Heima er bezt - 01.01.1957, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.01.1957, Qupperneq 22
PÆTTIR ÚR VESTURVEGl eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum INNGANGUR. a llir eiga sér drauma um einhver ævintýri, sem /\ lífið láti þeim falla í skaut fyrr eða síðar. En / V. flestum fer svo, að ævin líður í meira eða minna lygnum straumi, án þess að ævintýrin geri vart við sig. Eftir því sem árunum fjölgar, fækkar draumunum, og ævintýri æskudraumanna verða svo undarlega fjarlæg og óraunhæf. En stundum bregður líka út af venjunni. Ævintýrið drepur á dyr einhvem góðan veðurdag, og þá er að taka því báðum höndum eins og langþráðum vini. Ævintýrið bar að mínum bæjardyrum seinni hluta vetrar 1956, og það var boð frá Bandaríkjastjórn um þriggja mánaða dvöl og ferðalög þar í landi. Margt hafði mig að vísu dreymt ótrúlegt um framtíðina á mínum yngri árum, en aldrei hafði slíkt ævintýri hvarflað í drauma mína. Boðinu tók ég vitanlega með þökkum, án þess þó að gera mér grein fyrir í fyrstu, hvað um væri að vera, annað en það, að ævintýrið var komið til mín. Yfirboðarar mínir, skólameistari, Þórar- inn Björnsson og menntamálaráðherrarnir, Bjarni Bene- diktsson og Gylfi Þ. Gíslason, veittu mér fúslega fararleyfi og þriggja mánaða frí frá störfum, og góðir menn tókust á hendur kennslu fyrir mig í fjarveru minni. Síðan er ekki að orðlengja það, að öllum undir- búningi var lokið, og ég var ferðbúinn í Reykjavík hinn 5. sept. 1956, en þá um kvöldið skyldi flogið vestur um haf. En þegar loks allt var tilbúið, lá við sjálft, að ég missti kjarkinn. Mér fannst sem þetta væri eitt feigðarflan og fásinna. Og hvað átti ég eiginlega að gera vestur í heim, öllu ókunnugur þar í landi, og kominn á þann aldur, að maður „kann ekki lengur að hlakka til“. Og þá er í raun réttri til lítils að ferðast og sjá sig um, ef hugurinn er ekki opinn og fagnandi yfir því, sem mætir auga og eyra, eða öllu heldur, ef maður getur ekki tekið á móti nýjum áhrifum með fögn- uði og forvitni æskunnar, og síðan unnið úr þeim með reynslu fullorðinsáranna. En bezt er að geta þess þegar í upphafi, að ekkert af því, sem ég kveið mest, varð mér að ásteitingarsteini. Ferðin var frá upphafi til enda snurðulaus, án árekstra og ánægjuleg að sama skapi. Og því langar mig til að gefa lesendum „Heima er bezt“ ofurlitla hlutdeild í ferðalaginu með mér. FYRSTI ÁFANGINN. 1 lofti. Brottfararstundin er komin. Við ferðafélagarnir, Jóhann Jóhannsson, skólastjóri á Siglufirði, erum komnir suður á Keflavíkurflugvöll og bíðum þess eins að kallað verði til brottfarar. Þar á flugstöðinni hitt- um við þau læknahjónin Hjalta Þórarinsson og Ölmu konu hans, sem einnig voru að fara vestur. Varð þar fagnafundur. Útkallið kemur. Við göngum upp í flug- vélina. Hún er full erlendra ferðamanna, sem koma handan frá Evrópu. Að vörmu spori tekur vélin flugið. Ferðin er hafin, og ekki verður aftur snúið, hvað sem framundan bíður. Heimahagarnir með öllu, sem manni er kært, eru að baki, en framundan er óvissan og ævin- týrið, heillandi og uggvænlegt í senn. Flugferðin líður tíðindalaust. Flestir reyna að sofa og tekst það vafalaust meira eða minna. Eftir 7 stunda flug er lent á flugvellinum í Gander á Nýfundnalandi. Var þá að byrja að elda aftur. Við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar, að fá fast land undir fætur og teygja úr skrokknum, en hér var sýnd en ekki gefin veiði. Gullborðalagður Canadamaður krafðist bólusetn- ingarvottorðs af öllum þeim, sem í land skyldu ganga. Ekkert okkar íslendinganna hafði slíkt plagg uppi á vasann, og ekkert dugði, þótt þarna væru tveir ágætir læknar. Við urðum öll að sitja í flugvélinni, meðan hún beið. Einir tveir farþegar aðrir voru undir sömu sök seldir. Flugþernan leyfði mér að koma út á stiga- pall landgöngubrúarinnar, og fá mér frískt Ioft, en niður á flugvöllinn mátti ég ekki stíga fæti mínum. Jæja, ekki var byrjunin góð, og va'rla hægt að segja að hún spáði vel um framtíðina. En tíminn leið, og aftur var lagt af stað. Og nú var Iand að sjá. Það sem ég fékk séð bæði af Nýfundnalandi og síðar Nýja Skot- landi, þótt mér tilbreytingarlítið, víðáttumiklir skógar, vötn, hæðir og dalir en lítið um mannabústaði. En áfram er þotið, aftur er ekkert að sjá nema haf og himinn, en svo er komið inn að ströndinni, og nú tekur bygðin að þéttast, borg tekur við af borg, og fyrr en varir er borgin mikla, New York, fram undan. Margt hafði maður að vísu heyrt um stærð þess staðar, en þó fór víðátta borgarinnar fram úr öllum þeim hugmynd- um, er ég hafði gert mér um hana, en flogið var yfir þvera borgina að kalla mátti og skyggni var gott, svo 20 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.