Heima er bezt - 01.01.1957, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.01.1957, Blaðsíða 7
gréti fjórum sinnum veitt verðlaun fyrir listræni skrúð- garðs henuar í höfuðstaðnum. Tryggvi Þórhallsson hafði stofnsett Búnaðarbankann í byrjun þeirrar miklu kreppu, sem þjakaði þjóðina frá 1930, þar til nýtt stríð veitti áður óþekktu fjármagni inn í landið. Tryggvi hafði sýnt mikinn stórhug og dirfsku við stofnun Búnaðarbankans. Hann vissi, að bankinn yrði fyrst í stað, ef til vill árum saman, eins og barn í reifum, þangað til hann gæti náð veru- legum þroska. En Tryggvi trúði á bændurna, íslenzka mold og glæsilegan sveitabúskap. Hann vissi, að bænda- stéttin gat ekki tekið þátt í nútíma-lífsbaráttu nema með því að hafa aðgang að miklu fjármagni. Stofnun Bún- aðarbankans er eingöngu verk Tryggva Þórhallssonar, og hann stýrði þessari fjárvana lánsstofnun í nokkur missiri við hin erfiðustu skilyrði. — Tryggvi andaðist sumarið 1935. Fjárkreppan var í algleymingi. Fram- tíðarlíf Búnaðarbankans var komið undir því, að þar fengist til forystu leiðtogi, sem vildi og gæti gert óska- draum Tryggva að veruleika. Og þetta tókst. Hilmar Stefánsson varð fyrir valinu og tók við forstöðu bank- ans haustið 1935. Aðkoman var erfið. Afbrýðisamur þingflokkur hafði eftir nokkur átök ákveðið, að við þessa lánsstofnun bændanna skyldi vera einn aðalbankastjóri og tveir að- stoðarbankastjórar til að gæta þess, að í pólitísku tafli stjórnmálamannanna skyldi engri hlutdrægni beitt. Auk bankastjóranna voru þrír aðrir starfsmenn í stofnun- inni: gjaldkeri, bókari og einn til afgreiðslu. Þegar Hilmar tók við stjórn bankans, var fvrsta verk hans að reiða af höndum fé úr rýrum sjóðum til að ljúka kreppulánum. Að öðru leyti var aðstaðan sú, að útlán frá undangengnum árum voru alls 16 millj. kr., nær því enginn sparisjóður og lítið handbært fé, nema ríkisframlög í fasta sjóði. Eftir 20 ár er þetta stórlega breytt ti! betri vegar. Bankinn á nú í útlánum 500 mill-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.