Heima er bezt - 01.01.1957, Qupperneq 39
Nrú fyrst tók Dan alvarlega að íhuga, hver ætl-
unin var fyrir Karli Wright. Hvað mikið
skyldi hann vita? Hverjar skyldu getgátur
hans vera? Og hvaða þýðingu gátu þær haft?
Eitt var Dan fullljóst: Hann varð á einhvern hátt að
koma í veg fyrir, að Karl æki honum alla leið heim.
Dan langaði til að loka augunum aftur til að slaka
á spennunni og fá hvíld. Hann hafði innt af höndum
hlutverk sitt. Hann hafði gert allt, sem í hans valdi
stóð. Var það þá ekki sanngjarnt, að hann fengi þessa
fárra mínútna hvíld?
En einmitt þegar hann vann sigur á þessari freist-
ingu með því að taka á öllu, sem hann átti til, urðu
slóttugheitin öllu öðru yfirsterkari. Pilturinn vildi fá
skýringu, og hann varð að fá hana. Hann var þrjózkur,
hann vildi komast inn í húsið og spyrja, hvernig þessu
öllu væri varið. Ágætt, Dan skyldi þá svo sannarlega
gefa honum skýringu.
Elugsuninni skaut allt í einu upp í höfði honum.
„Þú býrð líklega ekki svo vel að eiga brennivínsdreyt-
il?“ spurði Dan.
Hann heyrði, að Karl tók andköf. Hann gaf mann-
inum auga í laumi, sá hann öpna munninn og loka
honum aftur.
„Ekki dropa,“ sagði Karl rólega.
Dan gætti þess að látast ekki vera drukkinn. „Fjand-
ans vandræði,“ sagði hann. „Ég hélt, Kalli, að þú værir
einn af þeim, sem eru fornbýlir á það, sem geyma má
í brjóstvasanum. En eins og það sé nokkurn tíma hægt
að þekkja menn til hlítar?“
„Nei, það er víst erfitt,“ svaraði Karl spaklega.
„Nú skal ég segja þér eitt, Kalli,“ sagði Dan, „þar
sem þú hefur kynnzt þessu óverulega fjölskylduleynd-
armáli mínu, getur þú sloppið við að aka mér heim.
Lofaðu mér að fara út við vínverzlunina í Bread Ripple.
Ég geng svo þaðan heim.“
„Eins og yður þóknast, herra HiIIiard."
„Þetta kemur vonandi ekki yfir þig eins og reiðar-
slag, Kalli? Þú ferð ekki að lítilsvirða Cindýju vegna
þessa? Maður í minni stöðu.... alveg leynilegt. Ég
fer mér alltaf hægt. Þú kynntist hverfinu, sem ég var í
í nótt? Þar þekkir auðvitað enginn maður mig. Ann-
ars er þetta bezta fólk. Ég er enginn höfðingjasleikja.“
Hann þagnaði, því að hann vildi ekki eiga á hættu,
að segja of mikið. Áhrifa þessara orða gætti þegar á
Karli, hann var hörkulegur á svipinn og með saman-
bitnar varir.
En hverju hafði hann gleymt? Heili hans var ekki
vel starfhæfur.
Heima er bezt 37