Heima er bezt - 01.01.1957, Qupperneq 44
82) Stína hleypur til verkfræðingsins
og reynir að skýra rnálið. „Við gerðum
þetta til þess að hjálpa Jónasi,“ segir
hún með grátstafinn í kverkunum. „Við
komum hingað til þess að skila teikn-
ingunum....“
83) Allt í einu man ég eftir meðmæla-
bréfinu, sem ég fékk hjá skipstjóran-
um á strandaða skipinu. Nú dreg ég
upp plaggið og sýni verkfræðingnum.
Hann les bréfið og verður nú heldur
hýr í bragði.
84) „Þetta bréf sannfærir mig algjör-
lega,“ segir hann. „Ég treysti ykkur í
hvívetna, báðum tveim. Ég þakka ykkur
fyrir hjálpina og fullvissa ykkur um, að
þið skuluð engin frekari óþægindi hafa
af Jressu."
85) Verkfræðingurinn kveður okkur nú
með vinsemd, og við höldum heim. Það
er sem fargi af okkur létt. „Það er gott,
að þessu er lokið," segir Stína fegin.
„Það fór allt betur en á horfðist.“
86) Þegar við erum komin heimundir
aftur, heyrum við mannamál hjá eldi-
viðarskýlinu. Við leggjum við hlustimar
og þekkjum, að þetta eru Jónas og fé-
lagi hans, og þræta þeir ákaft.
87) „Þú hefuí svikið mig,“ hreytir fé-
laginn út úr sér. „Það ert þú, sem hefur
tekið teikningarnar! Reyndu ekki að
þræta!“ Jónas mótmælir: „Ég sver, að
ég er saklaus. Ég skil ekkert í þessu.“
88) Við verðum að tilkynna forsprakk-
anum þetta," segir félaginn að lokum.
„Komdu, við skulum fara.“ Þeir leggja
þegar af stað, og ég ákveð að veita þeim
eftirför.
89) Ég segi Stínu að fara og hvíla sig,
en sjálfur læðist ég á eftir þeim félög-
um. Eftir stundargöngu koma þeir að
húsi, sem stendur einstakt. Þeir guða á
gluggann.
90) Maður með gleraugu og útlend-
ingslegur í fasi kemur til dyra. Hann
ber kennsl á komumenn og biður þá
lágri röddu að ganga inn. Hann skyggn-
ist um og læsir síðan dyrunum.
42 Heima er bezt