Heima er bezt - 01.05.1959, Side 17
GUÐNI SIGURÐSSON:
I stórKríéarbyl á Hólsfjöllum
Frásögn um hestagöngur á Mývatnsörœjum veturinn 1908
Vo r i ð 1907 fór ég að Kálfaströnd við Mývatn
og var þar vinnumaður í annað sinn. Tók ég
þar við sömu verkunum, sem ég hafði áður
annazt: Göngur haust og vor austur á Fjöllin,
og auk þess dagleg störf á heimilinu. Þannig leið svo
tíminn fram yfir jól.
Tíð var fremur stirð í janúar, og var kominn mikill
snjór um mánaðamótin janúar og febrúar. Voru þess
engin merki sjáanleg, að bati væri í nánd, enda reyndist
það svo. Reglulegur harðindakafli reyndist báða þessa
mánuði.
Dregnr til tíðinda.
í langa tíð hafði verið venja þar í sveit að láta hesta
ganga fram eftir vetri austur á Fjöllum, en svo voru Mý-
vatnsöræfi kölluð í daglegu tali, og eins var nú að þessu
sinni. Voru hestar þar eystra frá flestum bæjum svéitar-
innar, og var gengið til þeirra eins oft og þurfa þótti.
Voru þetta kallaðar hestagöngur, og var þeim skipt á
milli hestaeigendanna, og farnar þá fleiri ferðir á vetri.
Þegar fyrirsjáanlegt var, að veðurfar myndi ekki
batna að sinni, var ákveðið að gera einar göngur austur
í febrúar, þótt ótíð væri. Voru fjórir menn kvaddir til
þessarar ferðar: Sigfinnur Sigurjónsson á Grímsstöðum,
Benedikt Kristjánsson á Arnarvatni, Kristján Jónsson,
sem þá var vinnumaður í Reykjahlíð, og loks ég, Guðni
Sigurðsson, sem þá var til heimilis að Kálfaströnd. Ég
var þá um 26 ára að aldri og hafði aldrei farið í svona
leiðangur áður.
Ferðin hafin.
Þann 24. febrúar 1908 lagði ég af stað frá Kálfaströnd
áleiðis til Reykjahlíðar. Var ég á skíðum með talsvert
þungan bagga á bakinu. I honum var m. a. viku-nesti,
sokkar og skór, kerti og eldspýtur o. fl. Ekki man ég
með vissu, hve þungur var bagginn, en undir tveimur
fjórðungum hefur hann aldrei verið, því gert var ráð
fyrir viku fjarveru. Veður var þannig dag þennan, að
þykkt var í lofti og hríðarmugga öðru hvoru.
Er ég kom til Reykjahlíðar um kvöldið, voru þeir þar
komnir Sigfinnur og Benedikt. Var nú ákveðið að leggja
af stað svo snemma um nóttina, að við yrðum komnir
austur að Austaraselslind í birtingu um morguninn, því
þar átti leitin að hefjast.
En er við vorum komnir á fætur nóttina þann 25. og
ferðbúnir, leizt okkur ekki á blikuna, því að kominn var
suðvestan stormur með renningi, en samt var nú lagt af
stað. Allir vorum við á skíðum, því að öðruvísi varð
hvergi komizt. Fórum við nú eins og leið liggur austur
yfir Námaskarð, og í birtingu vorum við komnir austur
að Lind. Þar var staðið við örlitla stund, meðan við feng-
um okkur að drekka, en ekki borðuðum við þarna. Var
veður hið versta, hvass á suðvestan með dimmum renn-
ingi, svo að lítið sást til fjalla, en bjart var að sjá til lofts.
Engin hætta var á að við myndum villast, því að þarna
vorum við allir kunnugir. Var nú liði skipt og stefnt
suður Fjöll, og átti að leita þennan dag beggja vegna við
Rauðuborgir. Áttum við að taka um 20 hesta, ef við
fyndurn svo marga. En sérstaklega vorum við beðnir
fyrir jarpa hryssu, sem Sigurður í Baldursheimi átti, þar
sem hún var ekki talin fær um að ganga úti.
Sjálfur átti ég að koma með bæði Kálfastrandar-hross-
in, sem þarna gengu, og einnig með hross frá Garði og
Grænavatni. Reið því mjög á, að leit þessi heppnaðist
vel. Ég lenti vestast í röðinni, en hinir leituðu austar, og
brátt voru allir horfnir í renningskófið.
Nú skall hurð nærri hælum.
Ég hélt nú hiklaust áfram og óttaðist ekki rennings-
kófið. Hér var ég kunnugur og lét mig einu gilda, á
hverju gengi. Ég gætti vel að öllu umhverfis mig, því að
svo var um talað, að óðar er við fyndum hest, ættum við
að láta pjönkur okkar á þá til að létta okkur gönguna.
Vorum við allir fegnir því að eiga í vændum að losast
við að bera þunga bagga, því að nógu erfitt reyndist
okkur að ganga, þótt lausir værum.
Nú birti lítið eitt og sá til fjalla, og sá ég mann uppi á
einni borginni. — En hvað er nú að? Mér dimmir fyrir
augum og allt hverfur mér, meðvitund öll er sem útilok-
uð. Tíminn hverfur og líður. — Ég heyri, að einhver
kallar nafn mitt, en get ekki svarað. Nú er hamazt við
að rífa snjó ofan af mér, og einhver reynir að reisa mig
á fætur. Ég finn, að hjartað slær svo óreglulega, að ég
held að það þoli ekki meira og að nú muni vera úti um
lleima er bezt 165