Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 2
Almenningsálitib í fornsögum vorum kemur oft fram það álit á íslend- ingum, að þeir séu tómlátir, það er kærulitlir og afskipta- lausir um annarra málefni. Ekki vitum vér nú, hvort sá dómur var réttur, en ef vér skyggnumst um í samtíð vorri, fáum vér ekki neitað því, að tómlætið, deyfðin hefur náð helzti miklum völdum í þjóðlífi voru. Þetta sýnist vera fjarstæða, þegar þess er gætt, hversu mikill hraði er á ýmsum hlutum í þjóðlífinu. Nýjungar flæða inn yfir landið, þjóðin er athafnasöm, hún framkvæmir sennilega meira að tiltölu en flestar aðrar þjóðir. Og ekki vantar hávaðann og bægslaganginn á vettvangi stjórnmálanna. En þetta fær þó ekki breytt þeirri stað- reynd, að deyfð og tómlæti, jafnvel kæruleysi um það, hvernig málin veltast, er allt of mikið meðal almennings. Skipting í stjórnmálaflokka hér á landi er ung í þeirri mynd, sem hún er nú. Því meiri furðu vekur það, hverj- um helgreipum flokkarnir hafa læst um meðlimi sína, og hvernig þeir fá haldið þeim tökum. En fátt hefur ef til vill orðið meira til að slæva dómgreind almennings. Menn fylgja flokknum, tileinka sér skoðanir hans, og þótt þeir séu honum ósammála í hjarta sínu, láta þeir það ekki í ljós. Sjaldan verður þetta tómlæti áþreifan- legra en á pólitískum fundum. Menn koma þangað til að hlusta, ekki til að gagnrýna eða setja fram sínar eigin skoðanir. Þeir einu, sem tala, eru leiðtogarnir, sem hespa af sér sínar margsungnu plötur. Og stundum gengur kæruleysið svo langt, að menn fást ekki einu sinni til að koma á fundina, nema þangað komi trúðar og leik- arar. Með þeirra fulltingi fá stjórnmálamennirnir á- heyrn. Ahuginn á almennum málum er ekki meiri en þetta, og það þótt þarna sé um að ræða mestu vandamál þjóðfélagsins. Sennilega á málflutningur blaðanna nokk- urn þátt í þessu tómlæti. Menn láta sér nægja það, sem þar er sagt. Alvarlegast er þó þetta tómlæti gagnvart ýmsu því, sem gerist í þjóðfélaginu á öðrum sviðum en í heimi stjórnmálanna. Það er ekki unnt að segja, að nokkrir hlutir veki hrifningu eða hneyksli, sem fari um hug al- þjóðar. Það er eins og þjóðin kunni hvorki að hrífast af því, sem vel er gert, né hneykslast á ósómanum, og skiptir þar engu máli, þótt um stórmál sé að ræða. Vér höfum nú átt í harðri deilu um landhelgi vora í nær heilt ár, og verið beittir þar ofríki og ósanngirni af nágrannastórveldi. En þess verður ekki vart, að það hafi skapað nokkra raunverulega mótmælaöldu. Meira að segja hefur svo tekizt til, að þetta mál, sem vissulega er hafið yfir allan innanlandságreining, hefur verið notað til pólitískra árása, og fáir til þess tekið. Erlendir at- burðir, sem vekja ættu hrylling og andúð hvers manns, svo sem Ungverjalandsmálin, eða nú atburðirnir í Tíbet eða Njassalandi, gera aðeins smágára í stöðupolli tóm- lætisins. Eftir fáa daga hjaðna þeir niður, og þeir ógæfu- menn, sem reynt hafa af pólitískum eða öðrum ástæðum að verja þessa hluti, njóta fullrar virðingar eftir sem áður. Afleiðing þessa tómlætis, sem í fyrstu gæti virzt mein- laust, verður fyrr eða síðar kæruleysi og siðblindni á, hvað rétt sé eða rangt. Og því miður sjáum vér þess allt of víða merki í daglegum viðburðum. Virðing fyrir lögum og rétti hefur þverrað. Almenningur hefur að vísu ætíð verið mildur í garð afbrotamanna. Slíkt er í sjálfu sér lofsvert, þegar það gengur ekki svo langt, að verða bein afsökun á afbrotinu sjálfu. Á síðastliðnu ári varð uppvíst um stórfelldari þjófnaði suður á Kefla- víkurflugvelli en dæmi munu annars til um í sögu vorri. Ekki verður þess vart, að það hafi vakið hneyksli. Blöð- in skýra frá þessu sem æsifrétt, en lítið er að því gert að sýna fram á þá siðferðisveilu, sem þarna er að baki. Og grunur minn er, að sumir hafi jafnvel helzt hneykslazt á því, að ósóminn varð uppvís. Þannig gætum vér talið lengi. Alls staðar mætum vér sama fyrirbærinu: skorti á hrifningu eða hneykslun. Og í skjóli þessa tómlætis fær hvers konar spilling þróazt og meðalmennskan blómgazt. Ekkert heilbrigt almenningsálit er til, sem kveður upp sinn dóm, sem taka má tillit til. Vér hljótum að spyrja, hvar eða hvers sökin sé. Því er vandsvarað. En ef vel er að gætt, þá liggur sökin hjá oss flestum. Oss skortir einurð til að kveða upp úr um skoðun vora en skjótum oss á bak við flokksforystuna, hver sem hún er. Það eru allt of margir með sama mark- inu brenndir og embættismennirnir í ævintýrinu um nýju fötin keisarans. Óttinn við að verða fvrir óþæg- 150 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.