank litið á bróður sinn. Dan lagði fremur eyrað við einbeitninni í rödd Hanks en því, sem hann sagði: „Við skulum fara, Glenn!“ Glenn hrukkaði ennið, en sagði ekkert. „Við eigum engan annan kost, Glenn,“ sagði Hank blíðlega og íhugult. „Við getum ekki átt í höggi við þau og Robish í einu. Og ef til vill hefur lögreglan haft uppi á Helenu, símahringingin hjálpað þeim. Biðin hér er orðin of löng, Glenn. Þeir hljóta að koma hingað fyrr en síðar. Þeir eru ekki svo skyni skroppnir." „Allir lögreglumenn eru sauðir,“ sagði Glenn jafn- vingjarnlega. „Eru ekki allir heimskingjar, að þinni hyggju?“ spurði Hank Griffin. „Kennslukonan. Aðeins af því að hún hringdi og sagði, að hún vissi, að þetta væri aðeins vitleysa, barnamas, leikur. Heldur þú, að hún hafi tekið mark á orðum sínum? Og hvernig getur þú vitað nema duglegur lögreglumaður hafi staðið við hlið hennar?“ Heima er bezt 39

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.