Heima er bezt - 01.01.1957, Side 30

Heima er bezt - 01.01.1957, Side 30
Jósafatsdóttur, móður Helgu Baldvinsdóttur skáldkonu, er kallaði sig Undínu. Jósafat var hálfbróðir séra Jó- hannesar á Kvennabrekku í Dölum. Beitir engi, treður tún trassafenginn kauði, sefur lengi hann og hún, hirðir enginn sauði. Þessi vísa er með fyrstu vísum, sem ég man eftir, að farið var með, og mun hún landfleyg vera. Svein- björn Benteinsson telur hana gamlan húsgang og segir hana eftir Þorlák Þórarinsson, og sé hún úr kvæði eftir hann, sem heitir — Þagnarmál —. Flafi hann ort það, þegar hann var 16 ára, þá skólapiltur á Hólum 1728. Þær koma í hugann ein af annari, eins og gamlir ' vinir frá liðnum tíma, og heimta sinn rétt á þessum blöðum, úr því að hin var tekin: Súptu á aftur, Siggi minn, sætt er á þessum kúti. Hálfur komstu hingað inn, hálfur liggurðu úti. Ekki er mér kunnugt um höfund. En vísan er áreið- anlega gömul, þótt ekki sjáist mikil ellimörk á henni enn þá, að minnsta kosti í Dölum vestur. Og þá er bezt, að hér komi önnur, sem lifir þar ekki síður góðu lífi, þótt komin sé til ára sinna: í nefið taka nú er mál, nenni ei vaka lengur. Heldur slaka hef ég sál, hún til baka gengur. Heyrt hef ég suma hafa þessa vísu öðruvísi, en ekki * er mér kunnugt um, hvort er réttara haft eftir höf- undi, því hann er óþekktur: I nefið taka nú er mál, nenni ei vaka lengur. Heldur slaka hef ég sál, húm til baka gengur. (Það byrjar að birta aftur.) Fáum dögum eftir, að ég hafði skrásett vísu þessa, hitti ég verkamann, hér í Reykjavík, Bjarna Guð- mundsson að nafni. Barst þá áðurnefnd vísa í tal, og segir hann, að vísan sé eftir föður sinn, Guðmund Semingsson, sem bjó á Skinnastöðum í Húnavatns- sýslu. Bjarni segist aldrei hafa heyrt vísuna öðru vísi en: Hún til baka gengur —. Bjarni Guðmundsson ólst upp hjá Þórarni Jónssyni, alþingismanni á Hjaltabakka. Þá kemur hér vísa, sem víða mun þekkt. Snæbjörn Jónsson telur hana eftir Hannes stutta. Hafði hann gert hana, er hann kom eitt sinn að Spákelsstöðum í Dölum, Og var honum borið þar kaffi í bolla, er gylltur var á börmunum. Og varð hann mjög hrifinn af og þótti við sig haft: Kaffið búið kostunum kæfir lúa í sönsunum, hjá blíðri frú og bóndanum bergi ég nú á gullskálum. Þá koma hér vísur eftir Jón Árnason á Víðimýri, sem ég hevrði oft kveðnar í Dölum hér áður fyrr, eða fram til 1930—35. Ekki var mér þá kunnugt um það, hver hefði gert þær. Það var alveg núna nýlega, sem ég sá þær á prenti í Ijóðabók hans, gefin út á Akureyri 1879. Mun hún nú orðin í fárra höndum. Þá kemur hér ein, fyrsta vísan af fjórum samstæðum: Þótt ég lengi þar og hér þambi áfengan bjórinn, þekkir enginn ýta, mér að hvar þrengir skórinn. Það er sagt, að eitt sinn hafi Jón verið á ferð, ásamt fleirum, og hafi hann þá farið heim á bæ einn til þess að fá sér að drekka. Húsfreyjan þar hét Þórdís, og þótti hún skörungur mikill, en sagt var, að hún gerði sér mannamun með móttökur, eftir því hvern bæri þar að garði. Þegar Jón kom aftur til félaga sinna, kvað hann: Það var ekki þraut né pín Þórdísi að finna, mér gaf þekkust menjalín mjólk að drekka og brennivín. Þessa vísu gerði hann á ferðalagi: Nú er bágt að bjarga sér, bilar mátt í leynum; svarta nátt að sjónum ber, segir fátt af einum. í annað skipti var hann á ferð, er hann kvað eftir- farandi vísu. Hún var áreiðanlega oftast kveðin í Laxárdal í Döl- um af þessum vísum Jóns, er þar lifðu: Fyrir allt mitt ferðalag fæ ég litla borgun; nú má ekki drekka í dag, ef duga skal á morgun. Hún er ein af þeim fáu, sem ekkert er afbökuð, eins og það er kallað. Hún er nákvæmlega orði til orðs eins og ég lærði hana fyrst, þegar ég var unglingur. Oft eru það eitt eða tvö orð, sem breytt er um, og stundum orðaröð. Og er það alls ekki undarlegt, þegar um gamlar vísur er að ræða, sem ganga manna á milli og flestir þeirra aldrei séð vísurnar á prenti. 28 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.