Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 27
— Ertu búin að kveðja heimilisfólkið, Ásta mín?
— Nei, ég hefi engan kvatt. Viljið þér gera svo vel
að bera því kveðju mína með þakklæti fyrir samver-
una.
— Það skal ég gera, en ætlar þú að fara héðan án þess
að gefa Val tækifæri til þess að þakka þér lífgjöfina, og
kveðja hann? — Frú Hildur horfir blíðlega á Ástu, og
rödd hennar er þrungin heitri bæn.
Ásta lítur á frú Hildi, og óumræðileg kvöl endur-
speglast í tárvotum augum hennar. — Ég get ekki
kvatt hann, frú Hildur.
— Jú, Ásta mín, þú getur ekki farið héðan án þess
að kveðja hann. Augu sýslumannsfrúarinnar fyllast tár-
um, og hún hvíslar titrandi röddu: — Þú gerir það fyrir
mig að kveðja hann, Ásta mín. Frú Hildur réttir Ástu
báðar hendurnar, og í annað sinn á þessum morgni fall-
ast jjær í faðma.
Á þessari stundu getur Ásta ekki neitað bæn frú
Hildar, hversu þungbær sem kveðjustund þeirra Vals
kann að verða henni, og hún segir lágt og innilega:
— Ég skal gera eins og þér óskið, frú Hildur.
Sýslumannsfrúin faðmar Ástu enn fastar að sér og
þrýstir kossi á vanga hennar og gengur síðan að her-
bergisdyrum sonar síns og lýkur þeim upp.
Valur situr við borðið í herbergi sínu og styður hönd
undir kinn. Honum hefir ekki orðið svefnsamt í morg-
un, þó að hann hafi enn ekki gengið til starfa að venju.
Atburðir síðastliðins dags og frásögn móður hans af
björgunarafreki Ástu fylla huga hans. í annað sinn hefir
þessi unga hugprúða stúlka bjargað mannslífi úr bráðri
hættu, og nú var það hann sjálfur, sem varð hjálpar
hennar aðnjótandi. Dýpsta lotning og þakklæti gagn-
tekur sál sýslumannssonarins við þá tilhugsun. En Asta
hefir afneitað ást hans og þar með lagt framtíð hans
í rústir. Hvers vegna lofaði hún honum ekki að deyja
í ánni? Hann veit að til þess er hún of göfug. Hún
hefði lagt líf sitt í hættu til að bjarga hverjum, sem
í nauðum var staddur, og hverrar stéttar sem hann væri.
Og hún hefði ekkert tekið hann fram yfir aðra. Af
hverju eru örlögin svona miskunnarlaus við hann? Og
í dag er hún svo á förum frá Ártúni, eða ef til vill þegar
farin þaðan, og....
Valur hrekkur skyndilega upp úr hugsunum sín-
um. — Móðir hans stendur í dyrunum og segir dapur-
lega. — Valur minn, Ásta ætlar að kveðja þig. Hún er
á förum héðan.
Valur rís snöggt á fætur og gengur fram á gólfið.
— Láttu hana koma inn fyrir.
Ásta heyrir orð Vals, og gengur í fyrsta sinn inn í
herbergi hans, en spor hennar eru þung, og hún ætlar
ekki að dvelja þar lengi. Frú Hildur veit, að nú er henni
ofaukið og hraðar sér því út og lokar hurðinni á eftir
sér. En nokkur andartök nemur hún staðar fyrir fram-
an dyrnar, og heit bæn stígur frá vörum hennar.
Ásta gengur til Vals og réttir honum hönd sína. Hann
tekur snöggt um hönd hennar, og handtak hans er fast
og heitt, og svo segir hann hljómlausri og næstum ásak-
andi röddu: — Af hverju lofaðirðu mér ekki að deyja
í ánni í gærkvöldi, Ásta?
Ásta hikar við svarið, og henni er þungt um mál, en
svo segir hún að lokum: — Átti ég að horfa á þig
deyja, án þess að reyna að bjarga þér?
— Því ekki það?
— Hefðir þú gert það í mínum sporum?
— Nei, Ásta, ég hefði reynt að bjarga þér, þótt það
hefði kostað mig lífið.
— Því ásakarðu mig þá, Valur?
— Ég ásaka þig ekki fyrir lífgjöfina, Ásta, svo van-
þakklátur og vondur er ég ekki. En ég hélt að það
skipti þig ekki það miklu máli, hvort ég lifi eða dey,
að þú hefðir átt að stofna lífi þínu í bráða hættu fyrir
mig.
Orð hans dynja á Ástu eins og svipuhögg og særa
hana dýpra en allt annað, sem hún hefir orðið að þola
fram að þessu, og rödd hennar titrar af grátldökkva.
— Ég gat ekki annað en gert tilraun til að bjarga þér,
Valur, og það hefði gjarnan mátt kosta mitt eigið líf,
bara þér hefði verið borgið.
Ásta ræður ekki lengur við heitar og særðar tilfinn-
ingar sínar, og augu hennar fyllast tárum. Hún kippir
snöggt að sér höndinni og ætlar að hlaupa út úr her-
berginu, án þess að kveðja Val frekar. En hann grípur
um handfang hurðarinnar og stöðvar Ástu í tæka tíð.
Síðustu orð hennar hafa að fullu leyst úr læðingi hinar
ástheitu tilfinningar hjarta hans, sem honum hefir tek-
izt að fjötra um hríð með uppgerðarkulda og óljúfri
framkomu, en nú er því lokið. Ásta hefur lagt líf sitt
í hættu til að bjarga honum frá ömurlegum dauðdaga
og lýst því yfir, að hún hefði fús dáið fyrir hann. Ekkert
getur borið ást hennar fegurra vitni, og enginn getur
lagt meira að fóm fyrir elskhuga sinn en lífið sjálft.
Straumlygn áin sameinaði og vígði líf þeirra í gær-
kvöld með eldskírn sannrar ástar, og ekkert skal aðskilja
þau framar.
(Framhald).
• • VILLI •••••• 4