Heima er bezt - 01.01.1957, Síða 43
HEIMA____________
bL bókahillan
KRISTJÁN ELDJÁRN: Kunil og haugfé úr heiðnum sið á íslandi.
Akureyri 195fi. Norðri.
Það er næsta fátítt, að doktörsritgerðir séu læsilegar öðrutn
mönnum, en fámennum hópi sérfræðinga, enn fátíðara er þó,
að þar séu skemmtilegar aflestrar, og fátíðast af öllu, að þær
séu svo að ytri gerð, að prýði sé að í bókaskáp. En doktorsritgerð
Kristjáns Eldjárns er auðskilin hverjum manni, hún er skemmti-
efni hverjum þeim, sem nokkurn hug hefir á sögu og menningu
þjóðar vorrar, og útgefandinn og prentsmiðjan (Prentverk Odds
Pjörnssonar) hafa ekkert til sparað, um ytri búnað, svo að bókin
yrði sem glæsilegust að frágangi öllum, og er hún vissulega feg-
ursta bók ársins, og má raunar segja, að þar hæfi búnaður efni.
I bók þessa hefir höfundur safnað öllu því, sem kunnugt er
um grafkuml forfeðra vorra í heiðnum sið, og þær fornleifar
aðrar, sem ætla má, að geti verið í sambandi við þau. En þótt
slíkt sé ærið nóg efni, er samt víðar komið við. Þannig fjallar
fyrsti kaflinn um elztu siglingar til landsins, er þar getið þriggja
rómverskra peninga, sem fundizt hafa í Álftafirði eystra, og höf-
undi þykja benda til siglinga hingað til lands þegar á 3. öld e. Kr.
Meginkafli bókarinnar er Kumlatal. Þar er lýst öllum þeim
kumlum, sem fundizt hafa hér á landi ásamt því haugfé, sem
i þeim var, og fylgja myndir flestum þeirra. Einnig er gerð grein
fyrir nokkrum vafasömum fundarstöðum. Eru kumlin rakin eftir
sýslum. Þessi kafli er uppistaða ritsins. Hann er að vísu ekki
skemmtilestur, en gaman er að virða fyrir sér myndirnar af
haugfénu og kynnast hversu um kumlin var búið, og þá ekki
sízt hvernig þau hafa fundizt. Er þar mikil áminning til manna
að gæta vel að, þar sem um kumlafundi er að ræða. Má vafalítið
telja, að margt hafi forgörðum farið vegna hirðuleysis og van-
kunnáttu.
í síðari köflum bókarinnar gefur höfundur almennar lýsingar
á umbúnaði kumla, og haugfénu. Rekur hann þar skyldleika
íslenzku greftrunarsiðanna og gripanna til hinna norrænu land-
anna, og kemst yfirleitt að þeirri niðurstöðu, að mestur sé skyld-
leikinn við Noreg, þótt nýir siðir hafi að vísu þróast meðal
landnemanna, bæði fyrir vestan haf og á íslandi. Þá er næsta
fvóðleg grein um stílþróun á Norðurlöndum, og er hún harðla
nauðsynleg til skilnings á máli þessu öllu saman. Loks er yfirlit
og ályktanir.
Kuml og haugfé er hið fyrsta rit, sem samið hefir verið á
islenzku, er gefur heildarsýn yfir þessi fræði, er hún því hand
bók og leiðsögn öllum þeim, sem kynna vilja sér fræði þessi.
Frásögn öll er einkennd af nákvæmni og hófsemi höfundar. Hanti
fer hvergi lengra í tilgátum og skýringum en fyllstu rök liggja
til, og alls staðar rekur hann sambandið við hina samnorrænu
víkingamenningu, hvort heldur sem það er mikið eða lítið. Yfir-
litskaflar bókarinnar eru þannig gerðir, að þar er leikmönnum
opnaður nýr heimur og áður ókunnur um fornnorrænan lista-
stíl og grafsiði.
Oft finnst oss íslendingum sem vér séum snauðir að góðum
forngripum og öfundum nágrannaþjóðir vorar í þeim efnum.
Ekki verður því neitað, að um flest eru þær auðugri í þessum
efnum, en samt færir þessi bók okkur heim sanninn um það,
að vér erum mun auðugri en okkur hafði grunað, og að for-
feður vorir hafa í ýmsu farið sínar eigin götur jafnt í smíðum
og greftrunarsiðum sem öðru. Þannig gefst oss nýtt útsýni, ef vér
skyggnumst um undan handarkrika hins fjölkunnuga þjóðminja-
varðar vors.
Fyrir nokkrum árum skrifaði Kristján Eldjárn bókina Gengið
á reka, um nokkra fornleifafundi. Þar lögðu skáldið og vísinda-
maðurinn saman og gerðu af frábært rit. í doktorsritinu hefir
sem vænta mátti skáldið orðið að láta í minni pokann, og vis-
indamaðurinn haldið á pennanum, og því saknar lesandinn hinna
skemmtilegu tilgátna, sem voru ívaf hinnar fyrri bókar. En bókin
er ágætur fengur íslenzkum fræðum, og sú er trúa mín, að hún
verði langlíf í landinu. ,
ARNRÚN FRÁ FELLl. Margs verða hjúin vís. - Sögur. -
Rvík 1956. — Jsafold.
Ymsir munu minnast smásagna Árnrúnar frá Felli, sem birt-
ust í Eimreiðinni og Iðunni endur fyrir löngu. Vöktu þær at-
hygli á sinni tíð og þóttu góð lesning. Síðan flutti skáldkonan
til Vesturheims, og hefir verið furðuhljótt um hana síðan á
vettvangi islenzkra bókmennta. En nú er komið heilt smásagna-
safn. Fátt er þó af gömlu sögnunum, en í þess stað kveður nú
við nýjan tón. Sögurnar eru 13 talsins. Gerast þær flestar í
Ameríku, sem ekki er undarlegt. í sögunum eru nærfærnislegar
lýsingar af sorg og söknuði, heimþrá, æskuástum, og öðrum
mannlegum tilfinningum. Samúðin með olnbogabörnum þjóð-
félagsins og þeim, sem á einhvern hátt hafa orðið útundan t
lífinu, er sterk, og hlýjan með sögupersónunum eindregin. Víð-
ast cr slegið á hina alvarlegri strengi, en höf. kann að mýkja
alvöruna með léttri kímni. Frásögnin er hröð, og flestar sög-
urnar fastmótaðar, og mikil saga sögð í fáum orðum.
I’ÁLL ÓLAFSSON skáld. — Rvík 1956. — Leiftur.
Það er ekki vonura fyrr, að rituð sé ævisaga Páls Ólafssonar
skálds, svo mörgum sem kvæði hans og vísur hafa skemmt.
Benedikt frá Hofteigi hefir unnið það starf með myndarskap.
Þó er hér einungis um fyrri hluta verksins að ræða, og flytur
jtað hina eiginlegu ævisögu, þ. e. sögu mannsins, en eftir er
hinn eiginlegi þáttur skáldsins. Víða er hér komið við, og les-
andanum gefin glögg mynd af ævi Páls, og þá ekki síður kon-
um hans báðum, heimilislífi öllu, og sambandi hans við sveit-
ungana í þlíðu og stríðu. Margs er þar getið, sem ekki hefir
áður verið kunnugt a. m. k. öðrum en þeim, sem nákunnugir
voru. Vel má vera að höf sé sumstaðar fulldjarfur i ályktunum
sínum, en hann leitast ætíð við að gefa skýringu á atvikum
og viðhorfum Páls til umhverfisins, og hvernig hann snerist
við því, sem að honum var beint. Enginn vafi er á því, að
niörgum mun þykja góður fengur í bók þessari, þótt hlutur
Páls verði ef til vill ekki meiri eftir lestur hennar, en hann
var áður í hugunt lesendans, en svo vill oft verða, þegar tekið
er að rekja ævi manna í smáatriðum. En þess er að vænta, að
seinni hluti ritsins komi út, og þar verði brugðið upp ljósi yfir
atvik að skáldskap Páls. Fyrr en sá hluti kemur, er myndin
ekki fullger. St. Std.
Heima er bezt 41