Heima er bezt - 01.01.1957, Side 23

Heima er bezt - 01.01.1957, Side 23
að vel sást yfir. En vélin lækkar flugið, og vér lendum á Idleivild-flugvelli í útjaðri borgasamsteypunnar á Long Island. Ameríku heilsað. Loksins var þá aftur fast land undir fótum, og við fengum að ganga tálmunarlaust í land, og stíga fótum í hinn nýja heim. Um leið og komið var út úr flug- vélinni Iagði móti okkur hlýjan, rakan loftstraum lík- astan því, að stigið vaeri inni í gufubaðstofu. Mér varð þungt um andardráttinn, og var lostinn óhug við þá tilhugsun, að þurfa að dvelja, ef til vill vikum saman, í slíku andrúmslofti. En ekki var tími til að gera sér grillur út af því og varla til að þurrka af sér svitann. Við urðum að hraða okkur eins og aðrir gegnum vega- bréfaskoðun og eftirlit, sem ég af gömlum vana hafði einhverja andúð á. En áður en röðin kæmi að okkur, kom til okkar sendimaður frá Education Council, en svo nefndist stofun sú, er annast viðtöku boðsgesta Bandaríkjastjórnar. Tók hann okkur undir sinn vernd- arvæng, og með leiðsögn hans fórum við leikandi gegn- um vegabréfaskoðun, og höfðum upp á farangri okkar í hinni iðandi kös afgreiðslusalarins. Síðan kom þessi hjálparandi okkur upp í strætisvagn, sem flutti okkur inn í borgina, og gaf okkur leiðbeiningar um, hvernig við mættum komast áleiðis til Pennsylvaníubrautar- stöðvar, en þaðan var ferð okkar heitið til Washington. Þótt hratt væri ekið, fengum við nokkra svipmynd af New York. Meðan ekið er gegnum úthverfin, eru hús- in lág og víða dreifð, einbýlishús með allstórum lóð- um, en bygðin þéttist, og eftir að komið er inn á Man- hattan, er sem komið sé í gljúfragöng milli skýjakljúf- anna, og jafnframt er komið í hinn iðandi, óstöðvandi straum bílanna. Allt þetta var einhvernveginn ótrúlegt og líkast draum. í gær norður í Austurstræti en í dag akandi eftir miðri New Yorkborg. Allt gekk slysalaust til járnbrautarstöðvarinnar. Vegna einhvers misskilnings skildu nú leiðir okkar Jóhanns í bili. Hann fór með fyrstu lest áleiðis til Washington, en ég beið í klukkutíma. Ekki sá ég mér fært að hreyfa mig út af járnbrautarstöðinni, en tók mér þar sæti og fór nú loks að líta í kringum mig. Margt þótti mér um manninn úti í flughöfninni, en hálfu meiri var ösin hér, og mislitur hópurinn. Flugu mér í hug ummæli Matthíasar um fólkið í Ameríku, að þar er bjart fólk, þar er grátt, þar er bröndótt, þar er svart fólk, þar er blátt, þar er röndótt, þótt ekki verði lýsingin tekin bókstaflega, þá verður hópnum varla betur lýst. Því að þarna voru svertingjar í öllum litbrigðum, frá móbrúnum upp í kolsvarta, skakkeygir, gulir mongólar, og hvítit menn af öllu tagi, nema ekki sást bláeygur og bjarthærður skandin- avi. Tíminn leið, ég horfði á fólkið og gat mér til um, hvað hver einn væri, þambaði appelsínu-safa, því að þorstinn var að drepa mig, og ekkert fékkst þar annað of drykkjartagi, og vatnið þótti mér ódrekkandi fyrst í stað vegna klórbragðs. En drykkjarvatn er alls staðar í Ameríku hreinsað með klóri, og venst maður því furðanlega. Fyrr en varði var stundin komin, ég gekk niður í brautarpallinn, og að vagni mínum. Kolsvartur negri í hvítum jakka tók við farangri mínum og leiddi mig til sætis í mjúkum hægindastól, því að fenginn var mér fyrsta farrýmis vagn, en þar eru stólar á borð við það, sem vér eigum að venjast í bestu stofum góðra borgara. Ósjálfrátt rifjuðust upp fyrir mér atvik úr reyfurum, sem ég las í bernsku um hina fínu auð- mannavagna í Bandaríkjunum, og hefði mig vart órað fyrir því, að fyrir mér mundi liggja að ferðast í slík- um farartækjum. En: Nú er bezt að njóta þess að nóg er til að sinni, niður á flauels fjaðrasess fleygi eg hátign minni, eins og Þorsteinn Erlingsson kvað. Ég lét fara sem bezt um mig, og tók að lesa Hand- book for trawellers in LT.S.A., sem upplýsingaþjónust- an í Reykjavík fékk mér í hendur, en í því kveri var að finna allan mögulegan fróðleik, sem ferðamanni kemur bezt að haldi, svo að hann verði ekki að undri meðal Ameríkumanna, og naut ég þess fróðleiks oft síðan. Margt var að sjá út um gluggann. Lengstum er ekið framhjá borgum og þorpum, en stundum liggur leiðin um sveit með bændabýlum, með maísekrum og grasvöllum, og á nokkrum stöðum voru kýr á beit, mátti það kallast hvíld fyrir augað frá húsum, verk- smiðjum og bílum og aftur bílum. En skyndilega skall á þrumuveður með svo óhemjulegri rigningu, að næst- um því varð eins dimmt og í þéttings mikilli hríð heima á íslandi. En áfram þaut lestin, og loks var numið stað- ar í Washington, og voru þá liðnar um 20 klukku- stundir frá því lagt var af stað frá Keflavík. Jóhann beið mín á stöðinni, og innan skamms höfðum við komið okkur fyrir á gistihúsum þeim, sem okkur voru fengin, og farnir að skoða okkur um í Washington, en gott var að komast í bólið um kveldið eftir hinn viðburðaríka sólarhring, og gaman að vakna næsta dag í nýjum heimi. DVALIÐ í WASHINGTON. Allir boðsgestir Bandaríkjastjórnar byrja dvöl sína í Washington, áður en ferðalag þeirra um landið hefst. Er það bæði til þess að gefa þeim kost á að kynnast höfuð- borginni og átta sig á máli og landsvenjum, auk þess sem undirbúningurferðaáætlunar tekur nokkum tíma.Hverj- um gesti er vísað til einhverrar þeirrar skrifstofu, sem með þessi mál fer, og fær hann þar ráðunaut og leiðbein- anda. Leiðbeinandi minn hét Jerome F. Margolius, ung- Heima er bezt 21

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.