Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 33
inn aftur spurði hún, hvort hann hefði ekki borðað neitt, þegar hann hefði komið heim í gærkvöld. „Það get ég varla talið, var hið stutta svar hans. „Það hefur allt verið kettinum að kenna,“ sagði hún. „Það er ekki annar vandinn en að nenna að loka búr- hurðinni, þá étur hann ekkert eða brýtur, greyið,“ svaraði hann, þegar hann hafði lokið úr könnunni. „Og nú verða allir að fara í móinn eftir matinn. Hann má ekki blotna.“ „Það er nú ekki um marga að gera nema mig og strák- inn,“ sagði Bogga. „Varla fer Jóhanna út úr bænum. Hún er að minnsta kosti ekki vön því.“ „Hún verður nú samt að gera það í dag. Þau eru ekki svo mikil, bæjarverkin, að hún geti ekki yfirgefið þau. Það er þá heldur ekki verið að nostra við þau, sýnist mér.“ Þegar búið var að borða, sagði Kristján Jóhönnu, að nú yrði hún að koma upp í móinn; allt annað yrði að sitja á hakanum. Það væri hvort eð er ekki síður áhuga- mál húsmóðurinnar en húsbóndaris, að eldsneytið væri gott. „Ég hef nú aldrei ætlað mér að verða svo lengi að ég þurfi að hafa áhyggjur af eldiviðnum,“ sagði hún ön- ug. „Svo finnst mér að ég geti tæplega skilið Geirlaugu eftir í rúminu.“ „Ég skal tala við hana. Mér finnst ólíklegt, að hún hafi ekki sinn vanalega áhuga fyrir heimilisstörfunum og vilji ekki að mórinn komist saman,“ sagði Kristján og fór inn í baðstofu og bauð Geirlaugu góðan dag og spurði eftir líðan hennar. Slíkt var óvanalegt. Geirlaug var stutt í svörum. Bjóst við, að sín líðan myndi verða svona bágborin það sem eftir væri. „Onei, þetta fer að lagast, Geirlaug mín. Ég hlakka til þess, þegar þú getur farið að hugsa um matarverkin. Þetta eru dauðans vandræði, hvernig lítur út í maskínu- húsinu.“ „Mér heyrðist líka á blessaðri húsmóðurinni, sem hér var á ferðinni í gærdag, að henni litist ekki meira en svo á það,“ sagði nú Geirlaug. „Ég vona, að þér detti ekki í hug að fara að flytja að Þúfum,“ sagði hann. „Mér er búið að blæða nóg, þó að þú farir ekki líka af heimilinu.“ „Það verður nú eftir því, hvort ég kemst til þeirrar heilsu, að ég geti gert nokkuð fyrir heimili þitt. Sjálf- sagt kann ég nú hvergi betur við mig en hérna.“ „Mig langar til að taka saman móinn í dag. Heldurðu að þér leiðist í bænum, ef Jóhanna færi með. Það er nú heldur fáliðað, eins og þú veizt.“ „Skárra væri það, ef ég gæti ekki verið ein í bænum. Það er sjálfsagt að reyna að koma mónum saman.“ „Mér datt það í hug, að þú hefðir kannske einhvern áhuga fyrir eldsneytinu, en það hefur hún áreiðanlega ekki, þessi ráðskonumynd, sem nú er hér,“ sagði hann sárfeginn þessum undirtektum Geirlaugar. Hún var eina heimilismanneskjan, sem hafði nokkra hugsun á, hvernig búskapurinn gengi. (Framhald). Hér birtast úrslitin í BARNAGETRAUN „Heima er bezt“, sem lauk i febrúar-blabinu í ÞETTA SINN, eins og endranær, hefur barnagetraunin náð mildum vinsældum hjá yngri lesendum „Heima er bezt“, og hefur mörgum tekizt að leysa þrautirnar og senda rétt svör við spurningunum. Fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri hefur nú dregið út sigur- vegarana úr þeim réttu ráðningum, sem blaðinu bárust, og hér koma nöfn sigurvegaranna: 1. verðlaun: TVEGGJA MANNA TJALD hlutu braðurnir SIGURÐUR OG UNNSTEINN STEFÁNSSYNIR, Bessastöðum, Dalvík. 2. verðiaun: SVEFNPOKA hlaut FRÍMANN A. STURLUSON, Hlíðarvegi 33, ísafirði. 3. verðlaun: BAKPOKA hlaut INGIMUNDUR INGIMUNDARSON, Svanshóli, Kaldrananeshreppi, Strandasýslu. 4. verðlaun: KULDAÚLPU hlaut HELGA JÓNSDÓTTIR, Syðsta-Samtúni, Glæsibæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu. Allir verðlaunagripimir eru framleiddir hjá hinum viður- kenndu verksmiðjum Belgjagerðinni og Skjólfatagerðinni. Um leið og við óskum sigurvegurunum til hamingju með verðlaunin, vonum við að þeir megi njóta þeirra bæði vel og lengi. Heima er bezt 181

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.