Heima er bezt - 01.01.1957, Side 25

Heima er bezt - 01.01.1957, Side 25
unni, og ómalað korn í mylnunni, sem einnig er þar óhreifð. Allt er þar fremur fábrotið og mundi engum detta í hug aðsetur þjóðhöfðingja, heldur eins og það var, stórbændasetur frá 18. öld. A heimleiðinni var staðnæmst hjá minnismerkjum forsetanna, Washingtons, Lincolns og Jefferssons. Er einkum Lincolns minnismerki fagurt að kveldi til, en þá er ljósi varpað á styttu hans, þar sem hann situr í einskonar öndvegi. Washingstonsmerkið er turn einn, °g er þaðan hin bezta útsýn yfir borgina. Stendur hann mitt a milli Þinghússins og Hvíta hússins, en um- hverfis minnismerki þessi eru víðir vellir og skrúðgarð- ar. Fór ég seinna upp í Washingtonsturninn og naut útsýnis þaðan. Annan dag var okkur sýnt þinghúsið, Kapitolium, hæstiréttur og bókasafn ríkisins, Congress Library. Kapi- tolið er mikil höll og fögur. Upp af miðju þess rís turn mikill með hvolfþaki, og er toppur hans borinn uppi af 13 súlum, sem tákna eiga fyrstu ríkin 13, sem stofn- uðu Bandaríkin. Ekki er þess þostur að lýsa hér öllum þeim miklu og margbrotnu salakynnum, sem þarna eru, og prýdd eru málverkum og myndastyttum. Minna þótti mér þó til sjálfra þingsalanna koma, en margra annarra. Þótti mér einkennilegt, að ekki hafa þingmenn fulltrúadeildar borð við sæti sín, en þeirra hlunninda njota öldungadeildarmenn. En svipur hjá sjón er að fara þarna um auða sali, hjá því er skörungar þjóðar- innar sitja þar á ráðstefnu. Báðum megin Kapitóls eru skrifstofubyggingar þingmanna, sín deildin hvoru meg- in, eru þær tengdar þinghöllinni með undirgöngum. Yfir til öldungadeildarhússins liggur sporbraut. Er það eina nkisrekna járnbrautin í öllum Bandaríkjunum, en far með henni er ókeypis. Hver senator hefur 3—4 skrif- stofuherbergi og 6 manna starfslið, en eitthvað minna hafa fulltrúadeildarmenn umvélis. Frá Kapitól var haldið til Hæstaréttar, en höll hans er nýleg að mestu gerð úr ljósum marmara. í megin- sal hussins eru 36 súlur einsteinungar, og vóg hver þeirra um 20 smálestir. Er salur sá hinn mikilfenglegasti, stíl- hreinn og fagur. Dómsstalurinn er ekki ýkjastór, en vel búinn í hvívetna. Enn var með okkur farið í Þjóðbókasafnið, Congress Library, sem talið er eitt hinna mestu bókasafna í heimi. En litla hugmynd fengum við um það mikla safn. Helzt var staðnæmt við lestrarsalinn. Vinnuborðum er skipað þar í hring, en gangar liggja milli þeirra eins og geislar í allar áttir. í forsölum voru sýningar ýmsar, og bar þar mest á minjasýningu um Benjamín Franklín í til- efni 250 ara afmælis hans. Einnig voru þar til sýnis bréf margra forystumanna Bandaríkjanna fyrr og síðar, og dvaldist mér lengst við bréf Wilsons forseta, en hann hefur skrifað mjög fagra og sviphreina hönd. í grennd við bókasafnið er Shakespeares-safn. Það er ekki ýkja- stórt, en margt er þar geymt bóka og mynda, og lítið leikhús er þar einnig, Þegar lokið var þessari umferð, voru víst flestir þreyttir, enda var hitinn yfir 30° C. og loftið rakamettað að mestu, en þannig var veðrið lengst- um, meðan ég dvaldi í Washington. Mount Vernon, aðalhúsið. Enn um Washington. Næsta ferð hófst með að skoða einn af mörgum skemmtigörðum borgarinnar, Meridan Hill Park. Ligg- ur hann á hæð einni nálægt miðri borg. Efst í hæðinni er gosbrunnur, og fellur vatnið frá honum í nokkrum fossföllum niður í aflanga gervitjörn, rétt við inngang- inn í garðinn. Mig rak í rogastans, er ég leit yfir tjörn- ina, sakir þess blómaskrúðs, sem þakti vatnsborðið, en þar uxu aílavega litar vatnaliljur, sem eru blóma feg- urstar, en á milli þeirra flutu Viktoriu-blöð, sem svo eru stór, að þau geta haldið 3—4 ára barni á floti. Var því líkast sem komið væri þarna í einhvern undraheim, en ekki í garð í miðri stórborg. En fleira átti ég eftir að sjá furðulegt í görðum og gróðri, áður en ferð minni lyki. Þá var skoðað eitt af félagsheimilum borgarinn- ar. Þangað eru allir íbúar þess borgarhluta, er það stendur í, velkomnir. Geta menn unað þar við hina fjölbreyttustu leiki, íþróttir og annað. Þar er úti- sundlaug mikil, íþróttasvæði fyrir hverskyns útiíþróttir, leikfimisalir, kvikmyndahús, leikhús fyrir flokka áhuga- manna, sem æfa vilja sjónleiki, hljóðfærasalir og salir með hverskonar leikföngum fyrir unga og gamla. Slík félagsheimili eru í flestum eða öllum borgum, og þykja gefast mjög vel til dægrastyttingar fólki og menningar- auka, því að auk skemmtiatriðanna er þar kostur marg- víslegrar fræðslu og leiðbeininga. Er lagt mikið kapp á að auka við heimili þessi, svo að þau gefi sem flest tækifæri. Þá var ekið fram og aftur um borgina, og sýndi leiðsögumaðurinn gestunum hin misjöfnu hverfi allt frá sendiherra-hverfinu og auðmannahverfum borg- arinnar, til fátækrahverfanna og negraborgarhlutans. En að því er séð varð á ytra borðinu, voru fátækra- hverfin sýnu betur úr garði gerð með húsakost og hreinlæti, en títt er í stórborgum Evrópu. Húsin eru þar víðast fremur lítil, mest tveggja hæða hús, og standa ekki þétt við götur, en dálitlir garðar fyrir framan Heima er bezt 23

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.