Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 24
Pegar afi og amma þeirra ungmenna, sem nú eru á æskuskeiði, voru ung og æskurjóð, var Guðmundur skólaskáld elskaður og dáður af æskumönnum þeirra tíma. Hann var fæddur að Hrólfsstaðahelli í Landsveit í Rángárvallasýslu hinn 5. september árið 1874. Hann lauk stúdentsprófi árið 1897 og byrjaði háskólanám í læknisfræði en lauk ekki prófi. Hann byrjaði ungur að yrkja og var því kallaður skóla- skáld. Hann var leikandi Ijóðskáld, hrifnæmur og heitur. Hann andaðist 19. marz 1919 aðeins 44 ára gamall. Hér birtist Ijóðið Þrek og tár eftir Guðmund Guð- mundsson skólaskáld. Erla Þorsteinsdóttir og Haukur Morthens hafa sungið ljóð og lag inn á hljómplötu fyrir nokkru. Nokkrir lesendur þáttarins hafa óskað eftir þessu ljóði. Hann: „Viltu með mér vaka, er blómin sofa, vina mín, og ganga suður að tjörn? Þar í laut við lágan eigum kofa, lékum við þar okkur saman börn. Þar við gættum fjár um fölvar nætur, — fallegt var þar út við hólinn minn. — Hvort er sem mér sýnist, að þú grætur? Seg mér, hví er dapur hugur þinn? “ Hún: „Hví ég græt? — Ó, burt er æskan bjarta, bemsku minnar dáin sérhver rós. — Það er sárt, í sínu unga hjarta að sjá, hve slokkna öll hin skærstu ljós. Ó, hve fegin vildi eg verða aftur vorsins barn og hérna leika mér; nú er lamað þrek mitt, þrotinn kraftur, þunga sorg á herðum mér ég ber.“ Hann: „Hvað þá? — Gráta gamla æskudrauma, gamla drauma, bara óra og tál! Láttu þrekið þrífa stýristauma, það er hægt að kljúfa lífsins ál. — Kemur ekki vor að liðnum vetri? Vakna ei nýjar rósir sumar hvert? Voru hinar fyrri fegri, betri? Felldu ei tár, en glöð og hugrökk vert!“ Hún: „Þú átt gott, þú þekkir ekki sárin. Þekkir ei né skilur hjartans mál. Þrek er gull, en gull eru líka tárin, guðleg svölun hverri þreyttri sál. Stundum þeim, er þrekið prýddi og kraftur, þögul, höfug féllu tár um kinn. En sama rósin sprettur aldrei aftur, þótt önnur fegri skreyti veginn þinn. Sigurbjörn í Skál, Gunnsi í Vestur-Skaftafellssýslu, Áslaug og Gunna og fleiri biðja um ljóðið Draumur fangans. Ljóðið er eftir Tólfta september, en Erla Þor- steinsdóttir hefur sungið ljóð og lag inn á hljómplötu: Það var um nótt, — þú drapst á dyr hjá mér — að dyrnar opnuðust af sjálfu sér, og inn þú komst og kveiktir ljós mér hjá. Ég kraup að fótum þér í hljóðri þrá. Þú lagðir hönd að brjósti mér svo blítt, að birta tók og mér varð aftur hlýtt. Ó, milda stund! Hve létt varð leiðin heim um loftbraut hugans — vorsins bjarta geim. Er óskir rætast bætist böl og stríð, í blóma fjarlægðar sést liðin tíð. En við oss blasir björt og fögur strönd og bak við hana sólrík draumalönd. Þá Ieiðumst við í lífsins helgidóm, — í Ijúfum sporum vaxa munablóm. — Og fótmál vor — hvert skref á skammri stund, þótt skiljumst hér — er heit um endurfund. Þá kemur hér að Iokum lítið ljóð, sem heitir Litli stúfur. Höfundur ljóðsins er Loftur Guðmundsson rit- höfundur. Erla Þorsteinsdóttir hefur sungið þetta ljúfa ljóð inn á hljómplötu: Ljúfur, hýr og lítill stúfur, leið og myrk er nótt; löngum hafa úr rökkurdjúpum að mér skuggar sótt. Legg við brjóst mér, litli stúfur, Ijósan kolhnn þinn. Litli stúfur, þú ert beztur vemdarengill minn. í nótt, í nótt fær ekkert illt mig sótt. Yfir djúpin myrk inn á draumasvið við svífum hlið við hlið. Svo leiðir þú mig, lítill stúfur, langt frá því sem var, þangað, sem að þögnin hvorki þekkir spurn né svar. Fyrir austan sól lifnar allt, sem nepjan kól. Ljúfur, hýr og lítill stúfur, loks er dagur skín, vekja mig til vonargleði vörmu brosin þín. Iegg að vanga, litli stúfur, Iófann hlýja þinn. Litli stúfur, þú ert beztur verndarengill minn. Enn vantar mikið á að allra óskir séu uppfylltar, og væntanlega bætast margar nýjar óskir við. Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135, Rvík. 172 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.