Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 5
Hrafnagil 1908. — Mennirnir frernst á myndinni eru: Joh. Focken (Þjóðverji), Bjarni Jónsson frá Vogi, Sigurður Sigurðsson, skólastjóri á Hólum, og séra Jónas Jónasson. — Myndina tók Carl Kuchler. Að loknu stúdentsprófi settist Jónas í læknaskólann og iauk embættisprófi í læknisfræði við háskólann 1914 með hárri I. einkunn. Næstu árin var hann á faraldsfæti, ýmist við nám eða læknisstörf. Var þannig scttur héraðs- læknir í Síðuhéraði 1914—15. Lengst var hann þó starf- andi á heilsuhælum og sjúkrahúsum við framhaldsnám, bæði hér á A ífilsstöðum og úti í Danmörku. Að loknu því námi var hann starfandi læknir á Eyrarbakka eitt ár, unz hann fluttist til Akureyrar 1919, þar sem hann var starfandi læknir þangað til hann tók við forstöðu Krist- neshælisins 1927, eins og fyrr getur. Áður en hann tæki við starfinu ferðaðist hann enn til útlanda til frekari undirbúnings og dvaldist þá ytra um nokkurra rnánaða skeið. í raun réttri var það ekkert undarlegt að Jónas Rafnar gerði berklalækningar að sérgrein sinni. Berklaveikin var á uppvaxtarárum hans mjög útbreidd í æskuhéraði hans, og hafði gerzt þunghögg mjög í fjölskyldu hans. Þar voru verkefnin næg, til að lækna og hjálpa. Eins og fyrr getur, var Kristneshælið reist að veru- legu leyti vegna sameiginlegs áhuga Norðlendinga. Góðar óskir fylgdu því og starfsliði þess úr garði, en engu að síður fór því fjarri, að það væri létt verk, að takast á hendur forstöðu hælisins. Margir hlutir voru enn af vanefnum gerðir, en aðsókn sjúklinga hins vegar svo mikil lengi framan af, að mjög erfitt var að fullnægja þörfinni. Margt þurfti að spara, bæði starfslið og annað, og jók það vitanlega erfiði yfirlæknisins. — En Jónasi Rafnar tókst að sigla öllu heilu í höfn. Elælið var stækk- að, eftir því sem þörfin krafði, húsakostur og aðbúnaður bættur stórlega og starfslið aukið. Og það sem ánægju- legast var af öllu, berklaveikin tók að minnka, og af þeim sökum tók sjúklingum að fækka verulega, þegar leið á starfsævi Jónasar. Það er staðreynd, að síðustu áratugina hefur berklaveikin fjarað út í landinu. Margt hefur að því stuðlað, að svo mætti verða, en víst er það, að Jónas Rafnar og Kristneshæli eiga þar sinn drjúga skerf. Það hefur löngum þótt erfitt verk að stýra fjölmenn- um stofnunum, ekki sízt þar sem margt er um sjúka menn, eins og á heilsuhælum, svo að ekki komi til á- rekstra og óánægju. Um það höfum vér allt of marga vitnisburði. En ef litið er á starf Jónasar Rafnar, þá vekur það fljótt athygli, hversu árekstrarnir voru fáir og smáir, og ekki minnist ég þess, að hælið eða rekstur þess yrði nokkru sinni fyrir alvarlegri árás öll þau ár. Starfi hans þar verður naumast betur lýst með öðru orði en að það var farsælt. — Fyrir mörgum árum átti ég tal við Heima er bezt 153

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.