Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 25
Frú Hildur gengur beina leið upp í svefnherbergi sonar síns og býr honum hlýja og mjúka hvílu, en hraustum líkama hans hefir ekkert orðið meint af köldu árbaðinu. Valur matast í flýti og leggst að því loknu til hvíldar. Hann er þreyttur eftir daginn. Móðir hans sezt við hvílu sonar síns og bíður þess að hann komist í værð, eins og þegar hann var lítill drengur, en Valur er seinn í svefninn að þessu sinni, þrátt fyrir þreytu dagsins og svefnleysi síðast liðna nótt. Hvorugt mæð- ginanna mælir orð, en hin djúpa þögn bergmálar and- vörp hjartnanna tveggja, og bæði eru þau þrungin heit- um sársauka, en orsakir hans eru óskyldar. Hjarta sýslu- mannssonarins unga berst af vonlausri þrá eftir stúlk- unni sem hann elskar, lífgjafa hans, en frú Hildur stríðir við ásakandi rödd sinnar eigin samvizku og brennandi iðrun. En kvöldið líður, og að lokum sigrar svefninn þreyttan sýslumannssoninn. Þegar frú Hildur sér, að Valur er sofnaður, gengur hún hljóðlega út úr herbergi hans. En frammi á gang- inum nemur hún skyndilega staðar, gagntekin af nýrri hugsun. Hún hefir alveg gleymt því fram að þessu, að Asta kom alvot heim, engu síður en Valur úr fang- brögðum sínum við ána. En enginn hlýjaði rúmið hennar eða færði henni heitan drykk til hressingar, hún á heldur engar móðurhendur. Frú Hildur iðrast sárlega vanrækslu sinnar og gengur að herbergisdyrum Ástu. Hún drepur létt á dyr, en fær ekkert svar. — Þá tekur hún þétt um handfangið og knýr á dyrnar, en þær eru harðlæstar. — Ásta, — kallar hún, en enginn svarar. Frú Hildur verður að sætta sig við að bíða til morguns eftir því að fá vitneskju um iíðan Ástu að loknu björgunarafreki hennar. Hún snýr frá herbergisdyrunum og gengur inn í svefnherbergið. Þórður sýslumaður er háttaður og hvílir í værum svefni. Frú Hildur afklæðist hljóðlega og leggst til hvíldar við hlið manns síns, en hún getur ekld sofnað. í hljóð- um faðmi næturinnar vakir sýslumannsfrúin að Ártúni ein með hugsanir sínar. Hinn óvænti athurður suður við ána hefir valdið straumhvörfum í lífi hennar, og hún lifir hann upp aftur nákvæmlega í huga sínum, allt frá því er hún sá folann fælast á árbakkanum og þar til hún rétt áðan^yfirgaf Val son sinn sofandi í hvílu sinni. En mynd Ástu svífur hærra hverri hugsun frú Hildar. Enginn hefir nokkru sinni gert meira fyrir hana en Ásta á þessu nýliðna kvöldi. Öll orð verða aðeins dauft endurskin af því heita og djúpa þakklæti, sem streymir um sál frú Hildar á þess- ari stundu, og hún vígir með höfugum tárum þann góða ásetning, sem vaknaður er hjá henni. Ásta skal aldrei þurfa að fara frá Ártúni framar, vilji hún aðeins eiga þar heimili. Hún hefir unnið þann sigur með afreki sínu í kvöld, sem aldrei verður að fullu endurgoldið með tímanlegum auði. En frú Hildur veit fullvel hug sonarins til Ástu, og nú ætlar hún ekki lengur að standa í vegi fyrir því að draumar Vals megi rætast í þeim efnum. En ef til vill er það nú orðið um seinan, og þá er það hennar sök. Ef til vill hefir hún með hroka sín- um glatað framtíðarhamingju sonarins góða, sem hún elskar mest af öllum. Nei, svo mikil ógaéfu manneskja er hún þó ekki. Hér eftir verður hún að leggja sig alla fram til þess að bæta fyrir brot sín og yfirsjónir. En til þess að megna nokkuð í þá átt, þarf hún að öðlast æðri kraft og handleiðslu, það finnur hún nú glöggt. Og í helgri kyrrð næturinnar stígur brennandi bæn frá klökku hjarta sýslumannsfrúarinnar: — Góði miskunnsami Guð, lít þú í náð þinni á brot mín og yfirsjónir og beindu öllu á rétta braut! — Iðr- andi hjarta frú Hildar fyllist friði, og hún finnur perlur sinnar eigin sálar: auðmýkt og kærleika. Sorg og áhyggj- ur hverfa eins og vordögg fyrir morgunsól, og engill svefnsins færir sýslumannsfrúnni hvíld og algleymi. XXTT. Nóttin líður, og nýr dagur rennur bjartur og fagur. Fyrsti sólargeislinn fellur inn um herbergisgluggann til Ástu og kyssir hlýtt á fölan vanga hennar. Hún vaknar Heima er bezt 173

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.