Heima er bezt - 01.05.1959, Side 10
rennandi vatni og frárennsli, enda þótt margt sé ennþá
ógert. Um helgar er séð fyrir ýmsum skemmtunum, og
verði mun vera í hóf stillt. Það, sem mest vakti þó
undrun mína, er ég gekk þarna um og skoðaði mann-
virki nokkrum dögum eftir opnunina, var sú staðreynd,
að allt þetta hafði verið unnið á nokkrum vikum og
þeir, sem að því störfuðu, höfðu að nokkru haft það að
hjáverkastarfi. Og öll merki bentu til þess, að eigend-
urnir hefðu haft þar erindi sem erfiði. Þótt veðrátta væri
fremur óhagstæð og sumri tekið að halla, var aðsókn
allmikil, og gestir luku almennt lofsorði á staðinn. Sá
staður mun og vandfundinn í nágrenni Winnipegborgar,
sem betur sé fallinn til útivistar en Víðinesið. Fer
þar saman þægilegt loftslag, ósnortin náttúra og margt,
sem hægt er að gera sér til dundurs og dægrastyttingar
annað en sleikja sólskinið eða liggja í vatninu.
En hvað kemur svo þetta allt Balda Anderson við? Þar
er skemmst að segja, að þeir, sem látið hafa hinn gamla
draum ævintýramannsins rætast, eru dóttursynir hans,
Amasons-bræöur frá Espihóli við Gimli. Hafa þeir sýni-
lega erft býsna mikið af áræði og dug afa síns.
Móðuramma þeirra bræðra var Petrína Arngríms-
dóttir málara Gíslasonar, svo að þar er einnig um traust-
an stofn að ræða. Þá má ekki gleyma föður þeirra, Guð-
jóni Árnasyni. Hann er eyfirzkrar ættar. Faðir hans var
Jóhann Árnason frá Syðri-Villingadal. Þau hjón, Guð-
jón og Petrína yngri, eru samvalin að dugnaði og mynd-
arskap. Er heimili þeirra, Espihóll, eitt af mestu myndar-
býlunum þar um slóðir. Synir þeirra sex, sem allir eru
upp komnir, fást við hin sundurleitustu störf, en hafa
þó á ýmsan hátt samvinnu sín í milli, og í sameiningu
tóku þeir sig til og framkvæmdu hina gömlu hugsjón
afa síns um að vekja til lífsins og halda við minningunni
um Víðinesið og gera það að eftirsóttum sumargisti- og
hressingarstað. A rúmum mánuði tókst þeim að hrinda
Frá Víðinesi. Á þessari strönd lentu íslenzku landnemarnir 1815.
158 Heima er bezt
Hliðið að Víðinesi.
verkinu í framkvæmd. Að hér sé ekki um smámuni eina
að ræða sést bezt á því, að mannvirkin öll, þar á meðaí
vegagerðin, kostuðu alls um 30 þúsundir dala, og mikils
fjár er enn þörf, áður en frá öllu sé að fullu gengið.
Annar ágúst 1958. Dagur er liðinn að kvöldi. Hægur
vindblær berst utan af víðerni Winnipegvatns og veitir
þægilegan svala eftir sólheitan molludag. Um strönd og
skógarstíga Víðiness reikar sumarklætt fólk. Eldar loga
í skógarrjóðrum, ilmur af lostætum réttum berst frá
vistlegum matsölustöðum. Hljómar frá jass-hljómsveit
berast út í kvöldkyrrðina, og fjöldi ungs fólks stígur
giaðan dans á danspalli aðalskemmtistaðarins. Tjöld eru
risin víðs vegar og bílastæðin eru full af farartækjum.
Skrautljós hanga víðs vegar í trjánum, og flugeldum er
skotið. Víðines er numið til útivistar og skemmtunar.
Hvað ætli landnemunum frá 1875 myndi finnast, ef þeir
litu nú á hinn gamla, ömurlega lendingarstað?
Og skyldi ekki Baldi Anderson brosa í kampinn og
kinka kolli til hinna athafnasömu dóttursona sinna?
Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
V 1 S A
Þegar séra Matthías Jochumsson gaf út Þjóðólf, skrif-
aði hann stundum vísur í eitthvert hornið á blaðinu tií
kunningjanna, sér og þeim til gamans. Á blað til séra
Jóns Bjarnasonar í Winnipeg skrifaði hann einu sinni
þessa vísu:
Þriðji krakkinn kom í dag
klukkan þrjú.
Gefi honum Drottinn góðan hag.
Gott átt þú.
(Eftir Heimskringlu).