Heima er bezt - 01.01.1957, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.01.1957, Qupperneq 17
útborgaðan, ef lánskjöl eru í lagi. Virðing þarf ekki að fara fram á íbúðarhúsi, sem byggt er eftir upp- drætti, en teiknistofan lætur mönnum í té prentuð spurninga-eyðublöð, sem byggingarnefnd hlutaðeigandi hreppa útfyllir. Lánið er svo borgað út smátt og smátt, eftir því sem verki miðar áfram, samkv. eyðublaðavott- orðum, og gengið frá fullnaðarláni, þegar húsið er full- gert. Eftir það ber lánið lögbundna vexti, en af út- borgunum, sem áður hafa farið fram, eru greiddir hærri vextir. Á teiknistofunni er jafnan fyrir hendi fjöldi upp- drátta, sem gerðir hafa verið smátt og smátt, síðan starfsemi skrifstofunnar hófst fyrir nálega 30 árum. Er þar úr miklu að velja. Það mun vera alger misskiln- ingur, sem stundum heyrist, að teiknistofan eða bank- inn hvetji menn til að byggja stór hús eða geri það að skilyrði fyrir lánunum. Þvert á móti munu þessir að- ilar hafa áhuga fyrir því, að lántakendur reisi sér ekki hurðarás um öxl. VEÐDEILD. Lán úr veðdeild eru veitt til 30 ára með 5 1/2% ársvöxtum. Árgreiðslur eru nál. 7 % af lánsupphæð- inni (6,8805). Hámarkslán undanfarin ár mun hafa verið 35 þús. kr., en mjög oft mun lægri en það. Eins og fyrr var sagt, eru veðdeildarlán fá, og eftirspurn hvergi nærri fullnægt. Hins vegar hafa Byggingar- sjóður og Ræktunarsjóður undanfarið yfirleitt getað veitt þeim hændum lán til framkvæmda, sem um það Bernharð Stefánsson, útibússtjóri, Akureyri. hafa sótt, ef skilyrðum hefur verið fullnægt, þ. e. lánskjöl í lagi o. s. frv. En óvíst er, hvort þetta tekst á komandi árum, enda framkvæmdir og eftirspurn mjög vaxandi. Landnám ríkisins, sem hefur aðsetur í Búnaðarbanka- húsinu, er í nánum tengslum við Búnaðarbankann, en um starfsemi þess gilda sérstök lög, og til hennar er veitt fé úr ríkissjóði samkvæmt þeim lögum. Land- nám ríkisins veitir styrki til ræktunar á nýbýlum, en lán eru veitt nýbýlingum úr deildum Búnaðarbankans eftir sömu reglum og öðrum bændum, þegar nýbýli hafa verið löglega stofnuð undir umsjón þeirra, sem með landnámsmálin fara. Landnámsstjóri er Pálmi Einarsson, fyrrv. jarðræktar- ráðunautur Bf. íslands. Að öðru leyti verður nýbýla- starfsemin ekki rædd hér, enda væri það langt mál. FJÁRMAGN BÚNAÐARBANKANS. Um fjármagn Sparisjóðsdeildar og hvernig það er fengið og ávaxtað, hefur áður verið rætt. Þar er um almenna bankastarfsemi að ræða. Öðru máli gegnir um Byggingarsjóð, og Ræktunarsjóð. Fjármágns til þeirra hefur verið aflað á hverjum tíma með sérstökum lög- gjafarákvæðum og stjómarráðstöfunum, að öðru leyti en því sem Sparisjóðsdeild hefur hlaupið undir bagga með lánum, sem veitt hafa verið til bráðabirgða, en þó Heima er bezt 15

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.