Heima er bezt - 01.01.1957, Blaðsíða 18
Hnnnes Páls-
son, fulltrúi i
Austurbeejar-
útibúi.
að staðaldri nokkur frá ári til árs. Sama er að segja um
veðdeildina, að því leyti, sem hún hefur haft fjármagn
til umráða.
Árlegt, lögbundið framlag úr ríkissjóði til Byggingar-
sjóðs er nú 2l/2 millj. kr. og til Ræktunarsjóðs 1,6
millj. kr. Hefur Ræktunarsjóðsframlagið nýlega verið
hækkað til muna (rúml. þrefaldað). Þessir fjármunir
myndu þó hrökkva skammt. En sjóðirnir hafa að
öðru leyti fyrir atbeina Alþingis og ríkisstjórnar á ár-
unum 1947—55 fengið fjármagn sem hér segir:
RÆKTUNARSJÓÐUR.
Ræktunarsjóður: kr.
Stofnlán frá ríkinu 1947—50 ............. 10.000.000.00
Stofnlán frá ríkinu (viðbót) ............... 421.250.00
Lán af gengishagnaði 1950 (síðar eftir-
gefið) .............................. 7.089.621.70
Lán af greiðsluafgangi ríkissjóðs 1951
. (síðar eftirgefið) ..................... 7.500.000.00
Alþjóðabankalán 1951—52 ................. 10.000.000.00
Alþjóðabankalán 1953 .................... 12.951.000.00
Framlag af greiðsluafgangi ríkissjóðs 1954 8.000.000.00
Mótvirðissjóðslán (í Framkvæmdabank-
anum) 1954—55 ........................ 18.500.000.00
Lán af greiðsluafgangi ríkissjóðs 1955 .. 22.000.000.00
Samtals kr. 96.461.871.70
BYGGINGARSJÓÐUR.
By ggingarsjóður: kr.
Stofnlán frá ríkinu 1947—1948 ........... 4.899.785.70
Lán af gengishagnaði 1950 (síðar eftir-
gefið) ............................... 7.089.621.70
Lán af greiðsluafgangi ríkissjóðs 1951
(síðar eftirgefið) ................... 7.500.000.00
Alþjóðabankalán 1951—52 .................. 6.445.942.01
Alþjóðabankalán 1953 .................... 9.000.000.00
Mótvirðissjóðslán (í Framkvæmdabank-
anum) 1954 ............................ 3.000.000.00
Lán úr hinu almenria veðlánakerfi 1955 12.000.000.00
Samtals kr. 49.935.349.41
Veðdeildin hefur fengið til útlána af greiðsluafgangi
ríkisins 1951, 1954 og 1955 samtals 7 millj. kr. Eru
þetta ríkislán til deildarinnar, nema 1 millj. kr. frá 1951,
sem síðar var eftir gefið með lögum um leið og nokkr-
um framangreindum lánum til Ræktunar- og Bygg-
ingarsjóðs var breytt á sama hátt í óafturkræf framlög
(gefin eftir).
Byggingarsjóður og Ræktunarsjóður eiga mjög örð-
ugt með að starfa með venjulegu lánuðu fjármagni,
nema þá mjög takmarkað. Liggur þetta í augum uppi,
er þess er gætt, að Byggingarsjóður lánar yfirleitt til 42
ára með 314% ársvöxtum og Ræktunarsjóður til 20 ára
með 4% ársvöxtum, en lán til starfsemi sinnar geta sjóð-
irnir yfirleitt aðeins fengið með mun skemmri lánstíma
og hærri vöxtum. Hér myndast því árlegur tekjuhalli
og þó einkum greiðsluhalli, ef um lánað fjármagn er
að ræða, og óhjákvæmilegt að mæta því með eigin
fjármagni, þ. e. óafturkræfu framlagi annars staðar frá.
Eins og fyrr var sagt, var Búnaðarbankinn opnaður
til afgreiðslu 1. júlí 1930. Skrifstofuhús ríkisins, Arnar-
hvoll í Reykjavík, var þá nýbyggt, og fékk bankinn
þar húsrúm á 1. hæð. Bankastjórarnir þrír, sem þarna
tóku til starfa, voru dr. Páll E. Ólason, aðalbanka-
stjóri, hinn þjóðkunni sagnfræðingur, Bjarni Ásgeirs-
son, alþm., síðar ráðherra og sendiherra, og Pétur
Magnússon, hæstaréttarlögmaður, síðar alþm. og ráð-
herra. Fyrstu starfsmennirnir í bankanum að öðru leyti
voru Þórður heitinn Sveinsson, fyrsti aðalbókari bank-
ans, Þorsteinn heitinn Sigurgeirsson, fyrsti féhirðir
bankans, og séra Magnús Þorsteinsson, sem enn er á
lífi, nú áttræður að aldri, og er hann enn starfandi í
bankanum. Dr. Páll lét af starfi í bankanum árið 1932,
og varð Tryggvi Þórhallsson, fyrrv. forsætisráðherra,
þá aðalbankastjóri til 1936, en hann andaðist á því ári.
Bjarni Ásgeirsson var þá settur aðalbankastjóri um tíma.
En síðar á sama ári var Hilmar Stefánsson útibússtjóri
Landsbankans á Selfossi skipaður aðalbankastjóri, og
hefur verið bankastjóri síðan, í 20 ár. Hann er nú löngu
þjóðkunnur maður og nýtur álits og vinsælda í starfi
sínu, þótt vandasamt sé og ekki verði öllum til hæfis
gert.
16 Heima er bezt