Heima er bezt - 01.01.1957, Side 28
GAMLIR KUNNINGJAR
Eftir ]ÓH. ÁSGEIRSSON
SÍÐARI HLUTI
Á kemur hér sú vísa, sem löngu er landfleyg orð-
in. Og hafa víst margir hana kveðið, þegar lund-
in var Iétt og einhver von um það, að Bakkus
væri með í ferðinni.
Hún hefur verið eignuð Jóni á Þingeyrum og einnig
Jóni Þorvaldssyni á Geirastöðum, og hafi hann átt að
gera hana við nafna sinn á Þingeyrum.
í Lesbók Morgunblaðsins 1941 er birt vísnasafn eftir
Guðmund Magnússon í Stóru-Skógum, Stafholtstung-
um. Hann er sagður þar hafa verið góður hagyrð-
ingur og hestamaður, glaðlyndur og góður með víni.
(Guðmundur er f. 15. sept. 1809, d. 23. okt. 1859.)
Nokkur formálsorð eru fyrir vísum þessum, og tek
ég hér orðrétt upp úr þeim eftirfarandi:
„Guðmundur var eitt sinn á ferð úti á Akranesi,
ásamt Guðmundi Eggertssyni, bónda í Sólheimatungu.
Þegar búið var að búa upp á hestana og lagt skyldi
af stað, þarf Guðmundur Magnússon að skreppa frá,
til að fá sér á nestispelann, en hinir leggja af stað.
Fór hann þá suður að Bræðraparfi, en dvaldist þar
svo, að hann náði ekki fylgdarmönnum sínum fyrr en
inn við Berjadalsá, og hafði hann þá fengið nokkra
hressingu, áður en hann steig á bak.
Ríður hann þá að nafna sínum, klappar þétt á öxl
honum og mælir fram“:
Nú er hlátur nývakinn,
nú er grátur tregur,
Nú er ég kátur, nafni minn,
nú er ég mátulegur.
Svo eru hér enn tvær vísur, sem Guðmundi eru tald-
ar í vísnasafni hans, er áður um getur. Þær lærði ég
báðar af fóstra mínum, er ég var í æsku. Hafa þær báðar
lengi lifað á vörum manna, þótt ekki séu þær eins fræg-
ar og: Nú er hlátur-------
Þegar flaskan full er hjá,
friði raskar Gvendur.
Mikið braska mun ég þá,
mínum Laska kenndur.
Vínið kætir seggi senn,
sorg upp rætir pelinn.
Hvert á fætur öðru enn
okkur mæta élin.
Fyrri vísan er eignuð Guðmundi Guðmundssyni, sem
kallaður var skáld, í Enniskoti:
Yndið fína upp vekur,
ama — dvína — stund lætur,
mána — Rínar — mörk fögur,
mín Albína Svanfríður.
Ekki er mér kunnugt um það, hvað vísa þessi er
almennt þekkt í Dölum, en grunur minn er sá, að hún
hafi lifað og lifi enn á Norðurlandi, því hún er sér-
kennileg og býr yfir óvenjulegum töfrum, þrátt fyrir
rímgallana.
Og úr því, að ég fer að taka hana hér með, get ég
ekki stillt mig um að birta kafla úr bréfi frá Indriða
Þorkelssyni, skáldi á Fjalli í Aðaldal, þar sem hann
minnist á vísuna. Segist hann hafa lært hana á barns-
aldri, og hún þá verið eignuð Sigluvíkur-Sveini:
„Hvað mér fannst þetta liðug og smellin vísa á
þeim árum, svona lipur og leikandi. Hvað ég entist að
fara með hana, bæði hátt og í hljóði, — jafnvel eftir
að ég hafði uppgötvað rímgalla hennar. Þá var nafnið
á hinni fögru Rínar — mána — mörk ekki alveg ónýtt:
Albína Svanfríður! — Ég spurði gamla fróðleiks-konu,
hvort hún vissi ekki, hvað orðið hefði um Albínu litlu
Svanfríði.
Henni varð að orði: „Nei, langt frá því. Ætli hún
hafi nokkurn tíma verið til.“
Þetta þótti mér Ijóta demban. Því að sánnast að
segja var ég farinn að unna Albínu Svanfríði í kyrr-
þey. Og oft datt mér vísan og telpan í hug eftir þetta.
En smám saman komu aðrar vísur og telpur — og ég
varð afhuga vísu Sveins og hinni kostulegu dóttur hans,
þeirri með hin glæsilegu nöfn, þeirri, sem uppvakti
hið fína yndi, þeirri, sem lét amastundirnar dvína! —
En viti menn! Löngu síðar er ég að afrita ministeríal-
bækur Svalbarðssóltnar suður í Þjóðskjalasafni og er
kominn að fæðingarlista árið 1856. Þar stendur svart
á hvítu: 29. nóv. fæðist í Sigluvík Albína Svanfríður,
foreldrar Sveinn Sveinsson og Hólmfríður Jónsdóttir,
gift vinnuhjú í Sigluvík.
26
Heima er bezt