Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 23
En nú segir frá Kjartani. Er hann hefur fengið farar-
leyfi til Islandsferðar hjá konungi, þá gengur hann til
Ingibjargar konungssystur.
Hún fagnaði honum vel og bauð honum að setjast
hjá sér.
Kjartan segir henni, að hann hafi ákveðið að fara til
íslands.
Þá segir Ingibjörg: „Meir ætlum vér að þú hafir gert
þetta við einræði þitt, en menn hafi þig þess eggjað, að
fara í brott frá Noregi til íslands,“ og fátt varð þeim
að orðum þaðan í frá. í þessu bili tekur Ingibjörg kon-
ungssystir til mjöðdrekku, er stendur hjá henni. Hún
tekur þar úr motur, hvítan og gullofinn, og gefur Kjart-
ani, og kvað Guðrúnu Ósvífursdóttur helzti gott að
vefja honum að höfði sér, „og muntu gefa henni mot-
urinn að bekkjargjöf,“ segir hún, „og vil ég að þær ís-
lendingakonur sjái það, að sú kona er ekki þrælaættar,
er þú hefur átt tal við í Noregi.“
Kjartan kvaddi svo Ingibjörgu, því að ekki sagðist
hún fylgja honum á veg, og var það álit manna, að
þeim þætti mikið fyrir að skiljast.
Ólafur konungur gaf Kjartani sverð, mikinn grip og
fagran. Kvaðst konungur vona, að hann yrði ekki vopn-
bitinn, meðan hann bæri sverðið.
Þeir Kjartan og Kálfur komu að landi í Borgarfirði
syðra. Kjartan frétti þá strax um gjaforð Guðrúnar og
brá sér ekki við svo aðrir sæju.
Þuríður systir Kjartans og Hrefna systir Kálfs Ás-
geirssonar komu báðar til skips og fengu leyfi til að
skoða varning þeirra félaga. Hrefna fann moturinn, og
þótti þeim báðum hann vera hin mesta gersemi. Hrefna
faldaði sér með motrinum, en hún var glæsileg kona, og
samdi hann henni vel.
í því kemur Kálfur að og segir, að þessi sé sá einn
hlutur í varningi þeirra félaga, sem þeir eigi ekki báðir,
heldur sé hann eign Kjartans. Þykir Kálfi miður, að
Hrefna hefur faldað motrinum.
Kjartan kemur þar að og mælti: „VeLþykir mér þér
sama moturinn, Hrefna, og ætla ég að það sé bezt fallið,
að ég eigi bæði motur og mey.“
Var þetta í fyrstu í gamni sagt, en þó fór svo eklci
löngu síðar, að Hrefna varð kona Kjartans og hlaut
moturinn að bekkjargjöf, en Guðrún Ósvífursdóttir
mun hafa frétt allt um þessa gjöf, og hefur hún vafalaust
saknað þessa fagra höfuðbúnaðar.
Þeir Laugamenn og Hjarðhyltingar reyna fyrst eftir
heimkomu og giftingu Kjartans að halda áfram vináttu
og heimboðum, en Guðrún og bræður hennar gera allt
til að koma illu af stað. Guðrún lætur stela motrinum í
veizlu og brenna. Bróðir Guðrúnar nær sverði Kjartans,
er Ólafur konungur hafði gefið honum, og felur það í
keldudragi, en eyðileggur slíðrin.
Kjartan tekur hart á móti þessum glettingum og gerir
Laugamönnum hina mestu svívirðu, er hann tók hús á
þeim og bannaði allan útgang og „dreitti þau inni“ í
þrjár nætur.
Kjartanssteinn.
Dregur nú að lokaþættinum, en hann gerðist á Svína-
dal.
Um páskana, síðla vetrar, ríður Kjartan að heiman
frá Hjarðarholti, og er ferðinni heitið vestur í Saurbæ.
Með Kjartani eru í þessari ferð heimamaður frá Hjarð-
arholti, er Án hét, og Þórarinn bóndi í Tungu í Sælings-
dal.
Þau tíðindi gerðust, er þeir félagar dvöldust um pásk-
ana að Hóli í Saurbæ, að Án dreymdi ljótan draum.
Honum þótti kona illúðleg koma að sér í svefninum,
rista hann á kviðinn, taka innyflin brott en láta hrís í
staðinn. Hlógu þeir Kjartan mjög að þessum draumi
og nefndu hann Án hrísmaga.
Þann morgun, sem Kjartan reið að vestan úr Saur-
bænum, vakti Guðrún Ósvífursdóttir bræður sína
snemma og eggjaði þá á að gera Kjartani fyrirsát og
drepa hann.
Bolli var tregur til að fara með, en Guðrún sagði, að
lokið skyldi þeirra samvistum, ef hann skærist úr leik.
Þeir Kjartan riðu nú eins og leið liggur suður á Svína-
dal. Er þeir koma þar, sem dalurinn er mjóstur, sjá þeir
fyrirsátina.
Kjartan vatt sér þegar af baki og sneri í móti þeim.
Þar stóð steinn einn mikill, og sneru þeir Kjartan að
steininum.
Kjartan skaut spjóti í flokkinn, og varð fyrir Þór-
ólfur, bróðir Guðrúnar. Gekk spjótið í gegnum afl-
vöðvann á upphandlegg, og varð honum höndin ónvt
um daginn.
Sækja þeir nú ákaft að Kjartani, bræður Guðrúnar,
en Boíli hefst ekki að. Kjartan hafði lélegt sverð og
dugði það illa, og brá hann því jafnan undir fót sér til
Framhald á bls. 182.
Heima er bezt 171