Heima er bezt - 01.01.1957, Blaðsíða 12
Bankaráð, ásamt bankastjóra.
í málinu í neðri deild, 18. febr. í frumvarpinu var gert
ráð fyrir, að bankinn héti „Landbúnaðarbanki íslands“,
en nafnið styttist í meðferð þingsins. Samkv. lögum
skyldu vera þrír bankastjórar, og voru þeir skipaðir
um áramótin 1929—30, en bankinn sem slíkur var opn-
aður til afgreiðslu 1. júlí 1930, rétt eftir alþingishátíð-
ina. í desember sama ár opnaði bankinn útibú sitt á
Akureyri. Hefur Bernharð Stefánsson alþm. verið þar
útibússtjóri frá öndverðu.
Samkvæmt lögunum frá 1929 var ætlazt til, að bank-
inn starfaði í 6 deildum, og voru þær þessar:
1. Sparisjóðs- og rekstrarlánadeild.
2. Veðdeild.
3. Bústofnslánadeild.
4. Ræktunarsjóður íslands.
5. Lánadeild smábýla við kaupstaði og kauptún.
6. Byggingar- og landnámssjóður.
Tvær af þessum deildum voru starfandi áður en
Búnaðarbanldnn var stofnaður: Ræktunarsjóður íslands,
sem var í rauninni stofnaður árið 1900, en endurskipu-
lagður og efldur árið 1925, og Byggingar- og land-
námssjóður, sem var stofnaður með lögum 1928. En
með stofnun Búnaðarbankans og framkvæmd þeirrar
stefnu í landbúnaðarmálum, sem starfsemi hans er tengd
við, var þeim sköpuð ný aðstaða og stoðir þeirra treyst-
ar. Fjármagn veðdeildar hefur jafnan verið lítið, enda
lá starfsemi hennar lengi niðri, en hefur þó verið bænd-
um nokkur stuðningur öðru hverju í seinni tíð. Bú-
stofnslánadeildin tók aldrei til starfa og var síðar num-
in úr lögum. Starfsemi smábýladeildar varð lítil, og
10 Heima er bezt