Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 20
húfu og niður á kápukraga, svo að ekki var hlaupið að því að losa okkur úr þeirri klakabrvnju. En er því var lokið, var okkur borið brennheitt kaffi og nýbakaðar kleinur. Því næst var leyst frá skjóðunni og spurt frétta frá báðum hliðunt. Við vildum frétta af hornablæstrinum og hundgánni, og sagði Sigurður okkur þá sögu. Búizt hafði verið við okkur um kvöldið, en er veðrið skall á, óttaðist fólkið um okkur og gat eins vel búizt við, að við myndum ekki hafa okkur til bæja. Og allir þóttust vita, að við myndum ekki setjast að í Sæluhúsinu, heldur reyna að komast til bæja, þótt harðsótt yrði. Háttaði því enginn í Hólsseli um kvöldið, þar sem því virtist veðrið svo afskaplegt. En um miðnæturleytið sendi Sig- urður hundana út í bylinn, en þeir þutu geltandi eitt- hvað suður á fjöll. En svo fór Sigurður sjálfur með lampaglas út í hríðina og blés í af öllum mætti, ef það mætti verða til þess, að við gætum heyrt það. Og ein- mitt vegna þess náðum við heim að Hólsseli klukkan tvö um nóttina og mátti ekki tæpara standa! Við vorum komnir af réttri leið, svo að óhugsandi var, að við hefð- um náð til bæja um nóttina, og var þá með öllu óvíst, hvar við hefðum verið niður komnir daginn eftir. Síðan sögðum við frá því, hvernig okkur hefði gengið um daginn og nóttina, eftir að bylurinn skall á. Benedikt var verst búinn og óvíst, hvort hann hefði lifað af nótt- ina, hefðum við ekki náð til bæja. Eftir að við vorum komnir úr snjófötunum og höfð- um hresst okkur bærilega á kaffinu, vorum við settir til borðs, þar sem framreitt var heitt hangikjöt, pott- brauð og smjör og ýmislegt fleira. Tókum við hraust- lega til matar, því þá fundum við greinilega, að við vorum orðnir reglulega svangir. Enda höfðum við ekk- ert snætt frá því að við fórum frá Hólsseli, að undan- skildum bita þeim, sem við höfðum stungið í vasa okkar um daginn. En nú höfðum við verið tæpan sólarhring á viðstöðulausri göngu og fórum aldrei af skíðunum, fyrr en fárviðrið neyddi okkur til þess. Að lokinni hressilegri máltíð vorum við reknir í rúm- ið og vorum samstundis sofnaðir, þreyttir og veðurbarð- ir eftir harða hildi. En úti hamaðist fárviðrið óslitið og hristi bæjarhúsin, svo að þau nötruðu og kipptust til. Og gott áttu menn og skepnur, sem höfðu þak yfir höfði sér þessa nótt! Eftirleikur og sögulok. Þegar við vöknuðum um morguninn þann 28. febrú- ar var veður hið sama, svo að eigi var um annað að gera en að láta húsin skýla sér, og vorum við þakklátir fyrir húsaskjóiið. En að afliðnu hádegi léíti talsvert hríðinni, og komu þá tveir menn frá Grímsstöðum. Sögðu þeir, að símað hefði verið frá Reykjahlíð og spurt eftir okkur, því að heima fyrir voru allir orðnir hræddir um, að við hefðum ekki náð til bæja. Einnig sögðu þeir okkur aðrar fréttir. Kjartan Kristjánsson á Grímsstöðum hafði lagt að stað daginn áður áleiðis til Reykjahlíðar til að sækja líkkistu utan um gamla konu, sem dáið hafði þar. En Kjartan hefði hvergi kornið fram, og Jón í Reykjahlíð hefði ekki náð fé sínu í hús, áður en óveðrið skall á, og hefði fennt eitthvað af því. — Það náðist þó flest allt lifandi. Sló nú óhug á alla út af þessum fréttum, sem vonlegt var. Þótti okkur félögum harla nær okkur höggvið, þar sem munaði svo mjóu að við yrðum úti, og hugsa svo til baráttu Kjartans með hest og sleða í þessu fárviðri og vita ekkert unt afdrif hans. Morguninn eftir, þann 1. marz, var komið bjart veð- ur, og var þá búizt til ferðar, því að nú átti að halda heim. Stigum við nú á skíðin og héldum áleiðis til Sælu- hússins og tókum þar pjönkur okkar. En nú var að vita, hvernig hestunum liði. Við hröðuðum ferð okkar þang- að, sem þeirra var von, og fundum þá alla sæmilega hressa. Var síðan haldið af stað, og reyndist færið fremur misjafnt, en samt sóttist ferðín vel, og komum við að Reykjahlíð um kvöldið. Fréttum við þar, að Kjartan hefði fundizt lifandi, en allmjög þrekaður, og þótti okkur það góðar fréttir. — Við gistum í Reykja- hlíð um nóttina, og fengum þar beztu viðtökur. Daginn eftir, þann 2. marz, hélt ég heimleiðis, og var bezta veður þann dag allan. Er heim kom, var mér fagn- að ágætlega. Og ég segi fyrir mitt leyti, að ég var feg- inn að vera komínn heim, eftir sjö daga ferð austur um Mývatnsöræfi og hafa lent í mesta fárviðri, sem geisað hafði um þessar slóðir, sennilega um áratugi. Og það veit ég, að þessi stórhríðar-bylur verður mér lengi minn- isstæður. Býst ég einnig við, að eins dæmi muni vera talið, að lampaglas hafi orðið fjórum mönnum til bjarg- ar og vísað þeim rammvilltum veg til bæjar í blindhríð og náttmyrkri! En þetta hefur sennilega bjargað lífi okkar þessa örlaganótt á Mývatnsöræfum. Mörgum árum seinna hitti ég Sigfinn Sigurjónsson á Grímsstöðum við Hraunsrétt i Aðaldal. Og þá spyr hann mig, hvort ég rnuni enn hestagönguna á Mývatns- öræfum forðum. Ég segist nú halda það! Og segir hann þá: „Það var harðsótt ferðálagið þá, en allt fór samt betur en á horfðist." Rétt á eftir kvöddumst við með hlýju handtaki, og var það í síðasta sinn sem við sáumst. Mér þótti vænt um að fá að hitta þennan mæta mann á ný. Hann var viðurkenndur fyrir frábæran dugnað og áræði í öllum ferðalögum. En nú er hann dáinn, og einnig Benedikt Kristjánsson á Arnarvatni. Eftir lifum við nú tveir, Kristján Jónsson, sem nú er bóndi á Sveinsströnd, og ég, scm línur þessar skrifa. Vil ég nú Ijúka línum þessum með kærri þökk til hins lifanda — og hinna látnu. Menn þessir allir voru hinir beztu félagar, og datt engum þeirra í hug að gefast upp, þótt lokuð virtust öll sund og bjargir allar bannaðar. Voru allir sem einn maður, einhuga um að brjótast áfram, meðan fært reyndist. Og síðan barst hjálpin líka í tæka tíð, svo að allir sluppu lítt skemmdir. J68 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.