Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 9
Frá opnun skenmitigarðsins í Víðinesi. Bjarni Egilsson, bæjar- stjóri á Gimli, flytur ræðu. Baldi Arnason, formaður fyrir- tækisins, lengst til vinstri. aði vatnsborðið í Winnipegvatni svo, að efsti hluti tang- ans fór í kaf, og breyttist nú nafn hans í Víðieyja (Wil- low Island). Og tíminn leið og tanginn beið og reis úr sævi á ný. Annan ágúst síðastliðið sumar (1958) var mannaferð rnikil um Víðines, sem nú var fánum skreytt og kominn þangað ágætur vegur. En þann dag var tanginn opnaður sem almennur skemmtigarður og útivistarstaður surnar- gesta. Fór opnunin fram með þeirri viðhöfn, er tilheyrði. Draumur Balda Andersons hafði rætzt. Vér skulum nú litast urn á Víðinesi hinu nýja. Svo sem mílu fyrir sunnan Gimli-bæ liggur hliðarvegur frá þjóðbrautinni í átt til vatnsins. Við vegamótin er reist stílhreint og myndarlegt hlið, gert úr viðarbolum, líkt og bjálkakofarnir fornu. A þverslá er ritað með stórum stöfum Willow Island, en þar fyrir neðan eru spjöld, sem sýna, hvers gestir geti notið á þessum slóðum, en fólki er gefinn kostur á að reisa þar tjöld sín. Þarna er hægt að iðka sund, róður, veiða fisk og fugla o. s. frv. Þá er einnig bent á helztu staðina á tanganum, en þeir eru: Baldaströnd (Baldi’s Beach), Landnemaflöt (Pio- neers’ Field) og Hvitisteinn. Auðsætt er, að með þessu er verið að leitast við að geyma minninguna um fyrstu landgönguna á Víðinesi. Frá hliðinu liggur nýgerður akvegur fram á tangann. Fyrst liggur hann um víðáttu - miklar mýrar og flóa, þar sem Baldi Anderson stóð fyrr- um við heyskap. Þar hefst við mikill fjöldi anda og annarra sundfugla, og er þar ágætt veiðiland á haustin. Ofan til er tanginn iágur og mjór, þar sem vatnið flóði fyrrum yfir hann, en framar hækkar hann og breikkar og þar er útivistarsvæðið meira en míla á lengd. Sunnan og vestan á tanganum hefur verið gerð lítil smábátahöfn. Þar eru skemmtibátar til leigu, en venjulega er hættu- laust að róa og sigla um þann hluta vatnsins, sem er sunnan við tangann, þótt allmikil alda geti verið fyrir norðan hann. Nokkru framar er hinn eiginlegi skemmti- staður. Þar hafa verið reist hús til veitingasölu, dans- pallur, snyrtildefar og annað það, sem heyrir til slíkum stað. Um tangann hafa verið lagðir gangstígar og mörk- uð eru tjaldstæði, reist upp borð og útieldstór, gerð bíla- stæði og önnur nauðsynleg þægindi fyrir ferðamenn. Við ströndina eru reistir baðklefar, þar sem menn geta fengið sér heit og köld steypiböð og skolað af sér grugg- ið, sem oft er í vatninu, þótt menn baði sig mikið í því. Öllum mannvirkjum er komið fyrir af hagsýni og smekkvísi og þess gætt, að þau raski sem minnst svip náttúrunnar, en allur fremri hluti tangans er vaxinn all- háu víðikjarri, og eru mannvirki í tilbúnum og náttúr- legum rjóðrum. Þótt tanginn sé lágur, er hann þurr- lendur, því að jarðvegur er sendinn, og er náttúrlegt valllendi í rjóðrunum. Feitazt hefur verið við að minna á sögu og minningar staðarins, eða eins og blaðamaður einn komst að orði, þar sem hann lýsti opnuninni: „Er vér reikuðum um skemmtigarðinn, var eins og vér fyndum til nálægðar hinna horfnu landnema, og að hinn vaski kapteinn, bóndi og gestgjafi Baldi Anderson brosti samþykkjandi til okkar.“ Þótt sleppt sé hinni sögulegu minningu um staðinn, sem vitanlega lifir aðallega meðal íslendinga, þá er Víði- nes samt svo ákjósanlegur sumarskemmtistaður, að vart verður á annan betri kosið, að minnsta kosti ekki þar um slóðir. Þegar hefur þess verið getið, sem unnt er að dveljast við. Vegna kjarrsins er ætíð skjól að finna öðru hvorum megin á tanganum, en hins vegar leikur að jafn- aði urn hann hæfilegur svali frá vatninu, þegar sólsterkja Manitoba-sumarsins er sem mest. Ströndin er sendin og hin ákjósanlegasta baðströnd. Þegar hefur verið séð fyrir öllum hinum nauðsynlegustu þægindum, svo sem Jóhann og Valdi Árnasynir í víkingabúningi á lslendinga- deginum á Gimli. Heima er bezt 157

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.