Heima er bezt - 01.01.1957, Side 37
yfir kennslustofuna. — Hún strauk lauslega vasaklútn-
um um andlit sér, tók upp lítinn hníf og fór að skera
upp úr bók, sem hún hélt á, þar sem hún stóð við hlið
forstöðukonunnar. — Þetta var meðalstór, grannvaxin
stúlka, lagleg í andliti, með rauðleitt, hrokkið hár, sem
hún kastaði frá enninu með höfuðhnykk, um leið og
hún dró í brýnnar og leit yfir hópinn. Hún var dökk-
klædd og' kjóllinn með hvítum leggingum og erma-
líningum. Gullarmband, alsett eðalsteinum, hafði hún
um grannan úlnliðinn.
„Sjáðu nú til.“ sagði ungfrú Prior vingjarnlega. Hún
var alltaf vingjarnleg við nýja nemendur. — Jenný kall-
aði það hveitibrauðsdagana. — „Sjáðu nú til. — Hér er
þitt sæti — í annarri röð, við hliðina á stúlkunni í bláa
kjólnum. Hún heitir Henriette van Marle — venjulega
kölluð Jenný. — Ef það er eitthvað, sem þti ekki veizt
um, t. d. skólareglur, getur þú spurt hana, en vitanlega
ekki í kennslustundum. — Ef þú getur ekki komið öll-
um þínum bókum fyrir undir borðinu, getur þú látið
þær hérna í skápinn. Hann rnega allir nemendur nota. —
I næstu kennslustund er landafræði. — Þú hefur vitan-
lega ekki búið þig undir tímann, og verður því aðeins
sem áheyrandi, og skaltu taka vel eftir. — Eftir hverja
kennslustund er 5 mínútna hvíld, og má hver og einn
nota frímínúturnar eftir því sem honum sýnist. — Ég
vona svo að ykkur semji vel og skólinn eignist með þér
duglegan nemanda.“
Þegar ungfrú Prior var komin fram að dyrum, sneri
hún sér við og sagði: „Hér í skólanum tölurn við aðeins
frönsku. Það verður þú að hafa hugfast.“
Augnablik var eins og skuggi af tortryggni breiddist
yfir svip ungu stúlkunnar. Hún sagði ekki neitt, en
gekk tígulega til sætis við hliðina á Jennýju, athugaði
hana frá hvirfli til ilja og renndi svo bókum sínum og
dóti inn undir borðið. — Því næst renndi hún alvarleg-
um, dreymandi augum á kennarann, ungfrú Veroniku,
sem strax sneri sér að henni og spurði:
„Hvað heitir þú?“
„Ungfrú van Eyghen,“ svaraði stúlkan þurrlega.
Ungfrú Veronika brosti sínu blíðasta brosi. — „Ég
meinti skírnarnafnið.
„Maud.“
„M-a-u-d,“ stafaði nýja stúlkan og lagði áherzlu á
hvern bókstaf.
Kennslukonan eldroðnaði. Henni fannst þetta líta út
eins og hún hefði aldrei séð þetta nafn áður. — Hún
sagði fljótmælt: „Æ-já. Þetta er enskt nafn.“
„Já.“
„Komstu ekki með skólasvuntu með þér?“
„Ég nota aldrei svuntu.“
„Hvers vegna ekki? “
„Mér finnst það ljótt.“
Hún sagði þetta svo ákveðið. Sumar stúlkurnar
sprungu. — í kyrrðinni, sem var í skólastofunni í byrj-
un samtalsins, hljómaði rödd hinnar nýju stúlku svo
einkennilega. — Það var útlendur hreimur í röddinni og
franskan bar keim af hollenzkum framburði. — Hún
talaði í fullum rómi, og var svo hiklaus í framkomu, að
það var eins og hún hefði setið á skólabekk í þessum
skóla í mörg ár. — Jóhanna hugsaði með sjálfri sér, að
ekki væru þær andlega skyldar, eins og hún hafði þó
búizt við. Hún minntist síns fyrsta dags í skólanum, og
hve uppburðarlaus hún var innan um allar þessar
ókunnu stúlkur. — Ekki hafði hún árætt að líta upp, og
alltaf hafði henni fundizt eins og einhver kökkur í
hálsinum. — Hún hafði svarað spurningunum hálf-
stamandi og loks farið að gráta. — í þögulli undrun
virti hún fyrir sér þessa fögru og öruggu, ókunnu
stúlku við hliðina á Jennýju.
Nanna hvíslaði lágt, en þó svo hátt, að Jenný heyrði
það:
„Sú nýja er ekkert Guðs-lamb úr sveitinni.“ — Og
Lilja hló í huganum, er hún hugsaði til þess, að þær
höfðu í gærkvöldi valið henni kenningarnafnið sauð-
ur. Ekkert var fráleitara nafn, er litið var á hana tígu-
lega og örugga í sætinu.
En ungfrú Veronika lét ekki undan. „Hér í skólan-
um verður þú að nota svuntu utan yfir kjólnum. Við
gerum það til að hlífa fötunum, annars nuddast kjól-
ermarnar strax í sundur.“
„Ég notá engin föt hér í skólanum, sem ekki mega
slitna,“ svaraði Maud og strauk um leið niður eftir
grófgerðum, dökkum ullardúkskjólnum.
Ungfrú Veronika ræskti sig og ákvað að láta þetta
umræðuefni falla niður í svipinn. — „Hver átti nú ann-
ars að byrja?“ sagði hún og sneri sér að stúlkunum.
Jenný, sem hafði vonað með sjálfri sér, að þessi „mót-
tökuhátíðu hefði alveg leitt athygli kennslukonunnar
frá sér, herti upp hugann og svaraði með hugrekki því,
sem örvæntingin ein getur veitt:
„Það var ég, sem átti að byrja.“ — Og svo bætti hún
við, því að þar þóttist hún alveg örugg: „.... Ég átti
einmitt að finna Pavía.“ — En ungfrú Veronika hafði
nú kennt svo lengi við skólann, að hún hafði lært að
varast svona brellu.--Hún þóttist því ekki hafa heyrt
síðustu athugasemdina, en sagði rólega: „Viltu telja upp
vötnin í Norður-ítalíu.“
Nanna kunni þau utanbókar, og Jenný nefndi þau
jafnóðum og Nanna hvíslaði.
„Gott,“ sagði kennslukonan. „Nefndu nú borg við
Lago di Maggiore.“
Nú varð dauðaþögn. — Nanna vissi það ekki og
sessunautur hennar þorði ekki að gæta í bókina sína
vegna nýju stúlkunnar, sem hún hélt kannske að segði
frá því. — Jenný var orðin kafrjóð í framan.
„Veiztu það ekki?“ spurði kennslukonan.
Þá heyrðist allt í einu hvíslað mjúkum, lágum rómi:
„Palanza.“ — Þetta hljómaði eins og lofsöngur í eyrum
Jennýjar. „Palanza,“ endurtók hún svo glaðlega, að
svarið hljómaði eins og fagnaðaróp.
„Þetta er nóg,“ sagði kennslukonan þurrlega. „Hver
vill þá koma? Bína! Vilt þú koma hér upp að kortinu?"
„Þakka þér kærlega,“ hvíslaði Jenný um leið og hún
Heima er bezt 55