Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 11
'GILS GUÐMUNDSSON:
ÍSLENZK MANNANÖFN IV.
„Jíver mahur skal heita einu islenzku nafni eða tveim.“
XVI
Fróðlegt er að gefa gaum að því, hvaða
mannanöfn eru sérkennandi fyrir einstakar
sýslur eða ákveðna landshluta, halda velli um
langt skeið á einhverju afmörkuðu svæði, en
finnast naumast annars staðar á landinu. Ekki eru tök á
að fjalla hér rækilega um þetta, en lítið eitt skal það þó
athugað.
í þessu sambandi kemur manni einna helzt í hug, að
fróðlegt væri að vita, hvort þess sæjust nokkur merki,
að nöfn úr fornum höfðingjaættum hefðu haldizt við
um aldir í þeim héruðum, þar sem ættirnar áttu upp-
runa sinn og óðul og stóðu traustustum fótum. Eru
dæmi þess, að áhrifa frá nafngiftum fornætta gæti enn
á 19. og 20. öldr Ég tel ótvírætt, að þeirri spurningu
beri að svara játandi. Hér er að vísu óhægt um vik að
því er snertir athugun á þeim heitum, sem orðið hafa
algeng í landinu og tíðkast í hverju héraði. En ekki
þarf lengi að kanna heimkynni sumra hinna fátíðari
nafna til þess að ganga úr skuggá um, að enn gætir all-
víða nafnvenja, er rekja má með allmiklu öryggi langt
aftur í aldir, jáfnvel allt aftur á landnámstíð. Rangár-
vallasýsla er í þessu efni eitthvert gleggsta dæmið. í
manntalinu 1703 koma þar fyrir nöfn eins og Loftur
Filippusson, Hallbera Hálfdanardóttir, Þóra Sœmunds-
dóttir og fleiri, sem beina huganum þegar til Oddaverja-
ættar. Svipað verður uppi á teningnum við athugun
nafngifta þar í sýslu árið 1855. Sum nöfn Skógverja
hinna fomu og ýmis Oddaverjanöfn eru þá enn miklu
tíðari í Rangárþingi en í nokkru öðru héraði. Skulu
nefnd um það nokkur dæmi.
Nafnið Brandur bera árið 1855 14 menn í Rangár-
vallasýslu, en í engri annarri sýslu heita svo fleiri en 4.
Filippus heita 18 menn í Rangárvallasýslu og 5 í Árnes-
sýslu, en 8 bera nafn þetta í öllum öðram sýslum lands-
ins samanlagt. Nafnið Hallbera bera árið 1855 18 konur
í Rangárþingi, og er það miklu tíðara þar en í nokkru
öðru héraði. Næsttíðast er nafn þetta í Gullbringusýslu
og Árnessýslu. Nöfnin Sæmundur, Ormur og Loftur eru
einnig tiltölulega algeng í Rangárvallasýslu, en jafn-
framt nokkuð útbreidd í nálægum héruðum. Öll eru
þau miklu tíðari á Suðurlandi en í öðrum Iandshlutum.
Allt eru þetta, svo sem kunnugt er, nöfn úr ættum
Oddaverja og Skógverja, hinna fornu höfðingjaætta í
Rangárþingi.
XVII.
Ekki verður sömu fastheldni í nafngiftum vart, ef at-
huðaður er tíðleiki nafna, sem einkennandi var fyrir
ýmsar aðrar fornar höfðingjaættir. Nöfn Sturlunga eru
til að mynda ekki sérlega tíð á Vesturlandi, enda sum
þeirra nokkuð algeng um land allt, svo sem Þórður, Sig-
hvatur og Snorri. Helzt mætti sjá þeirra frænda einhver
merki, ef athugað er nafnið Sturla. Árið 1855 er það
langtíðast í ísafjarðarsýslu, en á Vestfjörðum var veldi
Sturlunga lengi mikið. Nöfn Ásbirninga virðast ekki
hafa varðveitzt tiltakanlega vel í Skagafirði, og hið
sama gildir um heiti fleiri merkra ætta frá fyrri tíð. Lík-
legt þykir mér þó, að vandleg könnun á manntalinu frá
1703 muni leiða í ljós, að allt fram á 18. öld hafi verið
furðumikil festa í nafngiftum, svo að í ýmsum tilfellum
megi rekja sérkennileg, staðbundin nöfn langt aftur í
tímann, jafnvel allt til landnámsmanna. Skal í því sam-
bandi bent á athyglisvert dæmi:
Landnáma segir frá því, að Hafur-Björn, sonur
Molda-Gnúps landnámsmanns, hafi flutzt til Grinda-
víkur og tekið sér þar bólfestu. Bróðir Björns hét Gnúp-
ur, eins og faðir hans. Nú ér auðvelt að ganga úr skugga
um það að Gnúpur eða Niípur hefur verið afarfágætt
mannsnafn hér á landi allt síðan á landnámsöld. Að
Landnámu slepptri hef ég ekki orðið var við þetta nafn
nema tvívegis fram til manntalsins 1703. Gnúpur bóndi
í Grímsey var uppi á 13. öld. Er hann nefndur bæði í
Sturlungu og Biskupasögum. Biskupasögur nefna einnig
árið 1289 Gnúp prest Hallason, sendimann Árna biskups
Þorlákssonar, en ekki er getið hverrar ættar hann var
né hvar hann var prestur.
I manntalinu 1703 finnast, svo að mér sé kunnugt,
aðeins tveir menn með þessu afar-fágæta nafni, Núpur
Nikulásson bóndi í Minni-Vogum á Vatnsleysuströnda.
og Núpur Oddsson, vinnumaður í Innri-Njarðvík. Þar
sem maður rekst á þessa tvo nafna svo að segja á næstu
grösum við bólstað Bjarnar Gnúpssonar landnámsmanns
í Grindavík, er vissulega freistandi að draga þá ályktun,
að eitthvert samband sé þarna á milli.
XVIII.
Þessu næst vil ég geta um nokkur nöfn, sem mjög
virðast staðbundin, tíðkast ýmist lítið eða ekkert nema
í ákveðnum landshluta eða vissri sýslu. Þau heiti, sem
svo er ástatt um, eru þó miklu fleiri en hér verða talin.
Verður þetta aðeins lítið sýnishom, og er einkum
miðað við nafnaskrárnar frá 1855.
Einkennandi fyrir Sunnlendingafjórðung eru nöfnin
Ailexíus, Bergsteinn, Diðrik, Erlingur, Eysteinn, Ey-
vindur, Felix, Hróbjartur, Narfi, Vernharður, Þórodd-
ur, Birgitta, Finnbjörg, Jódís, Oddrún, Salgerður, Úlf-
hildur, Þjóðbjörg.
Einkennandi fyrir Vestfirðingafjórðung eru þessi
nöfn: Bogi, Bæringur, Engilbert, Friðbert, Guðbjartur,
Kári, Karvel, Salómon, Sturlaugur, Össur, Indíana, Jens-
ína, Jófríður, Oddfríður.
Heima er bezt 159