Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 19
Klukkan þrjú fórum við úr Sæluhúsinu í mokandi logndrífu, en er við vorum komnir kippkorn austur fyrir ána, var orðið svo dimmt af hríð, að við sáum ekki út úr augum, en héldum þó áfram, því að vafasamt var, að nokkur hagnaður væri í að snúa við, og algerlega óvíst að við fyndum aftur Sæluhúsið, og þó enn óvissara að við myndum finna Hólssel. En gert hafði verið ráð fyrir því um morguninn, er við fórum þaðan, að við kæmum þangað aftur um kvöldið, og þess vegna búizt við okkur. Þannig héldum við áfram all-lengi, en þá urðum við þess varir, að við vorum farnir að villast, sóttum meira upp á hægri höndina. Námum við því staðar og ræddum um, hvað gera skyldi. Vildum við nú reyna að ná þeirri stefnu, sem við hygðum rétta, og var nú tekið það ráð að ganga í sporaslóð, og færi Sigfinnur á undan, því að hann var kunnugur á þessum slóðum. Þá gætum við hinir séð, á hvora hliðina hallaðist. Haldið var nú þannig áfram um hríð, en brátt sáum við að þetta var tilgangslaust, því að skekkjan var enn sú hin sama. Var nú numið staðar á ný og ráðgazt um, hvað gera skyldi. En meðan við stóðum þarna, tókum við að heyra undirspil Norðra gamla. Það var þungur og dimmur niður, sem kom í öldum, er færðust stöðugt nær og nær. Var enginn okkar í vafa um, hvers nú mætti vænta á hverri stundu. Ægilegt fárviðri var hér á ferð- inni norðan yfir öræfin, og innan andartaks stundar myndi það ná okkur. Við vorum í áköfum spenningi, sáum ekkert út úr augunum, því að lognhríðin var svo dimm og nóttin að skella á. En við þurftum ekki lengi að bíða, því að áður en varði skall stórviðrið á með þeim ægiþunga og krafti, að eigi verður með orðum lýst. Við urðum algerlega agndofa og ráðvilltir í svipinn. Þarna stóðum við svo þétt saman sem frekast var unnt, svo að stormurinn skyldi ekki hrekja okkur hvern frá öðrum eitthvað út í buskann. Snjórinn klesstist í andlitin á okkur og fraus jafnóðum, svo að við urðum að brjóta skelina framan úr okkur öðru hvoru. En eftir skamma stund höfðum við jafnað okkur og náð jafnvægi og vorum ákveðnir í að halda áfram, meðan kraftar entust. Og ekki vildum við gefast upp að óreyndu.- Var nú fastmælum bundið að halda hópinn eins fast og fært reyndist, enda væri úti um hvern þann, er léti undan síga. Við vorum allir á skíðum og reyndum á þann hátt að brjótast áfram, en fundum brátt að þetta var ógerningur, því að svo miklum snjó hlóð niður, að skíðin hættu að skríða, og veittist okkur mjög erfitt að hafa okkur á móti veðrinu. Útlitið var nú orðið hálfskuggalegt. Komið var þreif- andi myrkur, og moldviðrið gerði okkur alveg blinda. En samt vorum við alveg óttalausir og ákveðnir í því, að halda áfram. Einu sinni rákumst við á brattan sandgíg og námum þar staðar. Fórum við upp í gíginn og tókum af okkur skíðin, en svo var veðurhæðin mikil, að við ætluðum ekki að geta hamið sltíðin í höndunum á okk- ur, og urðum við að liggja á þeim, á meðan við vorum að binda snæri í þau, svo að við gætum dregið þau á eftir okkur. Síðan urðum við að kafa snjóinn. Var þess vandlega gætt, að enginn yrði viðskila við hópinn, og vorum við alltaf að kallast á, svo að við vissum hver af öðrum. En nú var svo komið, að ekkert var hægt að segja, hvar við værum staddir, og ekki útlit fyrir annað, en áð við myndum liggja úti. En við kviðum engu, meðan við gátum haldið áfram. Veðurhæðin var geysileg og reif lausasnjóinn niður í hjam, svo að þar var gott að ganga. En þess á milli sátum við hálffastir í sköflunum. Okkur var ljóst, að við vorum komnir af réttri leið, því að við beittum ekki nógu mikið upp í veðrið, enda kom það í ljós síðar. Við vissum ekkert hvað tímanum leið nema það eitt, að nú var komið fram á nótt, er við allt í einu heyrðum ákaft hundagelt. En það kom úr þveröfugri átt frá því, sem við stefndum. Og svo rétt á eftir var blásið sterkt í hom. Við námum skyndilega staðar og tókum að spjalla um, hvaðan þessi hljóð myndu koma. Eftir hljóðunum að dæma virtist þetta ekki vera langt undan. Hornablástur- inn var endurtekinn þrisvar sinnum, en hundgáin hélt áfram á hlið við okkur og eitthvað út á öræfin. Okkur virtist nú hvorki staður né stund til langrar ráðstefnu og ákváðum þegar að breyta um stefnu og halda í þá átt, sem hljóðið barst frá, en það var beint upp í hríðina, en til þessa höfðum við haft storminn sniðhallt á vang- ann. Ætlaði þetta að reynast harla erfitt, því að veður- hæðin var svo mikil, að við urðum hvað eftir annað að snúa okkur undan veðrinu og verka framan úr okkur. En áfram var haldið þrátt fyrir alla erfiðleika, og er við eitt sinn vorum staddir á hjarnbletti, fundum við för í hjarninu undir fótum okkar, og krupum við niður til að þreifa nánar á þessu í myrkrinu. Fundum við hér slóð bæði eftir mann og kindur, og tók nú heldur að vænkast ráðið. Var nú stefna tekin eftir förum þessum og haldið áfram um hríð, og fjölgaði þá fjárslóðunum. Skildist okkur, að nú myndum við vera skammt frá fjár- húsum, enda reyndist það svo. Eftir stutta göngu kom- um við að fj árhúsa-þyrpingu. Og þeirri stundu urðum við harla fegnir. Stóðum við nú í skjóli við húsin um hríð og jöfnuðum okkur dálítið. Og er rofaði til í hríð- inni, sáum við móta fyrir annarri húsaþyrpingu, og að þetta var bær! Var nú ekki beðið Jengur boðanna. Tók- um við allir sprettinn til bæjar og sáum brátt, okkur til mikillar gleði, að þetta var Hólssel! Viðtökurnar í Hólsseli. Óðar er við komum í hlaðið í Hólsseli, var bæjarhurð- in opnuð, og í dyrunum stóð Sigurður bóndi. Við skild- um skíðin eftir á hlaðinu og gengum í bæinn. Ég full- yrði, að þótt við hefðum verið börn þeirra Hólssels- hjóna, hefðu viðtökurnar ekld getað verið betri, því að allt var gert sem hægt var okkur til hjálpar og hressing- ar. Byrjað var á því að færa okkur úr snjófötunum, sem voru orðin eitt ldakastykki. Samföst íshella lá ofan á Heima er bezt 167

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.