Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 12
Þessi nöfn koma einkum fyrir í Norðlendingafjórð-
ungi: Anton, Eldjárn, Eymundur, Flóvent, Friðbjörn,
Hrólfur, Olgeir, Sigtryggur, Sigurgeir, Tryggvi, Aðal-
björg, Aðalheiður, Dýrleif, Elína, Filippía, Rut.
Austfirzk eru þessi nöfn: Björgólfur, Guttormur,
Metúsalem, Bóel, Kristborg, Mekkín, Sveinbjörg, Sæ-
björg, Ölveig.
Þrjár sýslur einkennast sérstaklega af því, að þar mega
í hverri þeirra um sig heita algeng nokkur nöfn, sem
ýmist eru ekki til um sömu mundir annars staðar á land-
inu eða þá mjög sjaldgæf. Sýslur þessar eru ísafjarðar-
sýsla, Húnavatnssýsla og Þingeyjarsýsla. Þessu til sönn-
unar vil ég aðeins nefna ísfirzku nöfnin Ebenezer, Rósin-
kar, Rósinkrans og Sigurfljóð, húnvetnsku nöfnin Frí-
mann, Klemens og Ósk og þingeysku nöfnin Indriði,
Sigurbjörn og Sigurjón.
XIX.
Eins og ég hef áður rakið að nokkru, urðu á síðari
hluta 18. aldar og á 19. öld miklar breytingar á íslenzk-
um nafngiftum. Verður naumast vægar að orði kveðið
en svo, að helzt til margar nýjungarnar, sem þá voru
upp teknar, hafi leitt til glundroða og nafnspillingar.
Hér settist að allmargt fólk af dönskum ættum, og flutti
það með sér dönsk nöfn og nafnvenjur. Átti það sinn
þátt í því, að hleypa af stað skriðu erlendra nafna, þar
eð allt of margir, einnig þeir, sem íslenzkir voru í báðar
ættir, hugðu slík heiti „fínni“ en íslenzku nöfnin. Æ
fleiri hurfu frá þeim forna sið, að láta börn sín heita
nöfnum úr ættinni. Komst það smám saman í tízku, að
velja börnum annarleg heiti. Sumum varð það metnað-
armál, að mynda nýtt nafn til að gefa barni sínu. Er það
haft eftir Símoni Dalaskáldi, þá er honum var fædd
dóttir, að svo fríð mær yrði að bera fagurt og fágætt
• heiti. Myndaði Símon þá heitið Friðfríður, og hét dóttir
hans svo.
Leit þessi að nýjum nöfnum bar oftar en skyldi þann
árangur, að upp voru tekin erlend heiti af ýmsum toga
eða mynduð ný, mörg þeirra vandræðaleg og eigi allfá
fáránleg. Helztu flokkar hinna nýju nafna, sem upp
voru tekin á þessu tímabili, eru þessir:
1. Biblíu- og dýrlingaheiti. Eins og fyrr var að vikið,
virðist það um skeið hafa verið talið guði til dýrðar eða
vottur um trúrækni, að velja börnum þvílík nöfn. Slíkt
er þó hinn mesti misskilningur. Mörg þessara heita eru
að sjálfsögðu góð og gild á sínum stöðum, og fóru vel
þeim mönnum, sem fyrstir báru þau, en eru mjög hjá-
róma við íslenzkt tungutak. Er æskilegt, að notkun
biblíu- og dýrlinganafna fari minnkandi, eigi síður en
annarra útlendra nafna, enda hygg ég að heldur hafi
stefnt í þá átt nú um skeið.
2. Heiti úr r'vmum og riddarasögum voru á tímabili
allmjög í tízku, þótt fæst þeirra yrðu mjög almenn né
langlíf í málinu. í manntalinu 1703 rekst maður á nokk-
ur slík nöfn, en þó ekki mörg. Árið 1855 skipta þau
hins vegar mörgum tugum. Á síðari hluta þeirrar aldar
tekur heldur að draga úr þessum sið, eins og nafna-
skrárnar frá 1910 bera með sér. Nú er almenningur
hættur að kveða og lesa rímur, og mun óvíða minni
hætta á nafnspillingu en úr þeirri átt.
3. Nöfn af dönskum uppruna. Þeim hefur tvímæla-
laust farið fækkandi á síðari áratugum og tiltölulega fá
ný bætzt í hópinn. Nokkur halda að vísu enn velli, en
ætla má að þróunin verði enn í þá átt, að þau týni held-
ur tölunni.
4. Heiti nafnkunnra manna erlendra voru mjög í
tízku um skeið. Eru þau oft næsta óheppileg og illa til
þess fallin, að íslenzkir menn burðist með þau ævilangt.
Því miður er þessi nafngiftasiður engan veginn úr sög-
unni ennþá, en ætti tvímælalaust að hverfa.
5. Nöfn úr erlendum skáldsögum voru allmikið tíðk-
uð á tímabili, en heldur mun hafa dregið úr þeim. Þó
eru þess dæmi, allt fram á þennan dag, að gripið er til
slíkra heita, jafnvel úr hinum lélegustu reyfurum.
6. Almanaksnöfn, er svo má kalla, voru mjög notuð
á ofanverðri 19. öld og öndverðri hinni 20. Á síðustu
áratugum hefur dregið verulega úr þeim faraldri.
7. Breyting karlanafna í kvennanöfn og kvennanafna
í karlanöfn hefur lengi verið í tízku, sem mjög orkar
til nafnspillingar. Eru enn mikil brögð að þessu, þótt
eitthvað hafi að líkindum úr þeirri venju dregið. Ætti
fólk að gæta þess vandlega, að því aðeins er hægt að
láta karlmann heita eftir kvenmanni og konu eftir karli,
að til séu samstæður karlkyns og kvenkyns af því, sem
nafnið merkir (Björn — Birna). Sé ekki svo, verður oft-
ast að láta það ógert, að nefna karl eftir konu og konu
eftir karli. Þó má stundum mynda kvennaheiti af end-
ingum karlaheita og öfugt. Af öllum karlaheitum, sem
enda á ar, má mynda kvennaheiti með endingunni vör,
af bergur með björg, af bjartur með björt o. s. frv. Þó
skyldu þeir, sem ekki hafa nokkurn veginn öruggan
málsmekk, gæta sín vel í þessum efnum, því að mjög
er hætt við mistökum á þeirri braut, svo sem dæmin
sanna.
8. Tvö nöfn gerð að einu. Ástæða er til að vara mjög
við hættuni, sem á vegi þeirra geta orðið, er reyna að
koma tveimur nöfnum saman í eitt. Hefur oft orðið
úr því hinn fráleitasti samsetningur. Þó að þess kunni
að vera dæmi, að slíkar samsetningar takist stórslysa-
lítið, eru hin langtum fleiri, sem telja ber víti til að
varast.
9. Mörg heiti á sama manni. Lengi var það algild
regla hér á landi, að skíra barn aðeins einu nafni. Á 18.
öld og einkum á hinni 19. fór það hins vegar mjög í
vöxt, að skírt væri tveimur nöfnum, þremur eða fleiri.
Ágæt er sú regla, að hver maður heiti einu góðu nafni.
Ef til vill er ekki ástæða til að amast við tveimur nöfn-
um, einkum ef þau hljóma vel saman, en fleiri nöfnum
en tveimur ættu engir foreldrar að láta skíra bam sitt.
XX.
Fróðlegt hefði verið að gera nokkra könnun á íslenzk-
um mannanöfnum eins og þau eru í dag, t. d. þeim meg-
Framhald á bls. 182.
] 60 Heima er bezt