Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 6
Fjölskylda Jónasar Rafnar 1935: Bjarni, Þórunn, Jónas yngri,
Jónas og Ingibjörg.
mann, sem leitaði til Jónasar Rafnar með einhvern kvilla
eins og gengur og gerist. Hafði hann þau orð þar um:
„Mér batnaði mest við það að hitta hann, það er alltaf
svo notalegt að tala við hann Jónas.“ Ef til vill er þar
sögð sannasta lýsingin á starfi hans sem læknis og for-
stöðumanns hælis. Ahrifin frá persónu hans sköpuðu í
senn vellíðan sjúklingsins og góðhug hans til læknis og
og stofnunar. En slík áhrif eru vissulega meira virði en
margur hyggur í fljótu bragði, og vænlegri eru þau
til að halda uppi reglu og stjórn en hávaði og bægsla-
gangur. Það eru slík áhrif, sem skapa góðan anda innan
hverrar stofnunar og samræma ólíka hugi.
En auk aðalstarfsins hefur Jónas Rafnar átt sín hugð-
arefni og tómstundaiðju. Gætir þar mest smásagnagerð-
ar og þjóðsagnaritunar. Ungur að aldri tók hann að fást
við ritstörf. Hið fyrsta, sem prentað var af sögum hans,
var Talað á milli hjóna í Skírni 1915. Alls hafa verið
prentaðar eftir hann tíu sögur, allar í Nýjum kvöldvök-
um, nema hin fyrsta, en flestar þeirra hafa einnig verið
sérprentaðar. Allar eru þær fremur stuttar nema ein,
Staksteinar.
Sögur Jónasar Rafnar eru gripnar úr daglega lífinu
og viðburðum þess. Tvær þeirra eru þó sögulegs efnis.
Þar er ekki um að ræða stórfelld átök né mikla atburði,
og persónur hans eru ósköp venjulegt fólk, sem vér
þekkjum úr umhverfi voru. En með efnið er farið af
högum höndum góðs sagnamanns. Ef til vill einkennir
ekkert sögurnar meira en hin góðlátlega kímni höfundar.
Er hann í því efni að ýmsu leyti sérstæður meðal ís-
lenzkra rithöfunda í óbundnu máli. Kímni hans er létt
og fáguð, laus við meinhæðni og kulda. Hún yljar les-
andanum notalega og kennir honum að sjá sitthvað í
umhverfinu í nýju ljósi. Og bak við sögurnar finnur les-
andinn alltaf hinn athugula, góðviljaða mann, sem kýs
að draga fram betri hliðina á mönnum og málefnum og
finnur hvarvetna málsbætur, ef þess er kostur. Af þess-
um sökum eru sögur Jónasar ánægjulegt lestrarefni, þær
ylja lesandanum, koma honum í gott skap og vekja sam-
hug hans með mönnunum. En þó er víða nokkur ádeila
og áminning að baki.1)
Annar þátturinn í tómstundastarfi Jónasar Rafnar er
þjóðsagnaritun hans. í þjóðsagnasafni því, sem Oddur
Björnsson gaf út 1908, og séra Jónas bjó undir prentun,
átti Jónas Rafnar eina athyglisverðustu og tvímælalaust
bezt sögðu söguna. Mátti þar sjá, hvert krókurinn
beygðist. Þegar svo Þorsteinn M. Jónsson hóf útgáfu
þjóðsagnasafnsins Grímu, bjó Jónas fyrstu bindin undir
prentun, en síðar voru þeir Þorsteinn báðir ritstjórar að
því safni, sem alls er í fimm stórum bindum. Hefur
Jónas skrifað þar marga þætti og sögur og búið aðrar
til prentunar. En allt þjóðsagnaefni, sem hann hefur
farið höndum um, er einkennt af vandvirkni og smekk-
vísi. Gæti hann verið fyrirmynd hverjum þeim, sem
fæst við skrásetningu slíkra fræða. Þá annaðist hann
ásamt Þorsteini M. Jónssyni útgáfu hins mikla Jijóð-
sagnasafns Ólafs Davíðssonar. Þá gaf hann út Sjö þætti
íslenzkra galdramanna, sem hann tók saman eftir þjóð-
sögum og öðrum heimildum. Gæti það kver verið til
fyrirmyndar um úrvinnslu á hinu margbrotna efni ís-
lenzkra þjóðsagna. Hann þýddi einnig úr latínu merkis-
ritið Undur íslands og annálabrot eftir Gísla Oddsson,
biskup í Skálholti, og gerði það þannig aðgengilegt al-
menningi, en í því eru merkar menningarsögulegar
heimildir. Eitthvað mun hann eiga í fórum sínum af ó-
1) Sögur Jónasar Rafnar: 1. Talað milli hjóna, Skímir 1915.
2. í lestinni, 1916. 3. Silkisvuntan, 1925 . 4. Vokumaðurinn, 1925.
5. Hallur læknir, 1926. 6. Gestur, 1929, sérpr. Akureyri 1929. 7.
Staksteinar, 1930, sérpr. Akureyri 1930. 8. Hunde bades, 1933.
Sérpr. Ak. 1933. 9. Þegar hænur gala, 1933. Sérpr. Akureyri 1933.
10. Þáttur af Halli harða, 1936. Sérpr. Akureyri 1936.
154 Heima er bezt