Heima er bezt - 01.01.1957, Blaðsíða 16
Þórhallur Tryggvason, skrifstofustjóri.
BYGGINGARSJÓÐUR.
Um íbúðarhúsin í sveitum gegnir öðru máli. Hægt
er að gera sér nokkurn veginn glögga grein fyrir tölu
þeirra íbúðarhúsa, sem Byggingarsjóður hefur veitt lán
til. Þau mega heita jafnmörg og lánin. Þetta fer þó
ekki alveg saman, því að fyrir hefur komið í seinni tíð,
að veitt hafa verið viðbótarlán til viðbygginga við hús,
sem í öndverðu hafa verið byggð með aðstoð Bygg-
ingarsjóðs. En slík tilfelli eru tiltölulega mjög fá.
Lánveitingar úr byggingarsjóði hafa verið sem hér
segir:
Tala og upphæð lána úr Byggingarsjóði.
Ár Tala lána Upphœð
1929 63 356.300
1930 99 776.200
1931 55 506.400
1932 10 143.000
1933 33 157.700
1934 31 166.700
1935 53 227.600
1936 39 192.225
1937 57 208.685
1938 103 356.500
1939 115 425.800
1940 28 124,540
1941 7 38.600
1942 22 102.200
1943 16 110.300
1944 ...........
1945 ...........
1946 ...........
1947 ...........
1948 ..........
1949 ..........
1950 ...........
1951 ..........
1952 ...........
1953 ...........
1954 .......
1955 .......
Samtals 1929-1955 ..
31 206.100
37 311.700
29 247.800
214 4.944.700
161 5.489.800
177 5.863.500
205 7.355.600
183 8.669.500
191 9.926.000
173 8.978.500
205 10.335.500
173 9.755.000
2510 75.976.450
Lán út á íbúðarhús úr steinsteypu eru veitt til 42
ára, en út á hús úr öðru efni (timbur, asbest) til skemmri
tíma. Ársvextir eru 3 1/2 %, en árgreiðsla (vextir og
afborganir) af 42 ára láni er rúml. 4 1/2 % (4,5798)
af lánsupphæðinni. Upphæð hvers láns er nú allt að
75 þús. kr.
í sambandi við lánin úr Byggingarsjóði er nauðsyn-
legt að gera grein fyrir teiknistofu landbúnaðarins, sem
starfað hefur á vegum Búnaðarbankans (áður Bygg-
ingar- og landnámssj.), fyrstu árin undir stjórn Jóhanns
heitins Kristjánssonar, en síðan (eða um 20 ár) undir
stjórn Þóris Baldvinssonar. Þegar ákveðið er að endur-
byggja íbúðarhús á jörð eða reisa nýbýli, er venjulega
rætt við teiknistofuna og fenginn uppdráttur þaðan.
Slíkir uppdrættir eru látnir í té ókeypis, og sama er að
segja um uppdrætti að útihúsum. Þegar íbúðarhús er
komið undir þak, er hægt að fá fyrsta hluta lánsins
Finnbogi Sigurðsson, fulltrúi i lánadeild.
14 Heima er bezt