Heima er bezt - 01.01.1957, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.01.1957, Blaðsíða 35
hlátri konungs, náfölnaði, en hreyfði sig ekki á stóln- um. „Okkar elskulegu vinir, Tyrkirnir, eru þín megin,“ sagði konungur, „og það má varla við því búast, að ég geti bæði keppt gegn þér og gegn þrjátíu þúsund- um heiðingja, einkum fyrst þið notið svona kröftug vopn. Þetta er í fyrsta sinni, að ég hef séð skák teflda með byssum.“ „Herra konungur,“ mælti Grothusen, og var áhug- inn á skáklistinni talsvert farinn að dofna hjá honum, er óviðkomandi menn voru þannig farnir að blanda sér inn í taflið, „forlögin eru okkur andvíg í dag, vill ekki yðar hátign koma út og finna eitthvað ráð til að bægja þessum ónæðissömu Tyrkjum hæfilega langt frá?“ „Bíddu augnablik við, raggeitin þín,“ sagði kon- ungur og í glensi, „og láttu mig sjá, hvort taflið mitt stendur ekki svo vel enn, að ég geti komizt af, þó ég verði að missa horngrýtis peðið líka. Nú sé ég það. Mér er sönn ánægja að tilkynna mát í fimm leikjum.“ S VART Stöðumynd III. Hvitur mátar i fimmta leik. Karl konungur vildi ekki leyfa Grothusen að fara út úr herberginu fyrr en hann var búinn að ráða þessa þraut. Ef til vill hefur það verið af því, að hann hefur óttast, að hann yrði neyddur til að heyja annað eins skákþing, að ráðgjafinn einum eða tveimur dögum síðar fór úr herbúðunum og gekk í flokk með Svíum þeim, er eins og Tyrkir vildu neyða konung til að hætta þessu starfslausa lífi og snúa aftur til ríkis síns, er nú var konungslaust. (Úr „f Uppnámi.) Fr. Ól. Heilabrot eftir Zophonias Pétursson Lausnir á þrautum í síðasta hefti SKIPTA UM GAFL Á HÚSI BRIDGE. Við skulum strax útiloka þann möguleika, að austur sé með öll trompin, því þá væri ekki hægt að vinna spilið. Hinsvegar er rétt að álíta, að hann eigi fjögur tromp, og laufkóng. Laufsvínun ætti því að heppnast. Við spilum því spilið með það fyrir augum, að trompin skiftist 4—1. Hafi vestur blankan gosa eða blanka tíu, þarf ekki að svína nema einu sinni trompi. Til þess nægir innkoma á trompdrottningu, og síðan notum við spaðaás til að svína fyrir laufkóng. Sé austur með tvist eða fjarka einan í trompi, þá er spilið tapað, því að við eigum ekki nægar innkomur á blind til að ráða við þá legu. Sé hinsvegar sjöið blankt hjá vestri, þá er hægt að vinria spilið, ef varlega er farið. Það gerum við með því að spila fyrst trompníu að heiman og tökum á drottninguna. Þannig vinnum við spilið, ef vestur á, þó ekki sé nema sjöið blankt. Síðan spilum við trompáttu og austur verður að láta hátt spil. Þarnæst tökum við á spaðaás, og spilum tromp- sexi. Taki austur ekki, þá svínum við næst laufi, því nú þarf ekki að svína trompi lengur, en setji hann hátt, þá tökum við slaginn, og spilum tompþrist og tökum á fimmið! ÞORPIÐ. Landið var Ekvator. Það var dálítil hjálp, því þorpið er á miðjarðarlínu. Heima er bezt 33

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.