Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 36
W-;-v<
■■:% '•
315. Um miðnæturleytið náði ég landi.
Ég batt bátinn örugglega við bryggjuna
og fór síðan í land. Þá mæti ég gömlum
fiskimanni, sem verðvir alveg hissa og
spyr mig, hver ég sé og hvað ég sé að
fara á þessum tíma nætur.
316. Ég segi honum frá kringumstæð-
um mínum og bið síðan karlinn að gá
vel að bátnum fyrir mig, og verði þess
þörf, að koma honum þá út í Svartey
fyrir mig aftur. Og karlinn heitir mér
því.
317. Karlinn spyr mig svo, hvort ég
vilji ekki gista hjá sér í nótt. En ég
segist ætla að halda tafarlaust áfram.
Ég er sem sé smeykur um, að annars
muni Perlberg ef til vill takast að ná
mér aftur.
318. Snemma dags er ég kominn í af-
skekkt og eyðilegt skógarsvæði, og við
Mikki erum báðir orðnir þreyttir. En
ég er samt ákaflega glaður yfir því að
vera kominn svona langt á undan óvin-
inum.
319. Allt í einu sé ég eitthvað blika
fram undan á milli trjánna. Ég herði
nú gönguna, og innan skamms sé ég,
hvaðan þessi bjarmi kemur. Uppi á dá-
lítilli brekkubrún er smáhýsi, sem hefur
kviknað í.
320. Ég hleyp í spretti upp að húsinu.
Þar er engan að sjá. Ég lem á dyrnar
af öllum mætti, en enginn svarar. Ég
ber enn fastara, og Mikki geltir hástöf-
um. En engin hreyfing heyrist inni í
húsinu.
321. Smám saman eykst eldurinn inni
í húsinu. Ég afræð nú að brjóta upp
hurðina og næ í stóran trjábol, sem
liggur úti á hlaði. Með honum tekst mér
að brjóta upp læsinguna.
322. Ég skipa Mikka að vera kyrr fyrir
utan. Svo þýt ég inn í reykjarmökkinn.
í húsinu er aðeins ein stofa og eldhús.
I eldhúsinu finn ég ekkert lifandi, og
síðan fer ég inn í stofuna.
323. Þar logar í þiljum og lofti, og í
eldsbjarmanum sé ég mann liggjandi á
gólfinu endilangan. Hann er sýnilega
hálfkæfður af reyknum. Hann hreyfir
ögn höndina, en getur ekki staðið upp.