Heima er bezt - 01.01.1957, Side 32

Heima er bezt - 01.01.1957, Side 32
Frá Þingvöllum. FERÐALÖG OG FAGRAR MINNINGAR Nú er fjárhagur æskumanna vfirleitt svo góður, að flestir geta veitt sér þann unað að ferðast eitthvað á frí- dögum sínum. Ferðalög eru þroskandi, og þau skilja eftir góðar minningar. En nokkur vandi er að velja sér „ferðaleiðir11, ef svo mætti að orði komast. Oft ræður fjárhagurinn mestu um það, hvert farið er. Ferðir til annarra landa eru nú mjög í tízku, og ótrúlega margir unglingar fá tækifæri til að taka þátt í slíkum skemmti- ferðum. Það er líka athugulum ferðamanni óblandin nautn að ferðast um ókunn lönd, sjá fagurt landslag, fjölmennar borgir og fagrar byggingar. En ég vil þó vekja athygli á því, að hægt er að njóta ferðagleði, þótt skammt sé farið. Ekki kunna allir þá list að njóta ferða- gleði, þegar skammt er farið, en gönguferðir um ná- lægar byggðir og fjöll geta þó verið mjög heillandi í glöðum vinahópi. Dagbókin og myndavélin eru ágætir félagar í öllum ferðalögum. Lítil mynd eða snjöll setn- ing, rituð í hrifningu á fögrum stað, eru leiðarmerki minninganna, þegar ferðin er rifjuð upp í einrúmi eða með góðum ferðafélögum. Á sjúkrabeði eða sorgar- stundum getur dagbókin og myndin veitt sanna gleði og endurspeglað ljúfar stundir. Ég vil rifja hér upp eina ferðaminningu úr mínu eigin lífi, til að styðja mál mitt. Sumarið 1930 var minnzt þúsund ára afmælis Alþingis með hátíð á Þingvöllum. Ég sótti þessa minnisstæðu minningarhátíð og fór þangað ríðandi í góðum vina- hópi um fagrar byggðir Borgarfjarðar, um Lundar- reykjadal og Uxahryggi, á Þingvöll. Veður var kyrrt og hlýtt, daginn sem þangað var komið og útsýn fögur, þótt ekki skini sól. Tvær myndir eru mér ógleymanlegar frá komunni til Þingvalla þennan dag. Sú fyrri er útsýn frá Meyjarsæti yfir Þingvallabyggð, en hin er tjald- borgin mikla á Leirunum. Slíka sjón hef ég aldrei séð, hvorki fyrr né síðar. Þarna var skipulega reist tjald- borg fyrir 20—30 þúsund manns og auk þess nokkur risavaxin samkomutjöld. Þessi sýn var líkari ævintýri en veruleika. Um haustið var ég alllengi rúmfastur. Minningar frá Þingvallahátíðinni voru vér þá kærkominn gleðigjafi. Mig dreymdi á Þingvöll um nætur og ég „lifði“ alla hátíðina í huganum á andvökunóttum og einverustund- um. Ætíð koma mér þessar minningar í huga, ef ég kem á Þingvöll eða sé þaðan fagrar myndir eða mál- verk. — Ég hef átt þess kost að ferðast mikið síðan þetta gerðist, og í hverri ferð hef ég eignazt góðar minning- ar, en ef til vill eru minningamar ekki eins ljóslifandi, þegar mikið er ferðazt, eins og þegar sjaldan er farið í ferðir. ÖRNEFNI OG ÍSLENZKT MÁL Á skemmtiferðum um landið, einkum síðan hraðinn óx, eru margir æskumenn tómlátir um örnefni og sögu- lega merka staði, enda er hraðinn of mikill til þess að örnefni lærist eða festist í minni. Aðrir spyrja jafnan um örnefni og'bæjanöfn og skrifa niður hjá sér. Tómas Guðmundsson skáld gerir í eínu kvæði sínu góðlátlegt gaman að örnefna-spurningum ferðamanna. Þar er þessi alþekkta Ijóðlína: „Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt.“ — Ekki breytist fegurðin neitt við það, þótt maður viti ekki nafn á fjallstindi eða fögm dalverpi, og fallandi fossinn er jafn fagur og stórfeng- legur, þótt ég viti ekki nafn hans, en eftir íslenzkum hugsunarhætti og erfðavenjum vantar þó mikið á, ef 30 Heima er bezt.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.