Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 14
ENDURFUNDIR
s
másaga
BJARKA
M- agnús hávarðsson var maður á sextugsaldri
fremur grannvaxinn. Hann hafði verið ljós-
hærður en nú var hár hans mikið farið að
JL J^-grána og þynnast. Hann var fölur í andliti,
en fullur að vöngum, hafði verið talinn fríður maður
á sínum yngri árum.
Magnús var fæddur og uppalinn í sveit og hafði dval-
izt þar til tvítugsaldurs, nema þann tíma, sem hann var í
skólum. Um tvítugs aldur hafði hann yfirgefið fæð-
ingarsveit sína og setzt að í öðrum landsfjórðungi.
Skömmu eftir burtför sína úr heimahögum hafði
Magnús kvænzt og tekið sér búsetu í kaupstað, þar sem
hann stundaði kennslustörf og kaupsýslu.
Og nú var Magnús aftur kominn heim í gömlu sveit-
ina sína. Hann hafði tekið sér sumarleyfi og hugðist
nota það í þetta sinn til að sjá gamla ættingja og vini,
það er að segja þá, sem ekki voru þegar farnir burt
eða horfnir yfir landamærin. Fyrst lagði Magnús leið
sína á sitt æskuheimili. Þar bjó frændi hans, sem var á
líkum aldri og Magnús, var þar mikill fagnaðarfundur
og bauð frændi hans honum að dvelja í nokkra daga
hjá sér.
Daginn eftir komu Magnúsar að Brekkuseli, en svo hét
æskuheimili hans, frétti hann að einn af gömlum leik-
félögum hans væri ný dáinn og ætti að jarða hann þann
dag. Frændi hans kvaðst vera að fara til jarðarfararinnar
og óskaði Magnús að fá að fylgjast með honum og var
það auðsótt. Fjölmenni mikið var þarna saman komið
og veður fagurt. Húsakynni voru fremur Iítil á bænum
svo ekki komust nema fáir inn til að hlusta á söng og
húskveðju. Magnús stóð úti og heyrði vel sönginn út
um opinn glugga, en ræðu prestsins heyrði hann ekki.
Hugur hans var líka bundinn við löngu liðnar stundir
frá því að hann var á þessu heimili til að ljúka námi
undir fermingu. Hugljúfar minningar brutust fram í
hug hans. Hver dagur hafði liðið eins og sæludraumur.
Kapp við reikning og skrift, lestur og yfirheyrzlur.
Svo var stokkið út á milli og farið í leiki. En á kvöldin
var annað hvort farið á skauta eða gengið upp á fellið,
til að renna sér svo niður á sleða. Stundum voru allir
inni og þá voru sagðar sögur, og fengist einhver til að
segja draugasögur, þá var hlustað af mikilli alúð og hver
hélt í annan svo enginn lenti í tröllahöndum.
Af þeim barnahóp, sem þarna höfðu verið með Magn-
úsi, var honum minnisstæðust ljóshærð, lokkafögur
telpa, sem oft hafði fengið að sitja á sleða með honum
og einnig kom það í hans hlutskipti að leiða hana fyrstu
skrefin á skautunum, og oft hafði hann minnzt þess
síðar, hvað hún var sviflétt eftir að hún fór að æfasr
meira og þau fóru áð venjast meira saman.
Svo fór Magnús í skóla og var fjarverandi um þriggja
ára skeið, en þá kom hann aftur í sveitina. Og nú voru
öll fermingarbörnin orðin fullorðið fólk, eða það fannst
því sjálfu. Magnús gerðist kennari heima í sveit sinni
og tók virkan þátt í félagsmálum þar. Einkum var hann
duglegur í ungmennafélagi hreppsins og var hrókur alls
fagnaðar á skemmtunum. Nú fékk hann aftur tækifæri til
að endurnýja kunningskap sinn við lokkafögru telpuna,
sem nú var orðin blómleg heimsæta í foreldrahúsum.
Þau hittust oft á mannfundum, og fólk sagði, að Magnús
mundi líta hana ástaraugum. Hitt var mönnum ekki eins
ljóst, hvort hún mundi endurgjalda það, eða hvort hún
yfirleitt felldi nokkurn hug til hans. Þó Magnús heyrði
þetta utan að sér, þá fékkst hann ekki um. Það eina sem
honum var ekki sama um, var það, að Heiðrún, en
svo hét stúlkan, var í eðli sínu stríðin og við nánari
kynningu þeirra kom það ekki svo sjaldan fyrir, að hún
stríddi Magnúsi, og tók þá vanalega eitthvert efni sem
var honum mjög viðkvæmt, en þess á milli gaf hún hon-
um alveg óspart undir fótinn. Og svona leið tíminn
í tvö ár.
Magnús vaknaði af draumórum sínum við það, að
hreyfing var komin á þá sem úti stóðu, sem kom til af
því að athöfnin inni í húsinu var á enda, og fólkið sem
inni var, streymdi út. Hópurinn við húshliðina varð
alltaf stærri og stærri, og seinast komu líkmennirnir
með kistuna út úr dyrunum, en allir karlmenn tóku
ofan höfuðföt sín. Það var heimagrafreitur á bænum
og þar skyldi sá látni fá að hvíla við hlið konu sinnar,
sem dáin var á undan honum. Líkmennimir stefndu nú
þangað með kistuna og allur mannfjöldinn á eftir þeim.
Alagnús varð fljótt viðskila við líkfylgdina.Hann
þráði að njóta einveru, einkum á þessum stað. Ósjálf-
rátt reikaði hann suður af túninu og staðnæmdist í svo-
litlum hvammi sem var í hvarfi frá bænum. Þarna hafði
hann oft dvalið á æskuárum sínum, þegar frístund var
frá daglegum störfum. Ýmist einn, eða með einhverjum
leiksystkinum sínum. Hann hafði því margar góðar
endurminningar um þennan stað, en ekki voru þær
allar jafn Ijúfar. Hér hafði hann t. d. oft orðið fyrir
stríðni og napuryrðum frá Heiðrúnu, þegar þau voru
tvö ein saman.
Einna minnsstæðast var honum, þegar þau dvöldu
hér í síðasta sinn saman. Það hafði verið sumarfagnaður
þarna á staðnum og flest ungt fólk sveitarinnar kom á
skemmtunina, sem fór öll fram undir berum himni.
162 Heima er bezt