Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 21
Asö guslóhum vih J~fvammsjjarharbotn
(Framhald).
Gestur Oddleifsson er maður nefndur. Hann bjó á
Haga á Barðaströnd. Var Gestur Oddleifsson vitur mað-
ur og forspár. Það var hann, sem réð drauma Guðrúnar
Ósvífursdóttur, sem kunnugt er.
Gestur var eitt sinn á leið til þings og kom að Hjarð-
arholti. Ólafur pá fylgdi honum úr hlaði er hann fór,
og alla leið niður að Laxá. Þeir komu þar að ánni, sem
þeir fóstbræður, Kjartan og Bolli, bræður Kjartans og
fleiri ungir menn í dalnum höfðu verið að æfa sund.
Piltarnir hættu sundinu, er þeir sáu flokk manna ríða
að ánni. Setjast þeir á árbakkann og ldæðast.
Gestur leit á sveinana um stund, þar sem þeir sátu á
árbakkanum. Síðan benti hann með spjótshalanum á
alla bræður Kjartans, og þekkti hann þá af ættarmóti,
því að engan þeirra hafði séð fyrr. Var þarna margt
annarra ungra og vænlegra manna, en ekki kvaðst Gest-
ur sjá svip Ólafs á þeim.
Ólafur bað hann þá segja sér, hver fremstur yrði af
sonum sínum.
Þá svarar Gestur: „Það mun ganga mjög eftir ástríki
þínu, að um Kjartan mun þykja mest vert, meðan hann
er uppi.“
En Olafur unni Kjartani mest af sonum sínum.
Gestur keyrði síðan hest sinn sporum og rcið burt.
Litlu síðar reið Þórður hinn lági, sonur háns, fram
hjá honum og mælti: „Hvað ber nú þess við, faðir minn,
er þér hrynja tár?“
Gestur svarar: „Þarfleysa er að segja það, en eigi
nenni ég að þegja yfir því, er á þínum dögum mun
fram koma, en ekki kemur mér það að óvörum, þótt
Bolli standi yfir höfuðsvörðum Kjartans og hann vinni
sér þá og höfuðbana, og er þetta illt að vita um svo
mikla ágætismenn.“
Nú víkur sögunni að Sælingsdalslaugum. Guðrún
Ósvífursdóttir er þar heima hjá föður sínum og bræðr-
um. Hún var allra kvenna glæsilegust, vitur kona og
skapstór. Hún var ung að árum, en hafði þá þegar
verið gift tvisvar sinnum. Sagði hún skilið við fyrri
manninn, en sá síðari drukknaði.
Kjartani Ólafssyni var tíðfarið að Laugum, og var
Bolli jafnan í för með honum. Kjartan sat löngum á
tali við Guðrúnu.
Einhverju sinni, er Kjartan kom úr Laugaferð, sagði
Ólafur pá, faðir hans: „Eigi veit ég, hví mér er alltaf
hugstætt, er þú fer til Lauga“ (hugstætt merkir þarna
kvíðandi).
Segist hann þó vita það, að Guðrún Ósvífursdóttir
beri af öðrum konum og væri hún Kjartani samboðin.
Kjartan hélt uppteknum hætti með ferðir sínar að
Laugum, þrátt fyrir óheillahugboð föður hans, og var
BoIIi jafnan í för með honum sem fyrr.
Asgeir hét maður. Hann bjó að Ásgeirsá í Víðidal.
Kálfur hét sonur hans og Hrefna dóttir. Koma þau
bæði síðar hér við sögu. Kálfur var í förum milli landa
og átti skip. Kjartan kaupir hálft skipið móti Kálfi og
ákveður að fara utan. Ekki hafði hann áður rætt þetta
mál við föður sinn eða Guðrúnu Ósvífursdóttur að
Laugum.
Kjartan ríður svo til Lauga einhvern dag og segir
Guðrúnu um ráðna utanför sína.